Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 53

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 53
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Sveinbjörn Steingrímsson, bæjartæknifræöingur á Dalvik, fjallaöi um umhverfismál á fundinum. Hann fylgist hér meö, lengst til hægri á myndinni, er Óskar Árnason, fram- kvæmdastjóri Steypustöövar Dalvíkur hf., í miöið, og Einar Sveinn Jónsson, starfsmað- ur Steypustöövarinnar, lengst til vinstri, vinna aö hæöarmælingu og útsetningu á götu undir rnalbikun. Gatan er Skógarhólar á Dalvík. Myndina tók Unnar Stefánsson. afar mikilvæg í menningarlegu og félagslegu tilliti og einnig þegar litið er til öryggishagsmuna. Ibúurn eyj- arinnar hefur fækkað nokkuð á und- anfömum árum og má rekja það til þess að veiðiheimildir hafa verið skertar þar eins og annars staðar á landinu. Ekki eru aðrir atvinnu- möguleikar í eynni en útgerð smá- báta og úrvinnsla afla af þeim. Eyj- arskeggjar eru dugandi fólk og mannlíf er þar gott. Ymis þjónusta við íbúa er eftir atvikum þokkaleg og þar er mjög lífvænlegt ef hægt er að tryggja veiðiheimildir fyrir smá- bátaútgerðina. Aðalfundur Eyþings, haldinn á Dalvík 5. og 6. júní 1997, skorar á stjómvöld að skapa traustan grund- völl fyrir áframhaldandi byggð í Grímsey. Það verður best gert með því að íbúamir njóti nálægðar við fiskimiðin og fái sérstaka úthlutun veiðiheimilda sem geri þeim kleift að tryggja sjálfir afkomu sína og at- vinnulega undirstöðu. Heilbrigðismál á landsbyggðinni Aðalfundur Eyþings, haldinn á Dalvík 5. og 6. júní 1997, hvetur heilbrigðisyfirvöld til samstarfs við heimamenn um vinnu að stefnumót- un fyrir heilbrigðisþjónustu á lands- byggðinni, en hafnar tilviljana- kenndum niðurskurði á fjárveiting- um til héraðssjúkrahúsa eins og samþykkt var á fjárlögum á Alþingi. Stefnumótunin miði að því að efla þjónustuna, auka öryggi hennar, skilvirkni og hagkvæmni. Jafnframt því er nauðsynlegt að styrkja heilsu- gæsluna á landsbyggðinni. Fundur- inn telur að traust heilbrigðisþjón- usta sé einn af homsteinum byggðar í hverju héraði. Sé þessi gmndvall- arþjónusta skert veldur það öryggis- leysi fólksins og veikir stöðu byggðar á viðkomandi svæði. A tímum mikillar uppbyggingar á suð- vesturhomi landsins, með tilheyr- andi búferlaflutningum frá lands- byggðinni, telur fundurinn ekki koma til greina að stjómvöld rýri á sama tíma búsetumöguleika á öðr- um svæðum landsins með niður- skurði fjárveitinga til heilbrigðis- þjónustu. Aðalfundurinn skorar á heilbrigð- isyfirvöld að standa myndarlega að uppbyggingu Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri þannig að það geti með sanni talist eitt hátæknisjúkra- húsa landsins. Fundurinn telur að með því að standa vel að uppbygg- ingu fjórðungssjúkrahússins séu stjómvöld að framkvæma byggða- stefnu í verki og skapa æskilegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Staðsetning þessa hátæknisjúkra- húss er jafnframt mikilvæg með til- liti til hugsanlegra náttúmhamfara. Háskólinn á Akureyri 10 ára Aðalfundur Eyþings 1997 fagnar þeirri ágætu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Háskólanum á Akur- eyri. Þessa uppbyggingu má tengja hugmyndum um tengsl háskóla- starfs við atvinnulífið í landinu um leið og áhersla er lögð á að hvergi sé hvikað frá þeim kröfum um gæði sem gera verður til allrar vísinda- starfsemi. Aðalfundurinn minnir á að sam- kvæmt lögum um stofnun skólans var sjávarútvegsdeild ein af fjómm deildum hans með það hlutverk að sinna kennslu og rannsóknum í greinum sjávarútvegs. Þessa stefnu sína áréttaði Alþingi í þingsályktun- artillögu í maí 1992. Ennfremur minnir fundurinn á samþykkt ríkis- stjómar Islands frá því í ágúst 1994 um þróun matvælaiðnaðar á Eyja- fjarðarsvæðinu í samstarfi við Há- skólann á Akureyri. I ljósi þessa harmar fundurinn að stjórnvöld skuli hafa vikið frá markaðri stefnu með því að stjómunarsetri sjávarút- vegsskóla Sameinuðu þjóðanna skuli hafa verið valinn staður í Reykjavík. Sjávarútvegsdeildin hefur þegar sannað ágæti sitt með þeim sjávar- útvegsfræðingum sem skólinn hefur útskrifað og hafa haslað sér völl í sjávarútvegsfyrirtækjum um allt land. Sú þekking sem þessir starfs- menn hafa komið með inn í greinina er ómetanleg. Aðalfundurinn fagnar auknu sam- starfi milli Háskólans á Akureyri og Háskóla Islands en beinir því til stjómenda þessara háskóla að ganga enn frekar til samstarfs á jafnréttis- gmndvelli með sérstöðu hvors ann- ars í huga þannig að báðir skólamir 243

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.