Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 15

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 15
MENNINGARMÁL rekaði mikilvægi þess við að stuðla að menningarlegri fjölbreytni og vakningu með þjóðinni. Svona á hin nýja byggðastefna að vera - borgin og landsbyggðin eru ekki andstæður. Það er mikilvægt fyrir landið að eiga öfluga höfuðborg og fyrir höfuðborgina að það sé blómleg byggð í landinu. í samstarfsverkefn- um Menningarborgar og sveitarfélaga, sem kynnt eru í stuttu máli í þessari grein, endurspeglast fjölbreytt og lifandi menningarflóra sem einkennist af skapandi frum- kvæði sveitarfélaga úti um allt land. Það er Menningar- borginni í senn styrkur og sómi að taka þátt í slíku sam- starfi því með samstilltu átaki getum við sýnt umheim- inum fram á það að í þessu litla landi býr stórhuga þjóð sem hefúr margt fram að færa í samfélagi þjóðanna. KÓPAYOGUR Raf- og tölvutónlistarhátíð í október Fyrsta alþjóðlega raf- og tölvutónlistarhátíðin á ís- landi er haldin til að vekja fólk til umhugsunar um áhrif tækniframfara á tónlist, sköpun og flutning. Raf- og tölvutónlist er framlag 20. aldar til tónlistarsögunnar. Hún er eina nýsköpunin í hljóðfæragerð á þessari öld og sú tónlist sem á eftir að þróast hvað mest á nýrri öld sem sjálfstætt listform tónlistar og sem hluti af margmiðlun- arlist. Samhliða hátíðinni verður haldin ráðstefna um raf- og tölvutónlist með fyrirlestrum og sýningum. Til fyrir- lestrahalds verða fengin mörg af þekktustu tónskáldum og fræðimönnum á þessu sviði í heiminum. Haldnir verða 11 tónleikar þar sem fortíð, nútíð og framtíð raf- og tölvutónlistar er meginþemað. Jafnframt þessu verða einnig minni viðburðir svo sem innsetningar, bíósýning- ar o.fl. þar sem raf- og tölvutónlist kemur við sögu. Viltu vita meira: www.reykjavik2000.is SELTJARNARNES Fræðasetur í Gróttu 1.-30. apríl Grótta er friðlýst, fimm hektara eyja sem tengist landi á ljöm. Þar má fínna skeijafláka, sandfjörur, fjölskrúð- ugt fuglalíf og fræðasetur sem tekið verður í notkun í Gróttu árið 2000. Framtakinu er ætlað að efla rannsókn- ir og kennslu i náttúru- og umhverfisfræðum; fræði- mannsíbúð verður innréttuð í gamla vitavarðarhúsinu; í félagi við gmnnskóla Seltjamamess verður námsefni smíðað fyrir starfsemina, verkefni og sýningar skipu- lagðar í samstarfi við bæjaryfirvöld, einstaklinga og fé- lög o.s.ffv. Viltu vita meira: www.seltjamarnes.is GARÐABÆR Handritasamkeppni - skilafrestur til 1. apríl Garðabær stendur fyrir samkeppni um handrit að sviðsverki, Ieikriti, söngleik eða dansi, um gamla Garð- bæinga, s.s. Vífil þræl og síðar leysingja Ingólfs Amar- sonar, Jón Vídalín biskup eða Stjána bláa. Handritum skal skila á Bókasafn Garðabæjar fyrir 1. apríl nk. Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt um miðjan júni. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu handritin að mati dóm- nefhdar. Fyrstu verðlaun verða kr. 300.000, önnur verð- laun kr. 200.000 og þriðju verðlaun kr. 100.000. Dómnefnd er skipuð þremur fulltrúum kjörnum af bæjarstjórn Garðabæjar: Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti íslands, er formaður dómnefndarinnar en auk hennar sitja í nefndinni Lilja Hallgrímsdóttir, for- maður menningarmálanefndar Garðabæjar, og Steindór Hjörleifsson leikari. Viltu vita meira: http://www.bokgb.skyrr.is HAFNARFJÖRÐUR Krýsuvík - samspil manns og náttúru maí-ágúst Með verkefninu verður leitast við að varðveita og kynna þær upplýsingar sem safnað hefur verið saman um svæðið. Útbúið verður kort og merktar inn á það gönguleiðir og fomleifar auk þess sem þar verður að finna fróðlegar sögur og ábendingar um áningarstaði fyr- ir ferðamenn. Ótalin em áhugaverð svæði út frá jarð- og Iífeðlisfræði en þau em fjölmörg. Að lokum felur árþús- undaverkefnið í sér skipulagðar ferðir með leiðsögn um svæðið, fræðsludagskrá og opnun sýningar á Krýsuvík- urmyndum Sveins Bjömssonar listmálara sem málaði í vinnustofu sinni í Krýsuvík í tvo áratugi. Þar er nú Sveinshús. Krýsuvík er kennd við tröllskessuna Krýsu sem sagan segir að hafi lengi átt í deilum um landamerki við Her- dísi í Herdísarvík. Fomleifar em miklar í Krýsuvík og sögumar segja af sjósókn, skepnuhaldi, fúglatekju og því hvemig jarðfræðin setti mark sitt á hið daglega líf. Viltu vita meira: www.hafnarJjordur.is BESSASTAÐAHREPPUR Listavika í Álftanesskóla 13.-18. mars Álftanesskóli í Bessastaðahreppi reið á vaðið með við- burði í tilefni ársins. Nemendur skólans, 215 talsins, hafa unnið með náttúmöflin, vatn, eld, loft og jörð. Rýnt var fram í tímann og spurt: Hvemig verður heimabyggðin í lok 21. aldar, hverjar verða þarfir fólks og nýting? Hvernig verður Álftanes framtíðarinnar? Nemendur nýttu sér umhverfi skólans með það í huga að skerpa út- línur Bessastaðahrepps með öllum tiltækum ráðum. 9

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.