Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Qupperneq 40
MENNINGARMAL
Móðurfonnin fyrir bronsformin vann ég sjálf í mæli-
kvarða 1:1 í gifs. Formin voru síðan send í bronssteypu
til fyrirtækisins Pangolin i Englandi sem er framúrskar-
andi á þessu sviði. Með því ferli fylgdist ég náið og fór í
nokkrar ferðir á mismunandi stigum vinnslunnar.
Guðrún Jónsdóttir arkitekt teiknaði umhverfi myndar-
innar og skeifulagað formið sem myndin stendur á. Um
lýsingu myndarinnar sá Rafhönnun hf. Daði Ágústsson.
Olafur Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, sýndi
verkinu mikinn áhuga allt ffá upphafi og var það sam-
starf mjög gott. Það má einnig segja um alla aðra sem
komu nærri þessu verki, en þeir voru margir og ekki all-
ir nefndir hér.
Myndin var vígð 20. júni 1999.
Menningarlegur stórhugur
Að lokum vil ég koma að þeim menningarlega stór-
hug, sem sveitarfélögin sýna með metnaði sinum að fara
af stað með samkeppni af þessu tagi til að fegra um-
hverfi sitt.
Listskreytingasjóður styrkir svona framkvæmdir að
hálfu, með þvi skilyrði að rétt sé að málum staðið, í
samráði við SIM.
Það er ekki á hverjum degi að myndlistarmönnum
gefst tækifæri til að glíma við svona stór verkefni, hvað
þá tvö á nánast sama tíma.
Ég er afar þakklát fyrir að hafa orðið fyrir valinu. Þetta
var ánægjuleg reynsla í báðum tilfellum.
UMHVERFISMÁL
Samráðsnefnd sambandsins og
Skógræktarfélags íslands
Af hálfú stjómar sambandsins og stjómar Skógræktar-
félags íslands hefur verið ákveðið að framlengja það
samstarf sem verið hefúr milli þessara samtaka um skeið
í formi samráðsnefndar.
Stjórn sambandsins hefur tilnefnt Sæmund K. Þor-
valdsson á Núpi, bæjarfúlltrúa í ísafjarðarbæ, og Maríu
Önnu Eiríksdóttur, hreppsnefndarfúlltrúa í Gerðahreppi,
í samráðsnefndina og af hálfu Skógræktarfélags íslands
eru í nefndinni Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri
félagsins, Sigríður Jóhannsdóttir í Kópavogi, gjaldkeri
félagsins, og Sigurður Amarson, kennari á Skriðdal á
Fljótsdalshéraði.
Áburðarverksmiðjan hf. ffamleiðir íslenskan áburð sem hentar íslenskum
aðstæöum. Áburöur frá Áburðarverksmiðjunni er snauöur af mengandi
þungmálmum sem valda spjöllum á náttúrunni og uppleysanleiki
hans tryggir góða nýtingu í því kalda loftslagi sem hér rikir.
Áburðarverksmiöjan hf.
Gufunesi -128 Reykjavík - www.aburdur.is
Sími 580 3200 ■ Fax 580 3209
- Forsœ/ þjúnusta viö bœndur i 45 ár.