Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 58
ERLEND SAMSKIPTI Nancy George, talsmaöur Samtaka eftirlaunaþega í Bandaríkj- unum, en félagsmenn eru 32 milljónir og því afar öflugur þrýsti- hópur. Hvíta húsið og biðum við í röð i góðan klukkutíma til að fá að berja augum innviði þess. Byggingin er opin al- menningi í tvo tíma á dag og fara mörg hundruð gestir þar í gegn á degi hverjum. Það er þó borin von að ætla að hitta sjálfan forsetann því hann er að sjálfsögðu ekki heima þegar svo marga gesti ber að garði. Oft má sjá mótmæli úti fyrir hliðum Hvita hússins og svo var í þetta sinn og virtust grímuklæddir mótmælendumir lítt hrifnir af forsetahjónunum ef marka mátti spjöldin sem þeir bám. Lobbíisti er viröulegt starfsheiti Töluverð áhersla var lögð á að kynna fyrir okkur starfsemi frjálsra félaga og hagsmunasamtaka sem beij- ast fyrir því að tryggja fjárvcitingar þingsins til ólíkra mála. Má þar nefna Landssamtök eftirlaunaþega sem í em 32 milljónir félaga sem komnir em yfir fimmtugt. Um tvö þúsund manns vinna fyrir samtökin vítt og breitt um landið og er höfúðmarkmiðið að tryggja hagsmuni eldri borgara en einnig að efla almenna kosningaþátt- töku í landinu. Höfúðstöðvamar em í Washington DC og þar er fjöldi fólks á launum, svokallaðir lobbíistar, við að koma málefhum samtakanna á framfæri við þing- menn og embættismenn. Hugtakið lobbíisti kemur frá orðinu lobby, sem merkir anddyri, og á það uppmna sinn í anddyri á virðulegu hót- eli skammt frá bandaríska þinginu þangað sem þing- menn vöndu komur sínar forðum eftir erilsaman dag. Fulltrúar þrýstihópa sáu sér fljótt leik á borði og sátu um þingmennina í anddyrinu og fengu fyrir vikið viðumefn- ið lobbíistar. Nú er þetta orðið virt starfsheiti og hefúr ekki yfír sér þann neikvæða blæ sem mörgum íslending- um kann að finnast einkenna það. Stjórnmálastofnun í hávegum höfö Frá Washington lá leið okkar til Raleigh, höfúðborgar Norður-Karólinuríkis, þar sem við kynntumst ýmsu er snýr að fylkisstjómarstiginu, en alls em fylki Bandaríkj- anna fímmtíu talsins. Einkar áhugaverð var heimsókn hópsins í Stjómmálastofnun Háskólans í Norður-Kar- ólinu, en stofnunin sérhæfir sig í rannsóknum, kennslu og ráðgjöf fyrir fylkis- og sveitarstjómir og embættis- menn þeirra. Á námskeiðum er lögð áhersla á lagaumhverfi, fjár- hagsáætlanagerð, skipulagsmál og stjómunartækni, svo fátt eitt sé nefnt, og er ekki að efa að þörfin er brýn enda er mikið leitað til stofnunarinnar og nýtur hún virðingar sem slík. Einnig stendur stofhunin fyrir skipulögðu mati og samanburði á frammistöðu sveitarfélaga þar sem lögð er til gmndvallar skilvirkni þjónustu og kostnaður við hana ásamt því að bent er á leiðir til úrbóta. Starfssystkin Sambands íslenskra sveit- arfélaga í Raleigh hittum við einnig fyrir forsvarsmenn sam- taka sveitarfélaga í Norður-Karólínu, sem á margan máta starfa á svipuðum gmnni og íslensk starfssystkin þeirra hjá Sambandi islenskra sveitarfélaga. Samtökin þurfa þó að berjast fyrir hagsmunum aðildarsveitarfélaga jafnt á fylkisstiginu sem alríkisstiginu en þegar öllu er á botninn hvolf't em baráttumálin þau sömu og hér heima. Sveitar- félögin vilja aukna sjálfstjóm í ýmsum málum en telja sig jafnframt ekki fá nægt fé til að sinna mörgum þeim skuldbindingum sem rikið leggur þeim á herðar. Kannast einhver við þessa umræðu? Fylgst meö störfum fylkisþings Næst lá leiðin í nágrannafylkið Virginíu þar sem við heimsóttum höfuðborgina Richmond og fengum að kynnast daglegum störfúm löggjafarsamkomu Virginiu. Rétt er að benda á að í öllum fylkjum Bandarikjanna er við lýði hið þrískipta vald, löggjafans, framkvæmda- valdsins með ríkisstjóra í fararbroddi og dómsvaldsins sem starfar samkvæmt svipuðum reglum og bandaríska þingið, forsetinn og Hæstiréttur. Við fylgdumst með störfum landbúnaðarnefndar og sátum hluta úr hefð- bundnum þingfúndi auk þess sem við áttum stutt spjall 5 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.