Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 53
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM
Við sundlaug Grímseyinga var slegið upp tjaldbúðum fyrir fulltrúa á aðalfundinum.
Ámi Steinar Jóhannsson ávarpaði
þingið sem nýliðinn í þingmanna-
hópnum. Hann greindi frá áherslu
sinni á byggðamál og undirstrikaði
þann vanda sem íylgir örum vexti
höfuðborgarsvæðisins fyrir þá sem
þar búa. Þá óskaði hann góðs sam-
starfs við Eyþing.
Aögeröir í byggöamálum
á nýrri öld
Bjarki Jóhannesson, forstöðu-
maður þróunarsviðs Byggðastofn-
unar, ræddi í erindi sfnu um það
byggðamunstur sem nú ríkir og um
nauðsyn þess að draga af því álykt-
anir til að byggja á framtíðaraðgerð-
ir og skipulag. Ný tækni kalli á nýj-
ar lausnir. Hann taldi að undirrót
fólksflutninganna lægi að stórum
hluta í tæknivæðingu í landbúnaði
og sjávarútvegi (veiðum og
vinnslu). Vægi þekkingar og mennt-
unar valdi fækkun í frumgreinunum
og tilfærslu til þekkingargeirans,
sem að stómm hluta er á höfuðborg-
arsvæðinu. Hann ræddi um nýjar
leiðir í byggðamálum og nauðsyn
þess að laga byggðastefnuna að
upplýsinga- og þekkingarþjóðfélag-
inu. Örva þurfi frumkvæði, rann-
sóknarstörf og þróunarverkefni utan
höfúðborgarsvæðisins. Loks fjallaði
Bjarki um byggðaaðgerðir í ná-
grannalöndunum.
Upplýsingatækni og
byggóamál
Bjami Kristinsson, ffamkvæmda-
stjóri Reksturs og Ráðgjafar Norð-
urlands, ræddi í upphafi máls síns
um gjaldskrá fyrir gagnaflutning og
áhrif hennar á samkeppnismögu-
leika fyrirtækja úti á landsbyggðinni
hvað varðar gagnaflutning og sam-
skipti. Bjami fjallaði m.a. um fjölg-
un starfa í tengslum við upplýsinga-
tæknina, lög og reglugerðir og ýmis
tæknileg atriði. Þá fjallaði hann um
möguleg verkefni, bæði í einka-
rekstri og í starfsemi ríkisins. Hann
benti á að það em einkafyrirtæki, en
ekki ríkisstofnanir, sem em í forystu
um að byggja upp þjónustu á lands-
byggðinni með notkun nýrrar tækni.
Sveitarfélögin og lands■
hlutasamtökin í breyttu
umhverfi
Þorvaldur Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri SSA, fjallaði um nýja
kjördæmaskipan og um hlutverk
landshlutasamtaka sveitarfélaga.
Meðal annars ræddi hann hugsan-
lega breytingu á landshlutasamtök-
unum vegna breyttrar kjördæma-
skipunar. Lagði áherslu á að öflug
sveitarfélög em nauðsynlegur bak-
hjarl landshlutasamtakanna. Gerði
grein fyrir góðri samstöðu sveitarfé-
Skarphéöinn Sigurðsson, oddviti Bárðdælahrepps og stjórnarmaður í Eyþingi, og Val-
gerður Sverrisdóttir, alþingismaður og nú einnig iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Pétur
Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings, tók myndirnar sem frásögninni fylgja.