Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 14
MENNINGARMÁL Borg og landsbyggð Samstaða um menningu og náttúru Þórunn Sigurðardóttir, stjómandi Reykjavíkur Menningarborgar Evrópu árið 2000 Það var í byrjun vetrar að fulltrúar Reykjavíkur Menningarborgar Evrópu og fríður flokkur sveitar- stjórnarmanna og kraft- mikils framkvæmdafólks víðs vegar að af landinu komu saman til fundar á Höíh í Homafirði. Tileíhið var að staðfesta samstarf sem óhikað er hægt að segja að marki viss tíma- mót í íslensku menningar- lífi. Við hjá Menningarborg tókum snemma þá ákvörð- un að óska eftir framlagi frá sveitarfélögunum til menningarársins og undir- strika þar með þá stað- reynd að Reykjavík er fyrst og fremst höfuðborg allra landsmanna. Sá mikils- verði titill sem Reykjavík nú nýtur sem ein af menn- ingarborgum Evrópu árið 2000 á þannig að verða sóknarfæri til eflingar menningar- og mannlífs á öllu landinu. Eins og við var að búast tóku heimamenn á Höfn á móti fulltrúum 29 sveitar- félaga og stofhana af mik- illi rausn og var skrifað undir samstarfssamninga á eftirminnilegum fundi á Hótel Höfn. Þegar þetta er skrifað hafa alls 31 sveitar- félag og stofnanir tekið áskorun um samstarf við Menn- ingarborgina. Samstarfsverkefnin eru 33 talsins en ein- stakir viðburðir telja á ann- að hundrað. Nokkur verk- efni eru þegar hafin en þorri viðburðanna mun þó verða yfir hásumarið. Við- burðimir spanna vítt svið, allt frá galdrasýningu til gjörnings fyrir togara og olíutunnur en það sem sameinar flest þessi verk- efhi er nálægðin við mikil- fenglega en oft og tíðum óútreiknanlega náttúru. ís- landssagan er víða í for- grunni í þessum verkefn- um: landafundir, söguöld, heimskautaferðir, en líka er litið til framtíðar í verkefn- um þar sem börn koma mjög við sögu. Borgarstjórinn í Reykja- vík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, kom til fundar á Höfh og sagði af því til- efni að samstarfið við sveitarfélögin á menningar- borgarári væri mjög mikil- vægt því Reykjavík sem höfuðborg eigi að vinna í tvær áttir; annars vegar á hún að vinna gagnvart út- löndum, vera brimbrjótur- inn út á við og kynna ís- lenska menningu erlendis. Hins vegar er mikilvægt að Reykjavík vinni líka inn á við og rækti samstöðuna með sveitarfélögum á land- inu öllu. Einar Njálsson, bæjarstjóri í Grindavík, talaði fyrir munn fúndannanna allra þegar hann lýsti ánægju sinni með framtakið og ít- Menningarborgarárið hófst með glæsibrag hinn 29. janúar sl. þegar hátt á annað hundrað viðburðlr voru í boði um alla borg. Gríðarlegur mannfjöldi heimsótti þá rúmlega 80 staði sem voru opnir og víða var heitt á könnunni. í sundlaugum borgarinnar var fjölbreytt dagskrá og ókeypis aðgangur eins og á alla aðra viðburði þennan dag. Hér sést vatnadísin KELA svífa yfir Laugardalslaug sundlaugargestum tll óblandlnnar ánægju. KELA mun birtast aftur þegar vorar og ísa leysir af vötnum. Ljósm. Geir Ólafsson. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.