Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Page 11

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Page 11
KYNNING SVEITARFÉLAGA hreppi og Hvítársíðuhreppi um rekstur tveggja skóla, Kleppjárnsreykjaskóla og Andakílsskóla. I skólunum eru 140 nemendur skólaárið 1999-2000. Þá rekur sveitar- félagið tvo leikskóla, Andabæ á Hvanneyri op Hnoðraból í Reykholtsdal. A yfirstandandi ári hefjast framkvæmdir vegna stækkunar leikskólans á Hvanneyri. BorgarQarðarsveit er aðili að Tónlistarskóla Borgarfjarð- ar, Safnastofnun Borgarfjarð- ar, Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, Fjölbrautaskóla Vesturlands, Heilbrigðiseftir- liti Vesturlands, Skólaskrif- stofu Vesturlands, Eignar- haldsfélagi fyrir Vesturland, Slökkviliði Borgaríjarðardala, Simenntunarmiðstöð í Borgar- nesi, Upplýsinga- og kynning- armiðstöð Vesturlands, Sorp- urðun Vesturlands og Grund- artangahöfh. Félagsþjónustusamningur var fljótlega gerður við Borg- arbyggð en í tillögum samein- ingarnefndar var lagt til að íbúum sveitarfélagsins yrði tryggt aðgengi að félagsmála- fúlltrúa sem skapast með við- komandi samningi. Félags- Og menningarstarf- Húsafell og umhverfi séð til norðausturs. I fjarska fjallið Strútur og Eiríksjökull. Ljósm. Mats semi er í miklum blóma og Wlbe Lund' leggja ungmennafélögin þar mörg lóð á vogarskálar með æskulýðs-, íþrótta- og menningarstarfi, s.s. leiksýningum. Uppbygging Miklar vegaframkvæmdir standa yfir í Borgarfjarðar- sveit við Borgarfjarðarbrautina. í bókun í einni fundar- gerð hreppsnefndar kemur fram að þær framkvæmdir megi telja eitt allra brýnasta hagsmunamál Borgfírðinga. Þar segir m.a.: „Nýsköpun í atvinnulífi, öryggi vegfarenda, mögu- leikar á aukinni þjónustu og myndun samfélagsheildar í nýsameinuðu sveitarfélagi eru allt þættir sem grundvall- ast á úrbótum í vegamálum." Mörk sveitarfélagsins eru Borgarfjöröur og Hvítá i vestri og norðri, jöklar til austurs en Skorradalsháls, Skeljabrekkufjall og Hafharfjall í suðri/suðaustri. Mikilvægasta atvinnugreinin er landbúnaður en tæp- lega 42% íbúanna starfa innan þeirrar greinar og er byggðin að mestu dreifð. Fjölþættur búskapur er stund- aður hér, s.s. nautgripa-, sauðfjár-, svína-, kjúklinga- og hrossarækt, skógrækt og jarðyrkja. Ylrækt er talsverð enda er jarðhiti mjög víða á svæðinu. A Hvanneyri er einangrunarstöð fyrir alifúgla og á vegum Landbúnaðar- háskólans er stunduð loðdýrarækt. Á Hvanneyri var stofnaður búnaðarskóli árið 1889 og búvísindadeild á há- skólastigi árið 1947 og hinn 1. júlí 1999 var Landbúnað- arháskólinn stofnaður. Fjórir byggðarkjamar eru í sveitarfélaginu, á Hvann- eyri, í Bæjarsveit, á Kleppjámsreykjum og í Reykholti. Á Húsafelli er stærsti byggðarkjami sumarhúsa á svæð- inu; þar hefur verið unnið mikið brautryðjendastarf í uppbyggingu ferðaþjónustu. Þar er kjörland fýrir ferðalanga og göngufólk; sund- laug, golfvöllur og flugvöllur eru meðal afþreyingar- 5

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.