Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 22

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 22
MENNINGARMÁL Uppbygging Snorrastofu í Borgarfirði Rannsóknir í sögulegu umhverfi Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu Markmió Snorrastofa er rannsóknarstofnun i miðaldaífæðum sem gegnir í meg- indráttum tvíþættu hlutverki. Ann- ars vegar ber henni að stuðla að rannsóknum í miðaldafræðum ásamt sögu Reykholts og Borgar- ijarðar. Hins vegar skal hún vinna að miðlun á þeirri þekkingu sem rannsóknir á þessum viðfangsefnum leiða í ljós. Hér er á ferðinni sjálfs- eignarstofnun sem styrkt er af flest- um sveitarfélaga Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, ríki og Reykholtskirkju. Verkefni stofnunarinnar eru eftirfar- andi: • Rannóknir • Sköpun vinnu- og gistiaðstöðu fyrir ffæðimenn og rithöfunda • Ráðstefnu-, námskeiða-, funda- og fyrirlestrahald • Uppbygging rannsóknarbóka- safns • Sýningarhald • Hugsanlega varsla fornminja í samvinnu við Þjóðminjasafn ís- lands Ný, vegleg bygging, sem valinn var staður við hlið hinnar nýju kirkju í Reykholti, mun hýsa mið- aldastofnunina frá og með 29. júli nk., en verið er að skipuleggja opn- unarhátíð þennan dag í samvinnu við kristnihátíðamefnd, tónlistarhá- tíðina Reykholtshátíð, ferðaþjónust- una Heimskringlu og fleiri aðila. í byggingunni verða skrifstofur starfsmanna, rannsóknarbókasafn, góð aðstaða fyrir fræðastörf, gesta- íbúð fyrir vísindamenn og rithöf- unda og verkstæði fyrir sýninga- og annan verkefnaundirbúning. Fyrírlestrar og málþing Á verkefnaskrá Snorrastofú hefúr fjölmargt verið. Haldnir hafa verið málfundir, fluttir stakir fyrirlestrar og starfrækt málstofa, en staðið er fyrir ýmsum uppákomum, t.d. fyrir- lestrum og málþingum, átta til níu sinnum á ári. I fyrirlestraröð með yfirskriftinni Fyrirlestrar í héraði er boðið upp á efúi sem bæði höfðar til fræðimanna og almennings. Meðal verkefna í vetur hafa verið fyrirlest- ur Árna Daníels Júlíussonar sagn- ffæðings, Staða borgfírskra bænda á síð-miðöldum, og tvö stutt málþing, annars vegar um dr. Jakob Bene- diktsson í tilefni þess að Snorrastofú var gefíð glæsilegt bókasafn hans og hins vegar um Málfríði Einars- dóttur rithöfúnd í tilefni þess að 100 ár em liðin frá fæðingu hennar. Ýmis verkefni em í undirbúningi og m.a. hafa eftirfarandi fyrirlestrar verið ákveðnir það sem eftir lifir þessa árs: 25. mars mun Már Jóns- son sagnffæðingur flytja fyrirlestur- inn Islandsklukkan og Ámi Magn- ússon, 3. maí mun sr. Geir Waage flytja fyrirlesturinn Reykholtsstaður í samhengi staðarmála og í október mun Bergljót S. Kristjánsdóttir dós- ent flytja fyrirlesturinn Ferskeytlur Steinunnar Finnsdóttur. 26. ágúst verður síðan haldið málþing um trú- arkveðskap miðalda. Þá verða í til- efni opnunar Snorrastofu þann 29. júlí haldnir norskir söguleikar um konungana Olaf Tryggvason og Olaf helga. Allir þessir viðburðir á vegum Snorrastofu rnunu eiga sér stað í safnaðarsal Reykholtskirkju fyrir hina formlegu opnun og eftir

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.