Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 32
MENNINGARMÁL Menning — búsetuþáttur og atvinnugrein Dr. Guðrún Helgadóttir menningarráðgjafi, þróunarsviði Byggðastofnunar Inngangur Hvað þýðir það þegar fólk svarar því til að aðgangur að menningu sé ákvarðandi um búsetu - hvað er það að rneina? Fleiri tónleika? Eða öðruvísi tónleika? Við vinnufélag- amir á þróunarsviði Byggðastofuun- ar vomm að reikna út hve oft íbúar Reykjavíkur fara á sinfóníutónleika og fengum út að það væri líklega sjöunda hvert ár (athugið að þama emm við landsbyggðarfólk meðtalin i menningarreisum okkar til Reykja- víkur). Líklega er það ekki bara þetta sem fólk á við með aðgangi að menningu, það er ekki endilega það sem kallað er hámenning eða fagur- listir heldur allt hitt sem líka er menning og meira áberandi í okkar daglega lífi en samkvæmt tölum Hagstofunnar fóru um 10% af einkaneyslu okkar í menningu árið 1997 (Ragnar Karlsson ritstj 1999). Það em hlutir eins og kvikmynda- hús, kaffihúsamenning með tónlist- arflutningi, ljóðakvöldum og alls kyns uppákomum, listmunir og svo vel hannað og fallegt umhverfi til að athafna sig í. Að ekki sé nú minnst á úrval sjónvarpsstöðva, góðan að- gang að Netinu og öðmm fjölmiðl- um sem em ríkjandi afl í menning- arlífinu. Menning er líka fræðsla um listir, sögu, vísindi og almenn um- ræða um þessi mál - og við megum ekki gleyma því að menningarstarf- semi á landsbyggðinni er öðmvísi en í borginni. Þátttaka virðist ennþá a.m.k. almennari á landsbyggðinni - ef eitthvað er i gangi (Guðrún Helgadóttir ritstj., óbirt). Hitt er annað mál hvort þessi al- menna þátttaka mælist með efna- hagslegum viðmiðum - hvar kemur það ffam í reikningshaldi að ákveð- inn íbúi í tilteknu sveitarfélagi í dreifbýli ekur að jafnaði 100 km á viku yfir vetrarmánuðina til að stunda kóræfíngar? Og hver hefur efnahagslegan ávinning af þessu at- hæfí mannsins? Bensínstöð og bíla- verkstæði koma vissulega fýrr upp í hugann en menningarstofnanir við- komandi sveitarfélags - hvað þá heldur kórinn sem hann syngur í. Þegar hugað er að efhahagslegum ávinningi af menningarstarfsemi beinast sjónir rnanna einkum að tvennu; ferðaþjónustunni og afþrey- ingariðnaðinum. En reyndar fer þetta tvennt mjög saman, ferða- menn, innlendir sem erlendir, skoða menningarminjar, nýta sér aðstöðu til menningarstarfsemi og taka þátt í menningarviðburðum - en heima- menn stunda það einnig sér til af- þreyingar. Þar kemur að þeim efha- hagslega ávinningi sem erfitt er að slá mælistiku á, hlut menningar í ánægju með búsetuskilyrði og þar af leiðandi ákvörðunum einstaklinga og fýrirtækja um aðsetur sitt. Tilgátur um samband menningar og efnahags- lífs Joachim Kreutzkam (1999) ritar um menningu sem efnahagslegan þátt í evrópsku samfélagi nýlega og setur ffam sjö tilgátur um þær hindr- anir sem eru á veginum við skipulag menningarmála miðað við það sam- band sem menning og efnahagsmál standa nú í. í fyrsta lagi minnir hann á að menning í sinni víðtæku merkingu er einn af þrem burðarásum hvers samfélags en hinir eru efhahagur og stjórnmál - og allir eru innbyrðis háðir. Þannig stoðar lítið að vinna að þróun samfélags með einhlítri áherslu á einn þessara burðarása. Þessi tilgáta er studd þeim rann- sóknum á búsetumynstri sem t.d. er vitnað til í rannsókn Stefáns Olafs- sonar (1997) og þeim áherslum á menningarmál sem víða hafa verið lagðar í byggðarþróun, t.d. hérlend- is, sbr. þingsályktun um stefnu í byggðamálum fýrir árin 1999-2001. Markmið tillögunnar er að fjölga íbúum landsbyggðarinnar um 10% fyrir 2010. Þar segir einmitt í 10. grein að auknu fé skuli verja til hvers konar menningarstarfsemi á landsbyggðinni. Önnur tilgátan er sú að hin margræða og jafnvel óljósa staða menningar í samfélagi nútímans stafi af því að efhahagsleg einstakl- ingshyggja sé enn ríkjandi gildis- mat. Þannig hafi vægi menningar og lista í gildismati samfélagsins í nú- tímanum minnkað miðað við vægi visinda og tækni. Kreutzkam (1999) telur þetta tímabundið ástand; margt bendi til að þetta gildismat sé á und- anhaldi og meira jafnvægis muni gæta í framtíðinni milli þessara þátta. Ýmsar framtíðarspár hníga í þessa átt að komandi kynslóð leggi minna upp úr efnislegum gæðum, einstaklingshyggja muni enn ríkja, en skilgreining á lifsgæðum muni taka meira mið af andlegum og fé-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.