Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 62
ERLEND SAMSKIPTI
samtök sjálfboðaliða haft forgöngu um verkefni sem
fólgið eru í því að fjánnagna andlitslyftingu og jafhvel
meiri háttar endurbætur á gömlum, sögulegum húsum
og húsaþyrpingum. Einstaklingum, t.a.m. eldri borgur-
um sem búa við þröngan fjárhag, er gert kleift að
snurfusa eignir sínar sem ella myndu grotna niður af
viðhaldsleysi. Samtökin fá i lið með sér opinberar stofn-
anir og einkafyrirtæki, sem sjá sér í hag í verkefhum af
þessum toga því þeim fylgja eftirsóknarverðar skatta-
ívilnanir.
Við fengum einnig tækifæri til að sjá dæmi um endur-
gert iðnaðarhúsnæði, sem eitt sinn hafði gegnt hlutverki
bómullarverksmiðju. Nú mátti sjá þar glæsilegar skrif-
stofúr í bland við litlar og stórar íbúðir með sameigin-
legri útisundlaug og æfingasal, svo fátt eitt sé nefnt.
Húsakynnin voru endurgerð með tilliti til fortíðar húss-
ins, gamlir vélarhlutir og tæki verksmiðjunnar prýddu
almenninga auk þess sem veggir og gólf fengu að halda
gömlu og snjáðu útliti sínu. Að mínu mati hefúr þama
tekist að blanda saman nútíð og fortíð á einstaklega
skemmtilegan hátt.
Hugmyndin að endurgerð bómullarverksmiðjunnar
kom frá bandarisku fyrirtæki sem sérhæfir sig í verkefn-
um af þessu tagi víða um heim með þátttöku ólíkra fjár-
festa. Forsvarsmaður fyrirtækisins sýndi okkur einnig
næsta verkefni á dagskrá, gamla niðursuðuverksmiðju,
sem reist var í borginni í upphafí aldarinnar. Verksmiðj-
an hefúr staðið auð í áraraðir og við fyrstu sýn virðist
fátt annað nýtanlegt en útveggimir. Engu að síður stefna
hugmyndasmiðimir að því að innan tveggja ára verði
búið að breyta henni í eftirsóknarverðar íbúðir og versl-
anir í anda bómullarverksmiðjunnar fyrmefndu. Áætlað
er að verkið kosti ríflega þijá milljarða íslenskra króna
og er búið að fjármagna það með þátttöku tuttugu mis-
munandi aðila, jafht opinberra stoíhana sem einkafyrir-
tækja.
Haldið heim á leiö
Eftir fimm daga dvöl í New Orleans var kominn tími
til að kveðja ferðafélagana og halda heim á leið. Þriggja
vikna samvera var á enda og vissulega eftirsjá í því þótt
gamla máltækið „heima er best“ standi alltaf fyrir sinu
eftir langt ferðalag. Gestrisni Bandaríkjamanna er mikil
og skipulagshæfhi þeirra aðdáunarverð. Á ferð okkar sát-
um við á fimmta tug funda og hittum ógrynni af fólki
sem miðlaði okkur af reynslu sinni. Vakti það aðdáun
mina að dagskráin fór aldrei úr skorðum.
Það mun taka dágóðan tíma að vinna úr öllu því sem á
daga mína dreif þessar fyrstu vikur ársins. Tíminn mun
leiða í ljós hvort í farteski mínu leynast töffalausnir til
handa islenskum sveitarfélögum þótt í svipinn sé það
harla óliklegt. En í þessu greinarkomi hef ég einungis
minnst á brot af öllu því sem fyrir augu og eyru bar í
ferðinni og vil ég gjaman miðla samstarfsfólki mínu í
sveitarstjómum af reynslu minni. Því hvet ég ykkur til að
hafa samband við mig ef einhverjar spumingar skyldu
vakna við lestur þessarar greinar og mun ég svara þeim
eftir bestu getu.
Að endingu vil ég koma á ffamfæri kæm þakklæti til
Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir veitta aðstoð við
undirbúning ferðarinnar.
Skólinn í brennidepli
- norræn námsstefna
í Vasa í Finnlandi
11.-13. maí
í háskólanum í Vasa í Finnlandi
verður dagana 11.-13. maí nk. hald-
in norræn námsstefna sem kölluð er
Skólinn í brennidepli - skapandi
þróunarstarf í skólamálum á Norð-
urlöndum.
Námsstefnan er ætluð kjörnum
sveitarstjórnarmönnum og starfs-
mönnum sveitarfélaga og skóla-
skrifstofa, stjómendum skóla, for-
ustumönnum kennarasamtaka en er
einnig opin öðmm sem áhuga hafa á
skólamálum.
Á námsstefnunni flytja fræði-
menn á sviði uppeldis- og skóla-
mála erindi um hina ýmsu þætti
skólastarfsins og fulltrúar norrænu
sveitarfélagasambandanna skiptast á
skoðunum um efni eins og skóla
framtíðarinnar, símenntun og
„Draumsýn okkar um skóla og
menntun“. Um það efhi er dr. Gerð-
ur G. Oskarsdóttir fræðslustjóri
meðal ffamsögumanna.
í annan stað fer námsstefnan ffam
í umræðuhópum. í þeim verður m.a.
Qallað um tengsl skóla og atvinnu-
lífs, verknám, upplýsingasamfélagið
og menntun kennara. Ennffemur um
þætti eins og mat á skólastarfi og
einelti og kynntar verða niðurstöður
tilrauna í skólastarfi víðs vegar á
Norðurlöndum og á Italíu.
Þátttakendum gefst tækifæri til að
heimsækja skóla þar sem leikskóli
og grunnskóli em í samstarfi svo og
verknámsskóla.
Þátttökugjald á námsstefhunni er
2.928 finnsk mörk eða um 35 þús.
ísl. kr. og flugfargjald frarn og til
baka til Vasa kostar um 68 þús.
krónur.
Nánari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu sambandsins.
56