Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 33
MENNINGARMÁL lagslegum gæðum. Ungt fólk virðist vera að hverfa frá skipuiagðri og formbundinni félagsstarfsemi, svo sem ungmennahreyfingum og stjórnmálasamtökum, en leggur meiri áherslu á sveigjanleika, val- kosti og einstaklingsbundið fram- boð. Einnig benda niðurstöður rann- sókna til þess að konur vilji Qöl- breyttara framboð menningar en karlar (Bjarki Jóhannesson, 1998). Síðasta atriðið er mikilvægt þegar tekið er tillit til þeirrar þróunar t.d. í Bandaríkjunum að konum í fyrir- tækjarekstri, sérstaklega rekstri smáfyrirtækja, fjölgar mjög hratt þannig að nýsköpun í atvinnulífi á mikið undir þátttöku kvenna (Women’s Business Institute, 1997). Þriðja tilgátan leiðir í raun af hinni íyrri, að til þess að átta okkur á menningu sem efnahagslegum þætti verðum við að hafa fullan skilning á menningarlegum og efha- hagslegum félagskerfum og sam- spili þeirra. Bæði hugtökin eru víð- tæk þannig að hugmyndin um menningu sem efnahagslegan þátt getur haft þrjár hliðar ef svo má segja. Menning sem þáttur í efna- hagslífi svæðis eða þjóðar; menning sem hvati íyrirtækja og fjárfesta til athafna á viðkomandi svæði og menning sem sameiginlegt viðmið fyrir öll félagskerfi svæðisins eða þjóðarinnar (Kreutzkam, 1999). Fjórða tilgátan er að fullyrðingin menning sem efnahagslegur þáttur þýði fyrst og fremst að menningar- starfsemi sé hluti af þjóðarfram- leiðslunni, hluti af hagkerfi svæðis- ins. En hvemig skyldi menningar- atvinnugreinin vera að þróast á íslandi? Hlutur fjölmiðlunar og menningar í landsframleiðslu var 1,6% 1984 en 2,17% árið 1995 samkvæmt tölum ffá Þjóðhagsstofh- un og Hagstofu sem nýlega voru gefnar út. Þróun ársverka síðan 1980 var þannig að þeim fjölgaði úr 1745 árið 1980 í 3452 ársverk árið 1996, þannig að fjöldi ársverka á þessu sviði tvöfaldaðist á tímabilinu (Ragnar Karlsson ritstj., 1999). Það sér ekkert fyrir endann á þessari þróun, verið að byggja kvikmynda- ver fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað, söfnum fer sífellt fjölgandi, hönnuð- um og listamönnum fjölgar stöðugt, svo og þeim sem hafa atvinnu af skipulagningu menningarstarfs. Söfn, útgáfufyrirtæki og sjálfstætt starfandi listafólk em dæmi um fyr- irtæki og stofnanir sem greiða laun og skatta og em þar með hluti af at- hafnalífi svæðisins. Þessi athafna- semi nýtist ekki eingöngu íbúum svæðisins heldur laðar athafnalíf á menningarsviði öðru fremur gesti, ferðamenn á svæðið - sem eru tekjulind fyrir fleiri rekstraraðila. Fimmta tilgátan vísar aftur til þess sem vikið var að í upphafi að menning er meðal þeirra þátta sem gera samfélag ákjósanlegt til búsetu; menningarstofnanir og -starfsemi eru hluti þeirrar innri gerðar eða gangvirkis sem laðar fólk, fjárfesta og fyrirtæki að svæðinu (Kreutzkam, 1999). Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós um byggðamál er að menning er meðal þeirra þátta sem fólk nefnir sem áhrifavald þegar teknar em ákvarð- anir um búsetu (Stefán Ólafsson, 1997). Eitt leiðir af öðm, fyrirtæki sem er staðsett í ákjósanlegu bú- setuumhverfi getur laðað til sín starfsfólk sem á margra kosta völ. Sjötta tilgátan er sú að hver sá sem sér ástæðu til þurfi að geta nýtt sér þjónustu og afúrðir menningar- starfseminnar. Það er að einstakl- ingar i öllum samfélagshópum, stofnanir, samtök og fyrirtæki eigi aðgang að þessum þætti efnahags- lífs og lífsgæða. Sjöunda tilgáta Kreutzkam (1999) er að brýnasta verkefni þeirra er vinna að menningarmálum sé að auka meðvitund almennings um stöðu og mikilvægi menningar í efnalegu og félagslegu tilliti. Menn- ingarstofnanir og menningarstarf- semi má því ekki einskorðast við að sinna þörfúm þeirra sem þegar eru viðskiptavinir, en verður að miða að því að fleiri meti menningu sem einn af burðarásum samfélagsins. „í framtíðinni höfúm við engin efhi á að vanmeta menningu. Annars stefhum við efhahags- og stjómkerfi okkar í þá hættu að lærdómar verða ekki dregnir af skynsemi manna heldur af áfalli - en þá verður ef til vill of seint að læra“ (Kreutzkam, 1999, bls. 27). Þessi varnaðarorð eru gömul sannindi sem þjóðir og samfélagshópar uppgötva aftur og aftur á ögurstundu; ef við lítum um öxl til sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar sjáum við greinilega skerf lista og menningar - bók- menntir, handlistir, myndlist og tón- list endurspegluðu og efldu sjálfs- mynd þjóðarinnar á þeim breytinga- timum. Á það hefur einnig verið minnt að menning gegnir mikil- vægu hlutverki í eflingu byggðar þar sem menningarstarf styrkir fé- lagslega þætti hvers byggðarlags (Valgerður Sverrisdóttir, 1999). Hér er einnig bent á að menning er ekki einungis til félagslegrar og andlegr- ar uppbyggingar, heldur einnig efnahagslegrar. Dæmi um áherslur á mermingu í efnahagslegri uppbyggingu Víða hefur verið lögð nokkur áhersla á menningarmál i efnahags- legri uppbyggingu eða byggða- stefnu þjóða og svæða. Áherslan á menningarmál tengist gjarna hug- myndum um að auka fjölbreytni at- vinnulífs í anda sjálfbærrar þróunar, s.s. að byggja atvinnulíf á sérstöðu svæða. Má t.d. minna á að ESB hef- ur skilgreint menningarmál sem lið í byggðastefnu undir Markmið 5b Þróun og grunnbreyting í dreifbýli, en þar er meðal annars bent á hlut menningarmála í uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra í kjölfar breyttra atvinnuhátta í dreifbýli. Af einstökum dæmum um áætl- anir um þátt menningar í efhahags- 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.