Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Page 14

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Page 14
MENNINGARMÁL Borg og landsbyggð Samstaða um menningu og náttúru Þórunn Sigurðardóttir, stjómandi Reykjavíkur Menningarborgar Evrópu árið 2000 Það var í byrjun vetrar að fulltrúar Reykjavíkur Menningarborgar Evrópu og fríður flokkur sveitar- stjórnarmanna og kraft- mikils framkvæmdafólks víðs vegar að af landinu komu saman til fundar á Höíh í Homafirði. Tileíhið var að staðfesta samstarf sem óhikað er hægt að segja að marki viss tíma- mót í íslensku menningar- lífi. Við hjá Menningarborg tókum snemma þá ákvörð- un að óska eftir framlagi frá sveitarfélögunum til menningarársins og undir- strika þar með þá stað- reynd að Reykjavík er fyrst og fremst höfuðborg allra landsmanna. Sá mikils- verði titill sem Reykjavík nú nýtur sem ein af menn- ingarborgum Evrópu árið 2000 á þannig að verða sóknarfæri til eflingar menningar- og mannlífs á öllu landinu. Eins og við var að búast tóku heimamenn á Höfn á móti fulltrúum 29 sveitar- félaga og stofhana af mik- illi rausn og var skrifað undir samstarfssamninga á eftirminnilegum fundi á Hótel Höfn. Þegar þetta er skrifað hafa alls 31 sveitar- félag og stofnanir tekið áskorun um samstarf við Menn- ingarborgina. Samstarfsverkefnin eru 33 talsins en ein- stakir viðburðir telja á ann- að hundrað. Nokkur verk- efni eru þegar hafin en þorri viðburðanna mun þó verða yfir hásumarið. Við- burðimir spanna vítt svið, allt frá galdrasýningu til gjörnings fyrir togara og olíutunnur en það sem sameinar flest þessi verk- efhi er nálægðin við mikil- fenglega en oft og tíðum óútreiknanlega náttúru. ís- landssagan er víða í for- grunni í þessum verkefn- um: landafundir, söguöld, heimskautaferðir, en líka er litið til framtíðar í verkefn- um þar sem börn koma mjög við sögu. Borgarstjórinn í Reykja- vík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, kom til fundar á Höfh og sagði af því til- efni að samstarfið við sveitarfélögin á menningar- borgarári væri mjög mikil- vægt því Reykjavík sem höfuðborg eigi að vinna í tvær áttir; annars vegar á hún að vinna gagnvart út- löndum, vera brimbrjótur- inn út á við og kynna ís- lenska menningu erlendis. Hins vegar er mikilvægt að Reykjavík vinni líka inn á við og rækti samstöðuna með sveitarfélögum á land- inu öllu. Einar Njálsson, bæjarstjóri í Grindavík, talaði fyrir munn fúndannanna allra þegar hann lýsti ánægju sinni með framtakið og ít- Menningarborgarárið hófst með glæsibrag hinn 29. janúar sl. þegar hátt á annað hundrað viðburðlr voru í boði um alla borg. Gríðarlegur mannfjöldi heimsótti þá rúmlega 80 staði sem voru opnir og víða var heitt á könnunni. í sundlaugum borgarinnar var fjölbreytt dagskrá og ókeypis aðgangur eins og á alla aðra viðburði þennan dag. Hér sést vatnadísin KELA svífa yfir Laugardalslaug sundlaugargestum tll óblandlnnar ánægju. KELA mun birtast aftur þegar vorar og ísa leysir af vötnum. Ljósm. Geir Ólafsson. 8

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.