Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Síða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Síða 50
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Fjarkennsla á háskólastigi 7. ársþing SSNV lýsir ánægju sinni með aukið fram- boð menntunar í kjördæminu m.a. með hagnýtingu fjar- kennslutækni. Þingið beinir því til stjómar að stuðla að enn frekari nýtingu þessarar tækni og leggja aukna áherslu á nám á háskólastigi. Tillögu að ályktuninni fylgdi svohljóðandi greinar- gerð: Á liðnum vetri varð mikil uppbygging í fjarkennslu á Norðurlandi vestra m.a. fyrir forgöngu SSNV. Það nám sem var stundað með þessum hætti var aðallega starfs- nám stuðningsfulltrúa á sambýlum fatlaðra og meistara- nám iðnsveina sem hvort tveggja var kennt frá Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þótt slíkt nám sé nauðsynlegt og til þess fallið að treysta byggð er mikilvægt að finna leiðir fyrir íbúa Norðurlands vestra til að nýta sér síaukið ffamboð háskólamenntunar með fjarkcnnslu. Með aukinni menntun og starfsréttindum aukast atvinnumöguleikar fólks og fyrirtækin hafa úr hæfara starfsfólki að velja. Tekjustofnar sveitarfélaga 7. ársþing SSNV skorar á Alþingi og nefnd þá sem fé- lagsmálaráðherra skipaði til að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga að sjá til þess að sveitarfélögunum verði tryggðir fullnægjandi tekjustofnar til að sinna þeim verkefnum sem þeim eru falin samkvæmt lögum og reglugerðum. Þingið krefst þess að tekjutap og aukin út- gjöld vegna lagasetningar, sem reynst hefúr þyngjandi fyrir sveitarfélögin umfram það sem ætlað var, verði bætt þegar á þessu ári. VSK af refa- og minkaveiðum 7. ársþing SSNV beinir því til Alþingis að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á lögum sem kveði á um að sveitarfélögum verði endurgreiddur virðisaukaskattur af kostnaði sem hlýst af refa- og minkaveiðum. Tillögu að ályktuninni fylgdi svohljóðandi greinar- gerð: Það er ósanngjarnt að sveitarfélög þurfí að greiða skatt til ríkisins af nauðsynlegri starfsemi til að halda jafnvægi í náttúrunni, auka fuglalíf og stuðla að aukinni fiskgengd í ám og vötnum. Samkvæmt lögum er virðis- aukaskattur endurgreiddur af þjónustu sérfræðinga, sorphirðu, snjómokstri og fleiri þáttum sem sveitarfélög- um ber, lögum samkvæmt, að annast. Kostnaðarauki af nýrri aðalnámsskrá 7. ársþing SSNV beinir því til stjómar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga að fram fari athugun á áhrifum nýrrar aðalnámsskrár grunnskóla á rekstur skólanna m.t.t. þess kostnaðarauka sem sveitarfélög verða fyrir vegna hennar og taki í framhaldi af því upp viðræður við ríkisvaldið um það með hvaða hætti sveitarfélögum verði bættur útgjaldaaukinn. Öldungadeild við FNV 7. ársþing SSNV skorar á menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að komið verði á fót öldungadeild við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og sjái til þess að nægjanlegt fjánnagn fáist til reksturs hennar til frambúðar. Flvetur þingið til notkunar fjarkennslubún- aðar við námið. Rannsóknarstarfsemi á Norðurlandi vestra 7. ársþing SSNV felur stjóm samtakanna að taka upp viðræður við viðkomandi ráðuneyti um að verkefni frá Rannsóknarstofuun fískiðnaðarins og Rannsóknarstofh- un landbúnaðarins verði unnin á Norðurlandi vestra. Þingið skorar jafnframt á alþingismenn kjördæmisins að beita sér í málinu. Tillögu að ályktuninni fylgdi svohljóðandi greinar- gerð: I ljósi þeirra staðreyndar að störfum í frumvinnslu- greinum landbúnaðar og sjávarútvegs muni fækka um- talsvert á komandi áram er nauðsynlegt að færa störf á rannsóknarsviði út í hinar dreifðu byggðir. Á Norður- landi vestra er hátt hlutfall starfa í fyrrgreindum fram- vinnslugreinum og því fyrirsjáanlegt að veraleg fækkun starfa verður á næstu áram miðað við spár um þróun þessara atvinnugreina. Öflug sjávarútvegsfyrirtæki era í kjördæminu og sterk landbúnaðarhérað og því geta rann- sóknarverkefhin á þessu sviði verið í sterkum tengslum við framvinnslu. Flutningur verkefna af þessu tagi er í fullu samræmi við þingsályktun urn stefhu í byggðamál- um sem Alþingi hefur samþykkt. Kostnaöur vió gagnaflutning 7. ársþing SSNV felur stjóm samtakanna að hefja í samstarfi við önnur landshlutasamtök viðræður við stjóm Landssímans hf. um þjónustu og verðlagningu vegna fjarkennslu - og fjarfundabúnaðar og annars gagnaflutnings. Þingið beinir því til alþingismanna í kjördæminu að beita sér í málinu. Kosningar Samkvæmt lögum SSNV er stjóm kosin annað hvert ár, svo hún situr óbreytt til næsta ársþings. Kosnir vora tveir skoðunarmenn og fjórir fulltrúar á samráðsfund Landsvirkjunar árið 2000, ásamt varamönnum. Næsta ársþing í Skagafiröi I lok þingsins bauð Snorri Bjöm Sigurðsson, sveitar- stjóri Skagafjarðar, til þings í Skagafirði að ári. Formaður SSNV, Ágúst Þór Bragason, þakkaði að lokum Siglfirðingum móttökumar og þingfulltrúum og gestum gott þing og sagði síðan þinginu slitið. Bjarni Þór Einarsson J 44

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.