Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Qupperneq 15

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Qupperneq 15
MENNINGARMÁL rekaði mikilvægi þess við að stuðla að menningarlegri fjölbreytni og vakningu með þjóðinni. Svona á hin nýja byggðastefna að vera - borgin og landsbyggðin eru ekki andstæður. Það er mikilvægt fyrir landið að eiga öfluga höfuðborg og fyrir höfuðborgina að það sé blómleg byggð í landinu. í samstarfsverkefn- um Menningarborgar og sveitarfélaga, sem kynnt eru í stuttu máli í þessari grein, endurspeglast fjölbreytt og lifandi menningarflóra sem einkennist af skapandi frum- kvæði sveitarfélaga úti um allt land. Það er Menningar- borginni í senn styrkur og sómi að taka þátt í slíku sam- starfi því með samstilltu átaki getum við sýnt umheim- inum fram á það að í þessu litla landi býr stórhuga þjóð sem hefúr margt fram að færa í samfélagi þjóðanna. KÓPAYOGUR Raf- og tölvutónlistarhátíð í október Fyrsta alþjóðlega raf- og tölvutónlistarhátíðin á ís- landi er haldin til að vekja fólk til umhugsunar um áhrif tækniframfara á tónlist, sköpun og flutning. Raf- og tölvutónlist er framlag 20. aldar til tónlistarsögunnar. Hún er eina nýsköpunin í hljóðfæragerð á þessari öld og sú tónlist sem á eftir að þróast hvað mest á nýrri öld sem sjálfstætt listform tónlistar og sem hluti af margmiðlun- arlist. Samhliða hátíðinni verður haldin ráðstefna um raf- og tölvutónlist með fyrirlestrum og sýningum. Til fyrir- lestrahalds verða fengin mörg af þekktustu tónskáldum og fræðimönnum á þessu sviði í heiminum. Haldnir verða 11 tónleikar þar sem fortíð, nútíð og framtíð raf- og tölvutónlistar er meginþemað. Jafnframt þessu verða einnig minni viðburðir svo sem innsetningar, bíósýning- ar o.fl. þar sem raf- og tölvutónlist kemur við sögu. Viltu vita meira: www.reykjavik2000.is SELTJARNARNES Fræðasetur í Gróttu 1.-30. apríl Grótta er friðlýst, fimm hektara eyja sem tengist landi á ljöm. Þar má fínna skeijafláka, sandfjörur, fjölskrúð- ugt fuglalíf og fræðasetur sem tekið verður í notkun í Gróttu árið 2000. Framtakinu er ætlað að efla rannsókn- ir og kennslu i náttúru- og umhverfisfræðum; fræði- mannsíbúð verður innréttuð í gamla vitavarðarhúsinu; í félagi við gmnnskóla Seltjamamess verður námsefni smíðað fyrir starfsemina, verkefni og sýningar skipu- lagðar í samstarfi við bæjaryfirvöld, einstaklinga og fé- lög o.s.ffv. Viltu vita meira: www.seltjamarnes.is GARÐABÆR Handritasamkeppni - skilafrestur til 1. apríl Garðabær stendur fyrir samkeppni um handrit að sviðsverki, Ieikriti, söngleik eða dansi, um gamla Garð- bæinga, s.s. Vífil þræl og síðar leysingja Ingólfs Amar- sonar, Jón Vídalín biskup eða Stjána bláa. Handritum skal skila á Bókasafn Garðabæjar fyrir 1. apríl nk. Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt um miðjan júni. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu handritin að mati dóm- nefhdar. Fyrstu verðlaun verða kr. 300.000, önnur verð- laun kr. 200.000 og þriðju verðlaun kr. 100.000. Dómnefnd er skipuð þremur fulltrúum kjörnum af bæjarstjórn Garðabæjar: Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti íslands, er formaður dómnefndarinnar en auk hennar sitja í nefndinni Lilja Hallgrímsdóttir, for- maður menningarmálanefndar Garðabæjar, og Steindór Hjörleifsson leikari. Viltu vita meira: http://www.bokgb.skyrr.is HAFNARFJÖRÐUR Krýsuvík - samspil manns og náttúru maí-ágúst Með verkefninu verður leitast við að varðveita og kynna þær upplýsingar sem safnað hefur verið saman um svæðið. Útbúið verður kort og merktar inn á það gönguleiðir og fomleifar auk þess sem þar verður að finna fróðlegar sögur og ábendingar um áningarstaði fyr- ir ferðamenn. Ótalin em áhugaverð svæði út frá jarð- og Iífeðlisfræði en þau em fjölmörg. Að lokum felur árþús- undaverkefnið í sér skipulagðar ferðir með leiðsögn um svæðið, fræðsludagskrá og opnun sýningar á Krýsuvík- urmyndum Sveins Bjömssonar listmálara sem málaði í vinnustofu sinni í Krýsuvík í tvo áratugi. Þar er nú Sveinshús. Krýsuvík er kennd við tröllskessuna Krýsu sem sagan segir að hafi lengi átt í deilum um landamerki við Her- dísi í Herdísarvík. Fomleifar em miklar í Krýsuvík og sögumar segja af sjósókn, skepnuhaldi, fúglatekju og því hvemig jarðfræðin setti mark sitt á hið daglega líf. Viltu vita meira: www.hafnarJjordur.is BESSASTAÐAHREPPUR Listavika í Álftanesskóla 13.-18. mars Álftanesskóli í Bessastaðahreppi reið á vaðið með við- burði í tilefni ársins. Nemendur skólans, 215 talsins, hafa unnið með náttúmöflin, vatn, eld, loft og jörð. Rýnt var fram í tímann og spurt: Hvemig verður heimabyggðin í lok 21. aldar, hverjar verða þarfir fólks og nýting? Hvernig verður Álftanes framtíðarinnar? Nemendur nýttu sér umhverfi skólans með það í huga að skerpa út- línur Bessastaðahrepps með öllum tiltækum ráðum. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.