Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Blaðsíða 28
MENNINGARMÁL Bókastofa, sýningin „Á Njáluslóð". Ljósm: Sögusetrið á Hvolsvelli. kjörið að snæða annaðhvort hádegis- eða kvöldverð í Söguskálanum. Með því að láta vita með tveggja daga fyrirvara geta hópar fengið annaðhvort bakka með blöndu af þjóðlegum réttum í hádeginu eða sérstakan lambakjötsrétt hússins að kvöldi - sem hvort tveggja er í boði á sanngjömu verði. Og auðvitað standa til boða drykkjarfong með matnum. Þessa þjónustu hafa æ fleiri hópar fært sér í nyt, enda er hið fomlega um- hverfi í Söguskálanum skemmtilegur rammi utan um málsverð að lokinni Njáluferð. Auk þess nýtur Sögu- skálinn mikilla vinsælda sem staður fyrir mannfagnaði af ýmsu tagi. Og ekki má heldur gleyma því að næsta sumar verða haldnar svokallaðar „söguveislur" í skál- anum, en þar er um að ræða samstarfsverkefni með Reykjavík menningarborg 2000. Þá má nefha að ýms- ar hugmyndir em nú uppi um að efna í sérstakar dag- skrár fyrir erlenda ferðamenn í skálanum á komandi sumri. í því sambandi kemur til greina að hafa mynda- sýningar, tengdar efhi og uppmna Njálu, þar sem skýr- ingar verði bæði á ensku og þýsku. Ennfremur má nefna að nú er verið að ganga frá sérstöku ráðstefhu- herbergi í Sögusetrinu, þar sem allt að 20 manns geta fundað. Þar verður fullkominn búnaður fyrir fundar- höld af ýmsu tagi, svo sem tölvuskjávarpi. Þetta er kjörið fyrir þá sem vilja komast í burt af mölinni, láta hugann flæða í fögru og kyrrlátu umhverfi og hvíla sig síðan frá hita og þunga dagsins með því að skyggnast um á sögusviði Njálu og njóta góðra veitinga í Sögu- skálanum. Auk þess sem hér hefur verið nefnt em ýmsar fleiri hugmyndir á döfinni sem miða að því að auka enn fjölbreytni þeirrar starfsemi sem ffarn fer í Sögusetr- inu. Það er sannfæring þeirra sem standa að Sögusetrinu, sem að stærstum hluta er í eigu 6 hreppa í austanverðri Rangárvallasýslu, að ferðaþjónusta, tengd „leiksviði“ Brennunjálssögu, eigi mikla ffamtíð fyrir sér. íslend- ingar hafa löngum hrifist af efhi Njálu og það er varla of djúpt í árinni tekið að fullyrða að hún hafi jafhan verið okkur kæmst bóka. Auk þess er auðvelt að vekja áhuga erlendra gesta á þessu efhi, enda vilja þeir að jafnaði helst af öllu kynnast því sem „þjóðlegt" er. Það sem gerir starfsemi Sögusetursins sérstæða er sú staðreynd að hún er ekki aðeins til þess fallin að skapa fólki vinnu og færa Sunnlendingum björg í bú. Þar kemur líka til að ágóðinn af starfseminni nýtist ekki aðeins til að gera sýningamar sífellt betur úr garði, heldur skapar hann einnig svigrúm til að efla menn- ingarstarfsemi af ýmsum toga og auka þar með lífs- gæði þeirra sem búa í héraðinu. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.