Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 44

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 44
ALMENNINGSBÓKASÖFN menningarsviðinu ef samkomulag á að nást um rekstur umdæmissafna. Sennilega eru samvinna og stefnu- mörkun lykilorð ef almennings- bókasöfn eiga að geta fylgt tíman- unr og starfað í samræmi við lögin og kröfur almennings um þjónustu. Einkum er þetta mikilvægt fyrir lítil sveitarfélög, sem eðlilega eiga erfitt með að veita úrvalsþjónustu á öllum sviðum. Mikilvægast er þá að ráða- menn og safnamenn taki höndum saman og rnarki stefnu þannig að al- menningsbókasöfn geti gegnt lykil- hlutverki í því að jafna aðstöðu fólks til aðgangs að upplýsingum, þekkingu og afþreyingu. Hér i Stykkishólmi mun safnanefnd í samráði við bæjarstjóm móta stefnu í safnamálum. Vonandi finnst með því móti lausn, sem bæði verður sem flestum að skapi og einnig hag- stæð fyrir bæjarfélagið. Efniviður er hér nógur nú þegar í fjölbreytt og skemmtilegt safnastarf. Bækur, skjöl, ljósmyndir, listaverk og auð- vitað náttúran sjálf og saga svæðis- ins. Nefna rná að Stykkishólmsbær fékk árið 1996 afhentar ljósmyndir Jóhanns Rafnssonar og er frágangur þeirra hafinn. Menningarferðaþjónusta er nú all- mikið til umræðu. Það er augljóst að sé fé lagt í safhamál er um leið verið að byggja varanlega undir ferða- þjónustuna. Von okkar, sem vinnum að safna- málum í Stykkishólmi, er sú að inn- an fárra ára hilli undir nýtt safhahús eða aðstöðu sem rúmar fleiri teg- undir safna, auk þess að hafa sýningarsal og lesaðstöðu að ógleymdri kaffístofu. Á fundi forstöðumanna almenn- ingsbókasafna sem haldinn var í Borgarnesi dagana 5. og 6. mai siðasliðinn var stofnað félag sem hlaut nafnið „Samtök forstöðu- manna almenningsbókasafha". Meðal markmiða með stofnun samtakanna er: „að koma sameigin- lega ffarn í málefhum sem varða al- menningsbókasöfn á íslandi, að fjalla um þau mál sem snerta starfs- svið almenningsbókasafna, að fylgj- ast með lagasetningu og nýjungum á sviði almenningsbókasafna og að stuðla að opinberri umræðu um al- menningsbókasöfn.“ Á samráðsfundi um málefni al- menningsbókasafha sem haldinn var í Þjóðarbókhlöðunni hinn 26. mars 1999 sagði Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður á Akureyri, að bókasöfn væru „andans orkuver“. Vonandi auðnast okkur Stykkis- hólmsbúum að virkja ekki aðeins heita vatnið heldur einnig andann okkur til hagsbóta. í stjórn samtakanna voru kosin Guðmundur Guðmarsson, Borgar- nesi, Gísli Sverrir Ámason, Homa- firði, og Halldóra Jónsdóttir, Akra- nesi. Heimili samtakanna fylgir aðsetri formanns og er nú í Borgar- nesi. Eins og kemur fram í markmiðum samtakanna er tilgangurinn með stofnun þeirra að skapa formlegan vettvang sem hægt er að snúa sér til þegar koma þarf einhverju á fram- færi við bókasöfnin og að skapa vettvang til umræðna um viðfangs- efni sem snúa að almenningsbóka- söfnum og starfsemi þeirra. Samtök forstöðumanna almennings- bókasafna stofnuð 38

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.