Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 17
MENNINGARMÁL milli þeirra mörkuð. Á leiðinni mun einnig gefa á að líta „ljóðastólpa“ og „sögustólpa" þar sem greint er frá gömlu útræði og upphafi verslunar á Akranesi. Gefið verður út leiðarkort um verkin og önnur útilistaverk á Akranesi. Viltu vita meira: www.akranes.is BORGARFJARÐARSVEIT Björk, íslensk tónlistarhefð og áhrif hennar á dægur- tónlist okkar daga 16.-25. ágúst I Reykholti í Borgarfjarðarsveit munu Raddir Evrópu (Voices of Europe) ásamt Björk Guðmundsdóttur dvelj- ast dagana 16.-25. ágúst árið 2000. Þar mun kórinn stunda æfingar fyrir tónleika sína í öllum menningar- borgunum. Af þessu tilefni verður í Reykholti haldin málstofa um tónlistarferil Bjarkar. Þar verður fjallað um rætur tónlistar Bjarkar í íslenskri tónlistarhefð og áhrif hennar á aðra tónlistarmenn. Björk hefur vakið heimsat- hygli með listsköpun sinni og hún hefur vakið ómælda athygli á landi og þjóð. Ljóst er að hún hefur unnið dijúgt landkynningarstarf og eflaust rutt brautina á er- lendum vettvangi fyrir marga aðra íslenska listamenn. I Reykholti verða verk Bjarkar skoðuð í tali og tónum af fræðimönnum, vinum og samheijum í listinni. Viltu vita meira: www.borgarfjordur.is EYRARSVEIT/GRUNDARFJÖRÐUR Sagan lifi! maí-júní Verkefnið felst í merkingu sögufrægra staða í Eyrar- sveit. Á Öndverðareyri verða merktar rústir landnáms- manns er Vestarr hét. Afkomendur hans koma mjög við sögu í Eyrbyggju og er þar ffægastur Steindór á Eyri. Þama er einnig að frnna rústir kirkju ffá 11. öld og rústir sem rekja má til Sturlungaaldar. Á Grundarkampi við austanverðan Gmndarfjörð em minjar hins foma Gmnd- arfjarðarkaupstaðar sem þar átti að byggjast upp sam- kvæmt tilskipun Danakonungs 1786. Til er skipulags- uppdráttur af svæðinu, sá elsti sem varðveist hefur í landinu. Við báða þessa sögustaði í Eyrarsveit verða sett upp skilti úr varanlegu efni. Á skiltunum verða upp- drættir og stutt lýsing eða söguskýring á tveimur tungu- málum. Verkefni þetta verður unnið í samvinnu við Þjóð- minjasafn Islands og minjavörð Vesturlands og Vest- fjarða. Viltu vita meira: http://www.grundarfjordur.is DALABYGGÐ/EIRÍKSSTAÐANEFND Hátíð Leifs heppna 11.-13. ágúst Hátið Leifs heppna á Eiríksstöðum í Haukadal í Dala- sýslu verður einkum helguð landafundum Leifs Eiríks- sonar árið 1000 og landnámi Eiríks rauða á Grænlandi. Jafnffamt verður Laxdæla sögu og helstu kvenskömng- um Dalanna á landnámsöld gerð góð skil; Þjóðhildi konu Eiriks rauða, Auði djúpúðgu og Guðrúnu Ósvífursdóttur. Hátið Leifs Eiríkssonar er fjölskylduhátíð og verða böm hvött til þátttöku með því að kynna þeim leiki og spil frá fyrri tímum, gefa þeim kost á að finna Vínland o.fl. Nor- rænir og grænlenskir handverksmenn og víkingar munu sýna verklag forfeðranna, leiksýningar er tengjast Leifi og öðmm söguhetjum Dalanna verða í boði og lifandi tónlistarflutningur við hæfí allra aldurshópa. Á Eiríksstöðum, líklegum fæðingarstað Leifs heppna, rís nú skáli Eiríks rauða, eftirmynd víkingaskála sem þar stóð á 9. öld. Viltu vita rneira: www.dalir.is VESTURBYGGÐ Listvinahús kennt við Jón úr Vör - opnun 4. júní Jón úr Vör, eitt af þekktustu ljóðskáldum Islendinga á þessari öld, fæddist á Patreksfirði árið 1917 og lést hinn 4. mars á þessu ári. Ljóðabókin Þorpið ffá 1946 skipaði Jóni í framvarðarsveit ljóðskálda og sveitungar hans munu opna sérstakt listvinahús til þess að heiðra minn- ingu skáldsins á sjómannadaginn. Þar verður vinnuað- staða fyrir rithöfunda og aðra listamenn sem vilja nýta vestfirska strauma til andans verka. Viltu vita meira: e-mail: vesturb@snerpa.is ÍSAFJARÐARBÆR Menningarveisla 17.-25. júní Nálægð manneskjunnar við mikilfenglega náttúm hef- ur skapað ísafjarðarbæ sterka sögu og menningu sem er lýsandi fyrir íslenska atorku. Tónlist, leiklist, myndlist, saga og náttúra munu setja svip sinn á vikuna. Þjóðhátíð- in i ísafjarðarbæ verður haldin á Hrafhseyri við Amar- fjörð 17. júní. Vestfirskir stjómmálamenn hafa sett svip sinn á Alþingi íslendinga í aldanna rás, opnuð verður sýning á sögu þeirra og dagskrá í tengslum við hana. Stefnt er að því að opna safhahús í „Gamla sjúkrahús- inu“ sem Guðjón Samúelsson teiknaði en það hefur ver- ið í endurbyggingu undanfarin ár. Á kvennadaginn 19. júní verður haldið málþingið „Staða kvenna um aldamót í sögulegu samhengi". Sögusýning verður í tengslum við þingið. Landsfrægir ísfírskir tónlistarmenn munu halda stórtónleika í íþróttahúsinu á Torfhesi. Tónlistarfólk frá Krakow, einni af menningarborgum Evrópu árið 2000,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.