Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Page 32

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Page 32
MENNINGARMÁL Menning — búsetuþáttur og atvinnugrein Dr. Guðrún Helgadóttir menningarráðgjafi, þróunarsviði Byggðastofnunar Inngangur Hvað þýðir það þegar fólk svarar því til að aðgangur að menningu sé ákvarðandi um búsetu - hvað er það að rneina? Fleiri tónleika? Eða öðruvísi tónleika? Við vinnufélag- amir á þróunarsviði Byggðastofuun- ar vomm að reikna út hve oft íbúar Reykjavíkur fara á sinfóníutónleika og fengum út að það væri líklega sjöunda hvert ár (athugið að þama emm við landsbyggðarfólk meðtalin i menningarreisum okkar til Reykja- víkur). Líklega er það ekki bara þetta sem fólk á við með aðgangi að menningu, það er ekki endilega það sem kallað er hámenning eða fagur- listir heldur allt hitt sem líka er menning og meira áberandi í okkar daglega lífi en samkvæmt tölum Hagstofunnar fóru um 10% af einkaneyslu okkar í menningu árið 1997 (Ragnar Karlsson ritstj 1999). Það em hlutir eins og kvikmynda- hús, kaffihúsamenning með tónlist- arflutningi, ljóðakvöldum og alls kyns uppákomum, listmunir og svo vel hannað og fallegt umhverfi til að athafna sig í. Að ekki sé nú minnst á úrval sjónvarpsstöðva, góðan að- gang að Netinu og öðmm fjölmiðl- um sem em ríkjandi afl í menning- arlífinu. Menning er líka fræðsla um listir, sögu, vísindi og almenn um- ræða um þessi mál - og við megum ekki gleyma því að menningarstarf- semi á landsbyggðinni er öðmvísi en í borginni. Þátttaka virðist ennþá a.m.k. almennari á landsbyggðinni - ef eitthvað er i gangi (Guðrún Helgadóttir ritstj., óbirt). Hitt er annað mál hvort þessi al- menna þátttaka mælist með efna- hagslegum viðmiðum - hvar kemur það ffam í reikningshaldi að ákveð- inn íbúi í tilteknu sveitarfélagi í dreifbýli ekur að jafnaði 100 km á viku yfir vetrarmánuðina til að stunda kóræfíngar? Og hver hefur efnahagslegan ávinning af þessu at- hæfí mannsins? Bensínstöð og bíla- verkstæði koma vissulega fýrr upp í hugann en menningarstofnanir við- komandi sveitarfélags - hvað þá heldur kórinn sem hann syngur í. Þegar hugað er að efhahagslegum ávinningi af menningarstarfsemi beinast sjónir rnanna einkum að tvennu; ferðaþjónustunni og afþrey- ingariðnaðinum. En reyndar fer þetta tvennt mjög saman, ferða- menn, innlendir sem erlendir, skoða menningarminjar, nýta sér aðstöðu til menningarstarfsemi og taka þátt í menningarviðburðum - en heima- menn stunda það einnig sér til af- þreyingar. Þar kemur að þeim efha- hagslega ávinningi sem erfitt er að slá mælistiku á, hlut menningar í ánægju með búsetuskilyrði og þar af leiðandi ákvörðunum einstaklinga og fýrirtækja um aðsetur sitt. Tilgátur um samband menningar og efnahags- lífs Joachim Kreutzkam (1999) ritar um menningu sem efnahagslegan þátt í evrópsku samfélagi nýlega og setur ffam sjö tilgátur um þær hindr- anir sem eru á veginum við skipulag menningarmála miðað við það sam- band sem menning og efnahagsmál standa nú í. í fyrsta lagi minnir hann á að menning í sinni víðtæku merkingu er einn af þrem burðarásum hvers samfélags en hinir eru efhahagur og stjórnmál - og allir eru innbyrðis háðir. Þannig stoðar lítið að vinna að þróun samfélags með einhlítri áherslu á einn þessara burðarása. Þessi tilgáta er studd þeim rann- sóknum á búsetumynstri sem t.d. er vitnað til í rannsókn Stefáns Olafs- sonar (1997) og þeim áherslum á menningarmál sem víða hafa verið lagðar í byggðarþróun, t.d. hérlend- is, sbr. þingsályktun um stefnu í byggðamálum fýrir árin 1999-2001. Markmið tillögunnar er að fjölga íbúum landsbyggðarinnar um 10% fyrir 2010. Þar segir einmitt í 10. grein að auknu fé skuli verja til hvers konar menningarstarfsemi á landsbyggðinni. Önnur tilgátan er sú að hin margræða og jafnvel óljósa staða menningar í samfélagi nútímans stafi af því að efhahagsleg einstakl- ingshyggja sé enn ríkjandi gildis- mat. Þannig hafi vægi menningar og lista í gildismati samfélagsins í nú- tímanum minnkað miðað við vægi visinda og tækni. Kreutzkam (1999) telur þetta tímabundið ástand; margt bendi til að þetta gildismat sé á und- anhaldi og meira jafnvægis muni gæta í framtíðinni milli þessara þátta. Ýmsar framtíðarspár hníga í þessa átt að komandi kynslóð leggi minna upp úr efnislegum gæðum, einstaklingshyggja muni enn ríkja, en skilgreining á lifsgæðum muni taka meira mið af andlegum og fé-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.