Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 68

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 68
F RÆÐS LUMÁL vegna frekari menntunar. Þessar niðurstöður voru svo já- kvæðar að ákveðið var að halda áfram af fullum krafti. Þessari vinnu lauk svo með stofnun Fræðslunets Suðurlands (FnS), eins og áður seg- ir. Fræðslunetið er sjálfseignarstofn- un með skilgreind markmið eins og fram kemur í 3. gr. skipulagsskrár en þar stendur: Markmiö 5. grein Meginmarkmið Fræðslunets Suð- urlands er að efla aðgengi íbúa fjórðungsins að margs konar námi og símenntun og auka með því bú- setugæði á svæðinu. I þessu skyni mun Fræðslunet Suðurlands m. a.: • Bjóða upp á nám á háskólastigi á Suðurlandi í samstarfi við há- skólastofnanir. • Stuðla að auknu framboði á Suð- urlandi á símenntun og fúllorðins- fræðslu á öllum stigurn menntun- ar. • Leggja áherslu á samstarf at- vinnulífs og skóla og tengsl grunn- og endurmenntunar. • Fylgjast með og nýta bestu fáan- legu fjarkennslutækni hverju sinni. • Standa að og styðja við rannsókn- ir og vísindaiðkun á Suðurlandi eftir því sem aðstæður leyfa og við verður komið. • Hafa samstarf við aðra aðila er sinna símenntun og endurmennt- un. Starfið á haustönninni einkenndist af því að starfsemin var að byrja. Námskeið voru nokkur en tíminn einkum notaður til þess að undirbúa starfsemina eftir áramót. Undirritaður var ráðinn framkvæmda- stjóri Fræðslu- netsins frá 1. des. sl. Strax þá hófst undir- búningur að vorönninni, heimasíða var sett upp og undirbúningur unninn að út- gáfu fyrsta n á m s v í s i s . Námsvísirinn kom út urn mánaðamótin janúar/febrúar og um leið hófst formlegt námskeiða- hald. Nú eru um 200 manns á námskeiðum á vegum FnS og á döfinni eru fleiri nám- skeið fram í júní þannig að NLAPPSET HEILDARLAUSNIR, SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM NOTENDA Mikið úrval útileiktækja, garðhúsgagna, útiþrektækja, fjölnota boltavalla o.fl. • Gæbi og ending •10 ára ábyrgb • Uppsetning • Þjónusta • Vibhald • Öryggi • Styrkur MlsS J Ó H A N N á H E L G I 4 Co Su&urhraun 2a - 210 Gar&abær Sími 565 1048, Fax 565 2478 Netfang: jh@johannhelgi.is www.johannhelgi.is þegar vorönninni lýkur er gert ráð fyrir að 300-400 manns hafi sótt námskeið á vegum FnS. Rétt er að geta þess að undirbún- ingur fyrir haustönnina er þegar haf- inn, þar eru tvö stór námskeið aug- lýst á landsvísu, „Stjórnsýsla og rekstur sveitarfélaga“ sem ætlað er fyrir sveitarstjómarmenn og starfs- menn i lykilstöðum sveitarfélaga og svo námskeiðið „Uppbygging og rekstur fyrirtækja“ sem ætlað er eig- endum og starfsmönnum fyrirtækja. Gert er ráð fyrir að bæði þessi nám- skeið verði boðin í fjarkennslu ef áhugi er fyrir hendi. Fræðslunet Suðurlands hefur fengið mjög góðar viðtökur, enda áhugi Sunnlendinga á menntun mik- ill og beinist að ólíkum viðfangsefn- um. Samstarf við stéttarfélögin á svæðinu er gott og vaxandi og gefúr fyrirheit um nána og rnikla sam- vinnu. Sama má raunar segja um fjölmarga aðra aðila sem strax hafa hafíð samstarf eða eru að undirbúa samstarf með ýmsu móti. Ekki er að sjá annað en framtíðin sé björt og greinilegt að FnS er nú þegar farið að marka spor í mennta- og menningarlíf á Suðurlandi. Hlut- verk símenntunarmiðstöðva er mik- ilvægt innlegg í viðhaldi og þróun byggðar í landinu. Nauðsynleg for- senda búsetu eru lífsgæði sern eru sambærileg við það sem best gerist í landinu. Ein af forsendum lífsgæða er aðgengi að menntun af fjöl- breyttu tagi. Sú miðlun náms sem fer fram á vettvangi símenntunar- miðstöðvanna er snar þáttur í þeirri viðleitni að jafna lífsgæði um land allt. Við erum aðeins búin að opna smárifu; næsta skref er að opna gluggann til fulls og leyfa fólkinu að nýta sér þá möguleika sem tækn- in og nútíminn hafa upp á að bjóða og gera öllum landsmönnum kleift að vera með og njóta þeirrar menntunar sem í boði er á hveijum tíma óháð búsetu. Þeim sem vilja kynnast og fylgj- ast með starfsemi FnS er bent á heimasíðuna: www.sudurland.is/fraedslunet 62

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.