Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 18
MENNINGARMÁL mun koma fram í menningarveislunni. Viltu vita meira: www.isaJjordur.is HÓLMAYÍKURHREPPUR Galdrasýning á Ströndum 23. júní-1. ágúst Frá upphafí Islandsbyggðar hefur það orð farið af Strandamönnum að þeir væru göldróttari en aðrir lands- menn. A Ströndum komu upp mörg galdramál og sú staðreynd að um fimmtungur þeirra sem brenndir voru hér á landi var úr þessari litlu og fámennu sýslu bendir til sérstöðu héraðsins. Ætlunin er að sýna íslensk galdra- mál eins skilmerkilega og mögulegt er og gefa um leið nokkra hugmynd um sérkenni Islands þegar tekið er mið af galdrafárinu á meginlandi Evrópu. Margvísleg tækni verður notuð til að miðla sögunni - má þar nefna myndræna uppsetningu á einstökum at- burðurn, kvöldvökur og leikþætti sem unnir eru úr ífum- heimildum auk þess sem gestum verður veittur aðgangur að gagnagmnni þar sem fletta má upp einstökum málurn og sögupersónum galdraaldar. Sýningin verður sett upp á fjórum stöðum í sýslunni. Fyrsti áfanginn verður opnað- ur á Hólmavík á Jónsmessunótt árið 2000, söguleg yfir- litssýning urn galdra og galdramenn 17. aldar. Viltu vita meira: www.kademia.is/galdrasyniug BLÖNDUÓS/NORÐURLAND VESTRA GUIDE 2000 - nýsköpun í menningarferðaþjónustu september GUIDE 2000 er samvinnuverkefni fjögurra Evrópu- landa: Islands, Danmerkur, írlands og Italíu, undir för- ystu Islendinga. Það er til tveggja ára og styrkt af Leo- nardo da Vinci-áætlun Evrópusanrbandsins. Megin- markmið Guide 2000 er að skrá og flokka menningar- auðlindir sem nýst geta við nýsköpun í ferðaþjónustu og að útbúa fræðsluefni um möguleika menningarferða- þjónustu á svæðinu. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra stýrir verkefninu á Islandi. A Islandi er sjónum beint að menningarauðlindum á Norðurlandi vestra, sem eru við hvert fótmál. Niðurstöður verkefnisins verða kynntar á málþingi Guide 2000 á Blönduósi í september. Jafn- framt munu ýmsir sérfræðingar á sviði menningar og ferðaþjónustu fjalla um þróunarmöguleika menningar- tengdrar ferðaþjónustu á Islandi á komandi öld. Viltu vita meira: rognv@mmedia.is SKAGAFJÖRÐUR Búðirnar í Hópi 29. júní-2. júlí Fyrir þúsund ámm sigldu þau Þorfínnur karlsefni og Guðríður Þorbjamardóttir vestur um haf frá Grænlandi og hugðust nema land á Vínlandi. Þúsund ámm síðar taka Skagfírðingar sig nú til og reisa tjaldbúðir, líkar þeim sem ætla ntá að þau hjón hafí reist sér og fylgdarliði. I þessum búðum verða sýndir lifnaðarhættir þeirra og boðið upp á mat, líkan þeim sem ætla má að hafi verið á þeirra borðum. Þá verður hugað að dægradvöl þeirra o.fl. I Vinlandi fæddist þeim hjónum sonur, Snorri, og að lokinni vesturför settust þau að í Glaumbæ. Fjölbreytt dagskrá verður i Glaumbæ þessa sömu helgi, þjóðmenn- ingardagar þar sem m.a. verður dagskrá tengd þessari ijölskyldu, Þorfmni karlsefhi, Guðríði og Snorra. Viltu vita meira: www.skagaJjordur.is HOFSÓS Vesturferðir Islendinga - sýning opnuð 5. júlí Sýningar í Vesturfarasetrinu á Hofsósi varpa ljósi á fólksflutninga íslendinga til Vesturheims á seinni hluta 19. aldar og í upphafí þeirrar 20. Sýningin „Annað land, annað líf ‘ gefur glögga rnynd af ástæðum fólksflutning- anna, kjömm Islendinganna sem fluttust vestur um haf og af raunvemleikanum sem beið fólksins í nýrri heims- álfu. Þá stendur til að opna aðra sýningu um sumarið þar sem borgin Utah og íslensku mormónarnir verða í brennidepli. Starfrækt verður ættfræðiþjónusta í tengsl- um við síðamefhda sýningu og íbúð fyrir fræðimann. Viltu vita meira: www.krokur.is/vestur SIGLUFJÖRÐUR Þjóðlagahátíð 18.-23. júlí Langi þig til að kynnast tónlistararfí okkar Islendinga eða taka þátt í námskeiðum og hlýða á þjóðlög leikin og sungin, þá er upplagt að leggja leið sína á Þjóðlagahátíð- ina á Siglufirði sem haldin verður 18.-23. júlí. Þar gefst kostur á að kynnast fjölbreytilegum þjóðlagaarfi þjóðar- innar á tónleikum, fyrirlestrum og námskeiðum frá morgni til kvölds. Þjóðlagahátíðin verður sett í Siglu- Qarðarkirkju þriðjudaginn 18. júlí kl. 20.30 en siðan hefst fimm daga dagskrá. Hver dagur er helgaður sér- stöku viðfangsefni með fyrirlestmm, námskeiðum, þjóð- lagamessu og tónleikum innan dyra og utan. Viltu vita rneira: www.gol@ismennt.is AKUREYRI Sýningin Heimskautalöndin unaðslegu - opnun 3. nóvember Stofnun Vilhjálms Stefánssonar i samvinnu við Lista- safnið á Akureyri stendur fyrir farandsýningu um Vil- hjálm Stefánsson heimskautafara. Um leið og innsýn er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.