Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 40
MENNINGARMAL Móðurfonnin fyrir bronsformin vann ég sjálf í mæli- kvarða 1:1 í gifs. Formin voru síðan send í bronssteypu til fyrirtækisins Pangolin i Englandi sem er framúrskar- andi á þessu sviði. Með því ferli fylgdist ég náið og fór í nokkrar ferðir á mismunandi stigum vinnslunnar. Guðrún Jónsdóttir arkitekt teiknaði umhverfi myndar- innar og skeifulagað formið sem myndin stendur á. Um lýsingu myndarinnar sá Rafhönnun hf. Daði Ágústsson. Olafur Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, sýndi verkinu mikinn áhuga allt ffá upphafi og var það sam- starf mjög gott. Það má einnig segja um alla aðra sem komu nærri þessu verki, en þeir voru margir og ekki all- ir nefndir hér. Myndin var vígð 20. júni 1999. Menningarlegur stórhugur Að lokum vil ég koma að þeim menningarlega stór- hug, sem sveitarfélögin sýna með metnaði sinum að fara af stað með samkeppni af þessu tagi til að fegra um- hverfi sitt. Listskreytingasjóður styrkir svona framkvæmdir að hálfu, með þvi skilyrði að rétt sé að málum staðið, í samráði við SIM. Það er ekki á hverjum degi að myndlistarmönnum gefst tækifæri til að glíma við svona stór verkefni, hvað þá tvö á nánast sama tíma. Ég er afar þakklát fyrir að hafa orðið fyrir valinu. Þetta var ánægjuleg reynsla í báðum tilfellum. UMHVERFISMÁL Samráðsnefnd sambandsins og Skógræktarfélags íslands Af hálfú stjómar sambandsins og stjómar Skógræktar- félags íslands hefur verið ákveðið að framlengja það samstarf sem verið hefúr milli þessara samtaka um skeið í formi samráðsnefndar. Stjórn sambandsins hefur tilnefnt Sæmund K. Þor- valdsson á Núpi, bæjarfúlltrúa í ísafjarðarbæ, og Maríu Önnu Eiríksdóttur, hreppsnefndarfúlltrúa í Gerðahreppi, í samráðsnefndina og af hálfu Skógræktarfélags íslands eru í nefndinni Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, Sigríður Jóhannsdóttir í Kópavogi, gjaldkeri félagsins, og Sigurður Amarson, kennari á Skriðdal á Fljótsdalshéraði. Áburðarverksmiðjan hf. ffamleiðir íslenskan áburð sem hentar íslenskum aðstæöum. Áburöur frá Áburðarverksmiðjunni er snauöur af mengandi þungmálmum sem valda spjöllum á náttúrunni og uppleysanleiki hans tryggir góða nýtingu í því kalda loftslagi sem hér rikir. Áburðarverksmiöjan hf. Gufunesi -128 Reykjavík - www.aburdur.is Sími 580 3200 ■ Fax 580 3209 - Forsœ/ þjúnusta viö bœndur i 45 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.