Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Qupperneq 51

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Qupperneq 51
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM í framkvæmdaáætlun til ársins 2006.“ Einnig var því beint til stjórn- valda að aflétt verði þeirri kvöð að landeigendum beri að annast við- hald girðinga með stofn- og tengi- vegum. Sorpmál A starfsárinu keyptu SSV jörðina Fíflholt með það að markmiði að þar yrði urðað sorp af öllu Vestur- landi, enda hentar jörðin vel til þess af mörgum ástæðum. Unnin var skýrsla um mat á umhverfisáhrifum fyrir tvo staði og hinn 24. október afgreiddi skipulagsstjóri ríkisins úr- skurð þar sem fallist var á fyrirhug- aða urðun sorps í Fíflholtum eins og henni er lýst í skýrslunni með þeim skilyrðum að sigvatn yrði hreinsað í samræmi við ákvæði mengunar- varnareglugerðar og að haft verði samráð við Náttúruverndarráð um efnistöku. Um málið gerði fundurinn eftir- farandi samþykkt: „Aðalfundur SSV 1996 samþykk- ir að unnið verði áfram að lausn sorpmála fyrir kjördæmið. Enn- fremur samþykkir aðalfundurinn þær hugmyndir um rekstrarform sem sorpnefnd og stjórn samtak- anna hafa lagt til. þ.e. að stofnað verði hlutafélag um reksturinn. Þeg- ar stjóm hins nýja hlutafélags hefur verið kosin verði litið þannig á að sorpnefnd hafi lokið störfum og hún lögð niður. Stefnt verði að stofn- fundi í síðasta lagi um miðjan des- ember 1996.“ Arðgreiðslu Landsvirkjun- ar mótmælt Á fundinum voru rædd mörg hagsmunamál sveitarfélaga og landsbyggðar og margar ályktanir samþykktar, m.a. um flutning nkis- stofnana, svæðisútvarp, um stefnu- mótun í heilbrigðismálum og að efla embætti sýslumanna sem umboðs- skrifstofur ríkisins. Mótmælt var hugmyndum um niðurfellingu á hlutdeild ríkisins í kostnaði við refa- veiðar og varað við samþykkt á framkomnum drögum að lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu dýra. Um orkumál var eftirfarandi sam- þykkt: „Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi 1996 vekur athygli á hve orkukostnaður Pétur Ottesen, formaöur SSV. er stór þáttur í útgjöldum heimila og fyrirtækja í kjördæminu. Þar sem raforkusala Landsvirkj- unar og verðlagning hennar varðar miklu um þróun raforkuverðs til al- mennings og atvinnufyrirtækja mót- mælir fundurinn arðgreiðslu Lands- virkjunar. Fundurinn fagnar væntanlegri uppbyggingu stóriðju í kjördæminu sem leiðir til aukinnar orkusölu og fjölgar atvinnutækifærum. Gera verður þá kröfu að uppbygging stór- iðju styrki stöðu Landsvirkjunar og leiði til lækkunar raforkuverðs til al- mennings." Breytingar á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga Um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga var gerð svo- felld samþykkt: „Aðalfundur SSV 1996 beinir þeirri áskorun til stjómar Sambands íslenskra sveitarfélaga að ítarleg skoðun á útgjöldum vegna húsa- leigubóta og kostnaðar vegna mál- efna fatlaðra eigi sér stað áður en gengið verði til samninga við ríkið um framtíðarskipan þessara verk- efna. Varðandi málefni fatlaðra er bent á brýna nauðsyn þess að sér- stök skoðun fari fram á launakostn- aði í samanburði við þau laun sem ætla má að sveitarfélögin muni greiða starfsmönnum sem flytjast munu yftr til sveitarfélaganna ef af þessum tilflutningi verkefna verður. Jafnframt nái úttektin til dreifingar á uppbyggingu, þjónustu og aðstöðu fyrir fatlaða í hverju kjördæmi." Samtökin hafa gefið út bók með fundargerð aðalfundar og öllum skýrslum sem þar voru fluttar. Ný stjórn SSV I stjórn SSV voru kjörin Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri í Grundar- firði, Finnbogi Leifsson, bæjarfull- trúi í Borgarbyggð, Guðrún Konný Pálmadóttir, hreppsnefndarmaður í Dalabyggð, Páll Ingólfsson, bæjar- fulltrúi í Snæfellsbæ, Ríkharð Brynjólfsson, oddviti Andakíls- hrepps, og bæjarfulltrúarnir Pétur Ottesen og Sigríður Gróa Kristjáns- dóttir á Akranesi. Á fyrsta fundi stjómar var Pétur Ottesen kosinn formaður. Fundurinn kaus einnig fulltrúa í nefndir á vegum samtakanna og á ársfund Landsvirkjunar. ATVINNUMÁL Atvinnuráðgjöf Vestur- lands Samtök sveitarfélaga í Vestur- landskjördæmi (SSV) reka Atvinnu- ráðgjöf Vesturlands og hafa gert samning við Byggðastofnun um at- vinnuþróunarstarf í kjördæminu. Starfsmenn SSV við atvinnuráð- gjöfina eru Ólafur Sveinsson, Hrefna B. Jónsdóttir og Magnús Magnússon en Bjarnheiður Halls- dóttir hefur unnið sérverkefni við stefnumótun í ferðamálum fyrir samtökin. 24 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.