Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Síða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Síða 56
ERLEND SAMSKIPTI Hópurinn framan við Capitol Hill, en svo nefnast húsakynni bandaríska þingsins í Washington. Opinber stjórnsýsla í Bandaríkjunum Birna Lárusdóttur, bœjaifulltrúi í Isajjarðarbœ Það er ekki á hverjum degi að síminn hringir heima á Þingeyri og mér er boðið til útlanda. Engu að síður gerðist það seint á síð- asta ári að upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins setti sig i samband við mig í þeim erindagjörðum að bjóða mér það ein- staka tækifæri að sækja Bandaríkin heim í upphafi árs til að kynna mér opinbera stjóm- sýslu þar í landi. Ég þáði boðið með þökkum. Litríkur hópur feröafélaga Ferðin var í boði bandariska utanríkissráðuneytisins og stóð hún í þijár vikur. Ég var eini Islendingurinn í fjórtán manna hópi sveitarstjómarmanna og embættis- manna hvaðanæva úr heiminum. Kynni mín af ferðafé- lögunum þrettán vom afar ánægjuleg. Samskiptin gengu snurðulaust ífá fyrsta degi því allir töluðu ágæta ensku og þrátt fyrir ólíkan bakgrunn áttum við margt sameiginlegt enda verkefhi í opinberri stjómsýslu víðast hvar af svipuðum toga. Auk mín vom þijár konur í hópnum: Mon- ica Fogliatti, starfsmannastjóri Buenos Aires- borgar í Argentínu, Sophie Kalimba, bæjarrit- ari í Blantyreborg í Malawi í Afríku, og Elizabeth Skogrand, ráðgjafi borgarráðs Oslóar í Noregi og fyrrverandi aðstoðarmað- ur núverandi borgarstjóra. Tveir borgarstjórar vom einnig með í for, Albert Brojka ffá Tirana, höfúðborg Albaníu, og Assad Zogaib ffá Zahle í Líbanon. Báðir em þeir verkffæðingar að mennt og eiga að baki stuttan pólitískan feril í lönd- um, sem einkennst hafa af óöld og skipulagsleysi um hríð. Á Norður-írlandi er svipaða sögu að segja en þaðan kom Paul McGarrity, 23 ára stúdentaleiðtogi ffá Belfast, 50

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.