Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 20
MENNINGARMÁL MÝRDALSHREPPUR Handverkssýning 28.-30. júlí Samband vestur-skaftfellskra kvenna og sveitarstjóm Mýrdalshrepps standa fyrir sýningu á handverki úr hér- aðinu, gömlu og nýju. Sýningin verður opnuð í félags- heimilinu Leikskálum í Vík í Mýrdal föstudagskvöldið 28. júlí. Dagskrá verður alla helgina með frumsömdu efni heimafólks: tónlist og töluðu orði í fyrirrúmi. Með sýningunni vill SVSK einnig minnast 60 ára afmælis sambandsins. Átta kvenfélög í Vestur-Skaftafellssýslu mynda sambandið. Viltu vita meira: www.reykjavik2000.is VESTMANNAEYfAR Söguminjasafn júlí - Verkeihið felst í ffágangi svæðis þar sem varðveittar verða minjar tengdar sögu, atvinnu og menningu í Vest- mannaeyjum og uppsetningu mannvirkja til sýnis þar. Svæðið sem um er að ræða er Skansinn, söguffægur staður er tengist m.a. sögu Tyrkjaránsins. Verið er að reisa þar stafkirkju, þjóðargjöf Norðmanna í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á íslandi, og verður vígsla hennar í lok júlímánaðar 2000 í tengslum við Kristnihá- tíð. Þá er hafin vinna við að endurbyggja á þessu svæði Landlyst, timburhús sem talið er hafa verið fyrsta fæð- ingarheimilið á Islandi og tengist náið sögu heilsuvemd- ar og heilbrigðisþjónustu. Fyrirhugað er að opna það til sýningar á árinu 2000. Viltu vita meira: www.vestmannaeyjar.is HVOLHREPPUR Söguveisla maí-ágúst Sögusetrið á Hvolsvelli er brautryðjandi í að tengja saman sögu og atvinnulif og hefúr byggt upp menning- arlega ferðaþjónustu með Njáls sögu í öndvegi. Njáls saga er mest allra íslendingasagna og þeirra vinsælust. Gefinn verður kostur á ferðum með leiðsögn um Njáluslóð, sýningu um tíðaranda víkingaaldar og efni Njáls sögu og loks kvöldvöku og veislu í sögualdarstíl í nýjum Söguskála. Sú nýbreytni verður tekin upp á árinu að hafa sérstaka dagskrá fyrir yngstu gestina sem á að auðvelda þeim að kynnast heimi Njálu og annarra miðaldasagna. Á árinu er fyrirhugað að opna sérstaka sýningu um menningar- sögu þjóðarinnar í 1000 ár í máli og myndum. Sérstök áhersla verður lögð á sögu ritlistar í landinu. Sýningunni er m.a. ætlað að bregða ljósi á það hvers vegna Island hefúr verið kallað „Sögueyjan". Viltu vita rneira: www.hvolsvollur.is ÁRBORG Einn maður, einn dagur, eitt samfélag 15.-16. júlí Hátíð í einn dag sem byggir á ritverkum hins sunn- lenska sagnaskálds Guðmundar Daníelssonar; skáldsög- um hans, kveðskap, ljóðum og ffumsömdum textum fyr- ir kóra, ævisögum og viðtölum, ritgerðum og ferðaminn- ingum. Hátíðin verður fólgin í margs konar sýningum sem varpa ljósi á mannlífið á Suðurlandi, séð ffá sjónarhomi skáldsins. Rétt eins og ævi manns hefst hátíðin að morgni í átthögum skáldsins, Guttormshaga. Þaðan fær- ist kastljósið yfir á Eyrarbakka, en Guðmundur var skólastjóri Bamaskólans á Eyrarbakka í 25 ár og skrifaði á þvi tímabili mörg af sínum helstu skáldverkum. Hátíð- in endar á Selfossi þar sem Guðmundur bjó síðustu tutt- ugu æviárin. Viltu vita meira:www.arborg.is/juli2000 HYERAGERÐI Blómstrandi bær maí-ágúst Á dagskrá er að bjóða gestum i vettvangsferð um hverasvæðið og í gróðurhús þar sem ræktuð em blóm og grænmeti. Gestum verður gefmn kostur á að smakka á framleiðslunni. Líf- og jarðfræði svæðisins ásamt nýt- ingu og sögu jarðhitans verða gerð skil á ensku, íslensku og öðmm tungumálum eftir þörfúm. Liggja mun ffammi kynningarbæklingur með ítarefni um svæðið á ensku, ís- lensku, þýsku og dönsku. Fræðslan verður með menn- ingarlegu ívafi, enda hefúr samspil manna við eina af orkuuppsprettum Móður Jarðar verið kveikjan að andríki margra listamanna og skálda sem bjuggu í Hveragerði upp úr 1940. Þátttakendur verða auk ferðaþjónustunnar Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum og gróðurhúsaeigend- ur í bænum. Viltu vita meira: www.hveragerdi.is og www.simnet. is/travel ÖLFUS Þorláksvaka 3.-4. júní íbúar Þorlákshafúar halda hátíð í byijun sumars árið 2000. Hátíðin hefst á föstudagskvöldi með djasshátíð en á laugardeginum verður skrúðganga um bæinn að skrúð- garðinum. Þar heldur Lúðrasveit Þorlákshafnar tónleika, söngvarar bæjarins og nærsveita spreyta sig í söngvakeppni og Söngfélag Þorlákshafnar stígur á stokk. Um kvöldið verður svo haldið harmonikkuball. Viltu vita meira: www.olfus.is Allar nánari upplýsingar um dagskrá Menningarborg- arinnar er að finna á: www.reykjavik2000.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.