Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 20

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 20
MENNINGARMÁL MÝRDALSHREPPUR Handverkssýning 28.-30. júlí Samband vestur-skaftfellskra kvenna og sveitarstjóm Mýrdalshrepps standa fyrir sýningu á handverki úr hér- aðinu, gömlu og nýju. Sýningin verður opnuð í félags- heimilinu Leikskálum í Vík í Mýrdal föstudagskvöldið 28. júlí. Dagskrá verður alla helgina með frumsömdu efni heimafólks: tónlist og töluðu orði í fyrirrúmi. Með sýningunni vill SVSK einnig minnast 60 ára afmælis sambandsins. Átta kvenfélög í Vestur-Skaftafellssýslu mynda sambandið. Viltu vita meira: www.reykjavik2000.is VESTMANNAEYfAR Söguminjasafn júlí - Verkeihið felst í ffágangi svæðis þar sem varðveittar verða minjar tengdar sögu, atvinnu og menningu í Vest- mannaeyjum og uppsetningu mannvirkja til sýnis þar. Svæðið sem um er að ræða er Skansinn, söguffægur staður er tengist m.a. sögu Tyrkjaránsins. Verið er að reisa þar stafkirkju, þjóðargjöf Norðmanna í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á íslandi, og verður vígsla hennar í lok júlímánaðar 2000 í tengslum við Kristnihá- tíð. Þá er hafin vinna við að endurbyggja á þessu svæði Landlyst, timburhús sem talið er hafa verið fyrsta fæð- ingarheimilið á Islandi og tengist náið sögu heilsuvemd- ar og heilbrigðisþjónustu. Fyrirhugað er að opna það til sýningar á árinu 2000. Viltu vita meira: www.vestmannaeyjar.is HVOLHREPPUR Söguveisla maí-ágúst Sögusetrið á Hvolsvelli er brautryðjandi í að tengja saman sögu og atvinnulif og hefúr byggt upp menning- arlega ferðaþjónustu með Njáls sögu í öndvegi. Njáls saga er mest allra íslendingasagna og þeirra vinsælust. Gefinn verður kostur á ferðum með leiðsögn um Njáluslóð, sýningu um tíðaranda víkingaaldar og efni Njáls sögu og loks kvöldvöku og veislu í sögualdarstíl í nýjum Söguskála. Sú nýbreytni verður tekin upp á árinu að hafa sérstaka dagskrá fyrir yngstu gestina sem á að auðvelda þeim að kynnast heimi Njálu og annarra miðaldasagna. Á árinu er fyrirhugað að opna sérstaka sýningu um menningar- sögu þjóðarinnar í 1000 ár í máli og myndum. Sérstök áhersla verður lögð á sögu ritlistar í landinu. Sýningunni er m.a. ætlað að bregða ljósi á það hvers vegna Island hefúr verið kallað „Sögueyjan". Viltu vita rneira: www.hvolsvollur.is ÁRBORG Einn maður, einn dagur, eitt samfélag 15.-16. júlí Hátíð í einn dag sem byggir á ritverkum hins sunn- lenska sagnaskálds Guðmundar Daníelssonar; skáldsög- um hans, kveðskap, ljóðum og ffumsömdum textum fyr- ir kóra, ævisögum og viðtölum, ritgerðum og ferðaminn- ingum. Hátíðin verður fólgin í margs konar sýningum sem varpa ljósi á mannlífið á Suðurlandi, séð ffá sjónarhomi skáldsins. Rétt eins og ævi manns hefst hátíðin að morgni í átthögum skáldsins, Guttormshaga. Þaðan fær- ist kastljósið yfir á Eyrarbakka, en Guðmundur var skólastjóri Bamaskólans á Eyrarbakka í 25 ár og skrifaði á þvi tímabili mörg af sínum helstu skáldverkum. Hátíð- in endar á Selfossi þar sem Guðmundur bjó síðustu tutt- ugu æviárin. Viltu vita meira:www.arborg.is/juli2000 HYERAGERÐI Blómstrandi bær maí-ágúst Á dagskrá er að bjóða gestum i vettvangsferð um hverasvæðið og í gróðurhús þar sem ræktuð em blóm og grænmeti. Gestum verður gefmn kostur á að smakka á framleiðslunni. Líf- og jarðfræði svæðisins ásamt nýt- ingu og sögu jarðhitans verða gerð skil á ensku, íslensku og öðmm tungumálum eftir þörfúm. Liggja mun ffammi kynningarbæklingur með ítarefni um svæðið á ensku, ís- lensku, þýsku og dönsku. Fræðslan verður með menn- ingarlegu ívafi, enda hefúr samspil manna við eina af orkuuppsprettum Móður Jarðar verið kveikjan að andríki margra listamanna og skálda sem bjuggu í Hveragerði upp úr 1940. Þátttakendur verða auk ferðaþjónustunnar Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum og gróðurhúsaeigend- ur í bænum. Viltu vita meira: www.hveragerdi.is og www.simnet. is/travel ÖLFUS Þorláksvaka 3.-4. júní íbúar Þorlákshafúar halda hátíð í byijun sumars árið 2000. Hátíðin hefst á föstudagskvöldi með djasshátíð en á laugardeginum verður skrúðganga um bæinn að skrúð- garðinum. Þar heldur Lúðrasveit Þorlákshafnar tónleika, söngvarar bæjarins og nærsveita spreyta sig í söngvakeppni og Söngfélag Þorlákshafnar stígur á stokk. Um kvöldið verður svo haldið harmonikkuball. Viltu vita meira: www.olfus.is Allar nánari upplýsingar um dagskrá Menningarborg- arinnar er að finna á: www.reykjavik2000.is

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.