Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Síða 70

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Síða 70
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Magnús Már Þorvaldsson sveitarstjóri Þórshafnarhrepps Magnús Már Þorvaldsson hef- ur verið ráðinn sveitarstj óri Þórshafnar- hrepps frá 1. nóvember 1999. Magnús er fædd- ur á Akureyri 11. janúar 1958. For- eldrar hans eru Kolbrún M. Krist- jánsdóttir húsmóðir og Þorvaldur Nikulásson, lengst af verkstjóri hjá Landssíma íslands á Akureyri. Magnús lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1981, stundaði nám í félags- og sálarfræði við Háskólann í Lundi 1981-1982 og í byggingarlist við Lunds Tekniska Högskola frá 1983 og starfaði siðan i Svíþjóð til ársins 1989. A sumrum starfaði Magnús Már hjá Landssímanum en eftir að heim var kornið starfaði hann hjá Svani Eiríkssyni, arkitekt á Akureyri. Asamt hönnunarstarfi vann hann sem leiðbeinandi við Verkmennta- skólann á Akureyri (VMA) þar sem hann kenndi m.a. iðnteikningu húsasmiða. Magnús Már hefur starfað mikið að félagsmálum á Akureyri, m.a. hjá Knattspyrufélagi Akureyrar (KA) sem framkvæmdastjóri knatt- spymudeildar og frá árinu 1994 að ferðamálum. Kunnur varð hann fyr- ir störf sin í þágu hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Akureyri þar sem hann stýrði stórhátíðum, þ. á m. fjölskylduhátíðinni „Halló Akur- eyri“ í sex skipti um verslunar- mannahelgar. Einnig hefur hann stýrt stórum knattspyrnumótum í þágu félags síns, KA, og öðmm við- burðum. Eiginkona Magnúsar er Dagný Sigriður Sigurjónsdóttir meðferðar- fulltrúi. Þau eiga þrjú böm, auk þess á hann tvö börn frá fyrra hjóna- bandi. Dagný á auk heldur einn son. Róbert Ragnarsson ferðamála- og markaðsfulltrúi Grindavíkur Róbert Ragn- arsson hefur ver- ið ráðinn ferða- mála- og mark- a ð s f u 111 r ú i Grindavíkur frá 1. júní sl. en þar hefur ekki starf- að ferðamálafulltrúi áður. Róbert er fæddur i Keflavík 24. mars 1976 og alinn þar upp að und- anskildum sex ámm er hann var i Reykjavík og í Lúxemborg. Foreldr- ar hans em Rósamunda Rúnarsdótt- ir og Ragnar Marinósson og stjúp- móðir Olöf G. Leifsdóttir. Ragnar var lengi formaður íþróttabandalags Keflavíkur og starfaði fyrir Knatt- spymusamband Islands (KSI). Róbert lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1996, stundaði nám i stjómmálafræði við Háskóla íslands og hefur lokið tveimur ámm af þremur. Hann hef- ur annast kennslu með námi bæði í Grindavík og í Mýrarhúsaskóla á Seltjamamesi, einnig unnið töluvert í þágu fatlaðra einstaklinga. Unnusta Róberts er Valgerður F. Ágústsdóttir, stjómmálafræðinemi frá Geitaskarði í Langadal. ÝMISLEGT Birkir Jón Jónsson aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra Biridrer fædd- ur á Siglufírði 24. júlí 1979. For- eldrar hans eru Björk Jónsdóttir, bankastarfsmaður á Siglufírði, og Jón Sigurbjömsson, framkvæmda- stjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Siglufirði. Birkir lauk námi af hagfræðibraut við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra vorið 1999 og hóf nám í stjómmálafræði við Háskóla íslands sl. haust. Hann hefur lokið liðs- heildamámskeiði frá Endurmennt- unarstofnun Háskóla Islands eins og flestir aðrir starfsmenn félagsmála- ráðuneytisins. Hann hefur starfað í Sparisjóði Sigluljarðar sl. þrjú sumur og um jól og páska. Birkir Jón hefur starfað innan Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) sl. tvö ár, er í stjóm SUF og í stjórn Félags ungra framsóknar- manna á Siglufirði. Hann er ókvæntur og á ekki böm. Flogií o^fundað r Hafðu strax s ^ tölvunóstur: allt er tiTmðu á fundarstað ! samband við okkur í síma 570 3606 ' tölvupóstur: flugkort@airiceland.is FLUGFÉLAG ÍSLANDS Flugfélag (slands, Reykjavíkurflugvelli, slmi 570 3030, Fyrirtækjaþjónusta Flugfélagsitts fax 570 3001, www.flugfelag.is 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.