Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Síða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Síða 46
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM 7. ársþing SSNV haldið á Siglufirði 27. og 28. ágúst 1999 Sjöunda ársþing Sambands sveitarfélaga á Norður- landi vestra (SSNV) var haldið á Siglufirði 27. og 28. ágúst 1999. Aðalmálefhi þingsins voru tvö, „Atvinnulíf og mennt- un á Norðurlandi vestra“ og „Fjármál sveitarfélaga og þróun byggðar“. Agúst Þór Bragason, forseti bæjarstjómar á Blönduósi og formaður SSNV, setti þingið og bauð þingfúlltrúa og gesti velkomna. Forseti þingsins var kjörinn Skarphéð- inn Guðmundsson og varaforseti Ólöf Kristjánsdóttir, sem bæði eru bæjarfúlltrúar á Siglufirði. Ráðinn þingrit- ari var Þórir Hákonarson, skrifstofústjóri Siglufjarðar- kaupstaðar. Skýrsla stjórnar SSNV Formaður SSNV, Ágúst Þór Bragason, flutti skýrslu stjómar. Ágúst greindi í stuttu máli ffá helstu málefnum sem unnið hafði verið að á starfsárinu. Stærsta málið væri vafalítið málefni fatlaðra og það fyrirkomulag sem komið hefði verið á fót í þeim efnum. Ágúst þakkaði stjóm og ffamkvæmdastjóra vel unnin störf og gott sam- starf. Framkvæmdastjóri SSNV, Bjami Þór Einarsson, lagði ffam ársreikninga fyrir 1998, fjárhagsáætlun fyrir 2000 og starfsskýrslu framkvæmdastjóra. Fram kom í máli Bjama að það mál sem tekið hefði mestan tíma fram- kvæmdastjóra og stjórnar á starfsárinu væru málefni fatlaðra. Hann rifjaði upp ffamgang málsins frá síðasta þingi SSNV þar sem ffam kom tillaga um skipan mála í kjördæminu i þessum málaflokki. Gert hafði verið ráð fyrir því að yfirfærsla málaflokksins kæmist í fram- kvæmd um áramót 1998/1999, en af því varð ekki, m.a. vegna andstöðu nokkurra sveitarfélaga við það fyrir- komulag sem drög að samningi gerðu ráð fyrir. Bjami greindi frá því að bæjarstjóm Siglufjarðar hefði sam- þykkt nokkur skilyrði fyrir gildistöku samnings um mál- efni fatlaðra og hafi þau skilyrði m.a. verið lögð til grundvallar á aukaþingi SSNV sem haldið var á Sauðár- króki. Samningur um málefni fatlaðra öðlaðist loks gildi l.apríl 1999 oggildirtil ársloka2001. Bjami greindi frá því að framkvæmd samningsins hefði gengið nokkuð vel. Byggðarþróun og atvinnumál hafði verið annað stórt mál á síðasta þingi SSNV. Fimm manna starfshópur var skipaður í framhaldi af því þingi, sem fjalla skyldi um at- vinnu- og byggðamál í kjördæminu. Skilaði hann niður- stöðu sinni í febrúar 1999. Starfshópurinn lagði m.a. til stofnun eignarhaldsfélags á Norðurlandi vestra, en sú til- laga fékk misjafnar viðtökur hjá sveitarfélögum kjör- dæmisins og náði ekki ffam að ganga. Á síðasta þingi SSNV var samþykkt tillaga þess efnis að athugaðir yrðu möguleikar á því að korna á fjar- kennslu í kjördæminu og stefnt að því að koma fjar- kennslubúnaði fyrir sem víðast á þéttbýlisstöðum þar. Stjóm SSNV samþykkti að sfyrkja kaup á slíkum búnaði til að koma upp á Siglufirði, Skagaströnd og Hvamms- tanga en fyrir var slíkur búnaður á Sauðárkróki og Blönduósi. Með tilkomu fjarkennslubúnaðar hefúr ffam- boð náms í kjördæminu aukist og hefur fjarkennslan gengið vel. Breytingar á starfsumhverfi SSNV em væntanlegar eftir miklar breytingar í kjölfar sameiningar sveitarfélaga á svæðinu og með tilkomu nýrrar kjördæmaskipunar mun starfsumhverfið enn breytast. Ávörp gesta Páll Pétursson félagsmálaráðherra ávarpaði þingið. Hann ræddi um sameiningu sveitarfélaga sem hann taldi hafa gengið vel og að reynslan af sameiningu væri al- mennt góð. Páll lýsti yfir ánægju sinni með yfírtöku sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra á málefnum fatl- aðra og greindi ffá því að ekki væri búið að dagsetja yfir- töku sveitarfélaga í landinu á þessum málaflokki en það yrði fyrr en síðar. Þá ræddi ráðherra um ný húsnæðislög og Ibúðalánasjóð og ffam kom að beiðnir um lán væru mun fleiri heldur en gert hafi verði ráð fyrir. í máli ráð- herra kom fram að ríkisstjómin hefði sérstaklega sett tvö mál í öndvegi, þ.e. baráttu við byggðarröskun og baráttu gegn eiturlyfjaneyslu, en almennur vilji sé í stjómkerfmu fyrir framgangi þessara mála. Ráðherra greindi ffá stofnun nefndar á vegum félags- málaráðuneytis til endurskoðunar á tekjustofhum sveitar- félaga með það að markmiði að þeir nægi til að sveitar- félög geti uppfyllt lögbundnar kröfúr. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Þórður Skúlason, ávarpaði þingið og bar því kveðjur stjómar sambandsins. Hann gerði að umræðuefni starf- semi landshlutasamtaka sveitarfélaga og hvaða áhrif ný 40

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.