Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 22
MENNINGARMÁL Uppbygging Snorrastofu í Borgarfirði Rannsóknir í sögulegu umhverfi Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu Markmió Snorrastofa er rannsóknarstofnun i miðaldaífæðum sem gegnir í meg- indráttum tvíþættu hlutverki. Ann- ars vegar ber henni að stuðla að rannsóknum í miðaldafræðum ásamt sögu Reykholts og Borgar- ijarðar. Hins vegar skal hún vinna að miðlun á þeirri þekkingu sem rannsóknir á þessum viðfangsefnum leiða í ljós. Hér er á ferðinni sjálfs- eignarstofnun sem styrkt er af flest- um sveitarfélaga Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, ríki og Reykholtskirkju. Verkefni stofnunarinnar eru eftirfar- andi: • Rannóknir • Sköpun vinnu- og gistiaðstöðu fyrir ffæðimenn og rithöfunda • Ráðstefnu-, námskeiða-, funda- og fyrirlestrahald • Uppbygging rannsóknarbóka- safns • Sýningarhald • Hugsanlega varsla fornminja í samvinnu við Þjóðminjasafn ís- lands Ný, vegleg bygging, sem valinn var staður við hlið hinnar nýju kirkju í Reykholti, mun hýsa mið- aldastofnunina frá og með 29. júli nk., en verið er að skipuleggja opn- unarhátíð þennan dag í samvinnu við kristnihátíðamefnd, tónlistarhá- tíðina Reykholtshátíð, ferðaþjónust- una Heimskringlu og fleiri aðila. í byggingunni verða skrifstofur starfsmanna, rannsóknarbókasafn, góð aðstaða fyrir fræðastörf, gesta- íbúð fyrir vísindamenn og rithöf- unda og verkstæði fyrir sýninga- og annan verkefnaundirbúning. Fyrírlestrar og málþing Á verkefnaskrá Snorrastofú hefúr fjölmargt verið. Haldnir hafa verið málfundir, fluttir stakir fyrirlestrar og starfrækt málstofa, en staðið er fyrir ýmsum uppákomum, t.d. fyrir- lestrum og málþingum, átta til níu sinnum á ári. I fyrirlestraröð með yfirskriftinni Fyrirlestrar í héraði er boðið upp á efúi sem bæði höfðar til fræðimanna og almennings. Meðal verkefna í vetur hafa verið fyrirlest- ur Árna Daníels Júlíussonar sagn- ffæðings, Staða borgfírskra bænda á síð-miðöldum, og tvö stutt málþing, annars vegar um dr. Jakob Bene- diktsson í tilefni þess að Snorrastofú var gefíð glæsilegt bókasafn hans og hins vegar um Málfríði Einars- dóttur rithöfúnd í tilefni þess að 100 ár em liðin frá fæðingu hennar. Ýmis verkefni em í undirbúningi og m.a. hafa eftirfarandi fyrirlestrar verið ákveðnir það sem eftir lifir þessa árs: 25. mars mun Már Jóns- son sagnffæðingur flytja fyrirlestur- inn Islandsklukkan og Ámi Magn- ússon, 3. maí mun sr. Geir Waage flytja fyrirlesturinn Reykholtsstaður í samhengi staðarmála og í október mun Bergljót S. Kristjánsdóttir dós- ent flytja fyrirlesturinn Ferskeytlur Steinunnar Finnsdóttur. 26. ágúst verður síðan haldið málþing um trú- arkveðskap miðalda. Þá verða í til- efni opnunar Snorrastofu þann 29. júlí haldnir norskir söguleikar um konungana Olaf Tryggvason og Olaf helga. Allir þessir viðburðir á vegum Snorrastofu rnunu eiga sér stað í safnaðarsal Reykholtskirkju fyrir hina formlegu opnun og eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.