Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 16
MENNINGARMAL Sýning á verkum nemenda og starfsfólks var laugar- daginn 18. mars. Einnig var almenningi frjálst að koma í skólann í þemavikunni, taka þátt í vinnu nemenda og starfsfólks og kynna sér hvemig nemendur í gmnnskóla vinna sameiginlega að einu þemaverkefni. Viltu vita meira: www.bessasthr.is Tölvupóstur: smn@ismennt.is MOSFELLSBÆR Varmárþing í júní Varmárþing er útivistar-, lista- og menningarhátíð haldin á bökkum Vannár í Mosfellsbæ. Þar verða dag- lega viðburðir fyrri hluta júnímánaðar og lýkur menning- arhátíðinni með þjóðhátíðarhöldum 17. júní árið 2000. Fléttaðir verða saman margháttaðir lista- og menningar- viðburðir úr ólíkum áttum. Einkenni Varmárþings er að flytjendur og þátttakendur em Mosfellingar sjálfír. Myndlistarmenn sem stunda leirlist, málun, glerlist, ljósmyndun, grafík og skúlptúr munu kynna verk sín og viðfangsefni. 1 kvosinni sameinast menning, saga og fagurt umhverfi. Þættir úr sögu og menningu bæjarins verða viðfangsefni á sérstakri sýningu og inn í það verð- ur fléttað efni úr verkum og ævi heiðursborgara Mos- fellsbæjar, Halldórs Laxness. Tónlist er ineð miklum blóma í Mosfellsbæ. Skólahljómsveit, kórar og einstakir flytjendur munu flytja tónlist á bökkum Varmár. Leik- listaruppákomur verða á vegum Leikfélags Mosfells- sveitar. Þá verða þátttakendur í ýmsum félögum bæjar- ins með kynningar og uppákomur undir samheitinu íþrótta- og tómstundamenning árið 2000. Viltu vita meira: www.mosfellsbaer.is GRINDAVÍK Tengsl menningar og náttúruauðæfa 4.-10. júní Grindavíkurbær, Hitaveita Suðumesja og Bláa lónið hf. bjóða til afar sérstæðrar og fjölbreyttrar dagskrár í sumarbyijun. Náttúruauðæfi Reykjaness em voldugt afl sem setur svip á atvinnu- og menningarlíf fjölsóttasta ferðamannastaðar landsins. Dagskráin hefst á sjómanna- daginn við og í Grindavíkurhöfn þar sem heimamenn ffumflytja Hafgúur eftir Atla Heimi Sveinsson, gjöming fyrir togara, mótorbáta, þokulúðra, eimpípur, olíutunnur og slipphljóðfæri. Meðal annarra viðburða em sýning á útilistaverkum ungmenna; tónminjasýning til heiðurs staðartónskáldinu Sigvalda Kaldalóns; Spuni, röð raf- og djasstónleika í lllahrauni umhverfis Bláa lónið, og síðast en ekki síst fjöllistaverkið Námur í Eldborg, með þátttöku þrjátíu og sex alþjóðlegra listamanna sem frá 1987 hafa smíðað verk er stikla á tólf öldum íslandssög- unnar og glímunni við óblíða náttúm landsins. Viltu vita meira: www.bluelagoon.is REYKJANESBÆR Endurbygging Duus-húsa og lýsing Bergsins maí- september Reykjanesbær valdi sér tvö stór og viðamikil ffamfara- verkefni sem aðalffamlag til Menningarársins. Annað er endurbygging Duus-torfúnnar sem er við Grófina, smá- bátahöfnina í Keflavík. Duus-húsin vom byggð á seinni hluta síðustu aldar, það elsta frá 1871. Húsin em ekki einungis merki um stórhug verslunarmanna á síðustu öld heldur einnig minnisvarði um ákveðna byggingarlist og setja þau sterkan svip á bæinn. Duus-húsin munu geyma byggðasafh svæðisins og um leið verða menningarmið- stöð. Lýsing Bergsins er fagurfræðilegt verk sem ekki á sinn líka á Islandi. Kveikt verður á þeim ljósum sem lýsa eiga upp sjávarhamra Bergsins, útivistarstað Reyknes- bæinga, hinn 2. september 2000. Viltu vita meira: www.rnb.is SANDGERÐI Fræðasetrið í Sandgerði 18. mars-23. júní Á dagskrá Fræðasetursins menningarárið 2000 í Sand- gerði verður röð fyrirlestra og gönguferða með leiðsögn undir yfirskriftinni „Menning og náttúra", m.a. verða fyrirlestrar um náttúm, jarðffæði, lífríki hafsins, sæ- og vatnaskrímsli á Suðumesjum, keltneska húsagerð, leynd- ardóma íslenskra undirdjúpa og fomminjar á Reykjanesi. Fræðasetrið leitast við að tengja mann við náttúm, sögu og umhverfi. Þar em m.a. boðnar fúgla-, fjöm- og tjama- skoðunarferðir. Innan veggja setursins eiga gestir kost á að skoða hluta af náttúm Islands í návígi, s.s. safn ým- issa lífvera, jurta og lifandi dýra í ferskvatns- og sjóbúr- um, auk steinasafns. Sérstök áhersla er lögð á að gestir fái leiðbeiningar uin hvers skuli leita í fjörum og tjömum í nágrenninu. Viltu vita nteira: tölvupóstur: www.sandgerdi.is AKRANES Sjávarlist; veiðar, vinnsla, samfélag 17. mars^l. júní Menning og listir á Akranesi árið 2000 taka mið af því að Akranes er fyrsti vísir að sjávarþorpi á íslandi. Lista- menn vinna að verkum samkvæmt þemanu: Sjávarlist - veiðar, vinnsla og samfélag. Verkum og viðburðum verður valinn staður meðfram ströndum bæjarins, í tengslum við útgerð og útræði á Akranesi í fortíð og nú- tíð. Utilistaverk verða fyrst og fremst unnin úr náttúmleg- um efnum, s.s. torfi, rekaviði, gijóti, brotajámi o.fl. Við hvert listaverk verður komið fyrir skilti sem segir frá því hvemig listamaðurinn túlkar þemað. Gerðir verða göngustígar á milli verkanna og leiðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.