Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 16

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 16
MENNINGARMAL Sýning á verkum nemenda og starfsfólks var laugar- daginn 18. mars. Einnig var almenningi frjálst að koma í skólann í þemavikunni, taka þátt í vinnu nemenda og starfsfólks og kynna sér hvemig nemendur í gmnnskóla vinna sameiginlega að einu þemaverkefni. Viltu vita meira: www.bessasthr.is Tölvupóstur: smn@ismennt.is MOSFELLSBÆR Varmárþing í júní Varmárþing er útivistar-, lista- og menningarhátíð haldin á bökkum Vannár í Mosfellsbæ. Þar verða dag- lega viðburðir fyrri hluta júnímánaðar og lýkur menning- arhátíðinni með þjóðhátíðarhöldum 17. júní árið 2000. Fléttaðir verða saman margháttaðir lista- og menningar- viðburðir úr ólíkum áttum. Einkenni Varmárþings er að flytjendur og þátttakendur em Mosfellingar sjálfír. Myndlistarmenn sem stunda leirlist, málun, glerlist, ljósmyndun, grafík og skúlptúr munu kynna verk sín og viðfangsefni. 1 kvosinni sameinast menning, saga og fagurt umhverfi. Þættir úr sögu og menningu bæjarins verða viðfangsefni á sérstakri sýningu og inn í það verð- ur fléttað efni úr verkum og ævi heiðursborgara Mos- fellsbæjar, Halldórs Laxness. Tónlist er ineð miklum blóma í Mosfellsbæ. Skólahljómsveit, kórar og einstakir flytjendur munu flytja tónlist á bökkum Varmár. Leik- listaruppákomur verða á vegum Leikfélags Mosfells- sveitar. Þá verða þátttakendur í ýmsum félögum bæjar- ins með kynningar og uppákomur undir samheitinu íþrótta- og tómstundamenning árið 2000. Viltu vita meira: www.mosfellsbaer.is GRINDAVÍK Tengsl menningar og náttúruauðæfa 4.-10. júní Grindavíkurbær, Hitaveita Suðumesja og Bláa lónið hf. bjóða til afar sérstæðrar og fjölbreyttrar dagskrár í sumarbyijun. Náttúruauðæfi Reykjaness em voldugt afl sem setur svip á atvinnu- og menningarlíf fjölsóttasta ferðamannastaðar landsins. Dagskráin hefst á sjómanna- daginn við og í Grindavíkurhöfn þar sem heimamenn ffumflytja Hafgúur eftir Atla Heimi Sveinsson, gjöming fyrir togara, mótorbáta, þokulúðra, eimpípur, olíutunnur og slipphljóðfæri. Meðal annarra viðburða em sýning á útilistaverkum ungmenna; tónminjasýning til heiðurs staðartónskáldinu Sigvalda Kaldalóns; Spuni, röð raf- og djasstónleika í lllahrauni umhverfis Bláa lónið, og síðast en ekki síst fjöllistaverkið Námur í Eldborg, með þátttöku þrjátíu og sex alþjóðlegra listamanna sem frá 1987 hafa smíðað verk er stikla á tólf öldum íslandssög- unnar og glímunni við óblíða náttúm landsins. Viltu vita meira: www.bluelagoon.is REYKJANESBÆR Endurbygging Duus-húsa og lýsing Bergsins maí- september Reykjanesbær valdi sér tvö stór og viðamikil ffamfara- verkefni sem aðalffamlag til Menningarársins. Annað er endurbygging Duus-torfúnnar sem er við Grófina, smá- bátahöfnina í Keflavík. Duus-húsin vom byggð á seinni hluta síðustu aldar, það elsta frá 1871. Húsin em ekki einungis merki um stórhug verslunarmanna á síðustu öld heldur einnig minnisvarði um ákveðna byggingarlist og setja þau sterkan svip á bæinn. Duus-húsin munu geyma byggðasafh svæðisins og um leið verða menningarmið- stöð. Lýsing Bergsins er fagurfræðilegt verk sem ekki á sinn líka á Islandi. Kveikt verður á þeim ljósum sem lýsa eiga upp sjávarhamra Bergsins, útivistarstað Reyknes- bæinga, hinn 2. september 2000. Viltu vita meira: www.rnb.is SANDGERÐI Fræðasetrið í Sandgerði 18. mars-23. júní Á dagskrá Fræðasetursins menningarárið 2000 í Sand- gerði verður röð fyrirlestra og gönguferða með leiðsögn undir yfirskriftinni „Menning og náttúra", m.a. verða fyrirlestrar um náttúm, jarðffæði, lífríki hafsins, sæ- og vatnaskrímsli á Suðumesjum, keltneska húsagerð, leynd- ardóma íslenskra undirdjúpa og fomminjar á Reykjanesi. Fræðasetrið leitast við að tengja mann við náttúm, sögu og umhverfi. Þar em m.a. boðnar fúgla-, fjöm- og tjama- skoðunarferðir. Innan veggja setursins eiga gestir kost á að skoða hluta af náttúm Islands í návígi, s.s. safn ým- issa lífvera, jurta og lifandi dýra í ferskvatns- og sjóbúr- um, auk steinasafns. Sérstök áhersla er lögð á að gestir fái leiðbeiningar uin hvers skuli leita í fjörum og tjömum í nágrenninu. Viltu vita nteira: tölvupóstur: www.sandgerdi.is AKRANES Sjávarlist; veiðar, vinnsla, samfélag 17. mars^l. júní Menning og listir á Akranesi árið 2000 taka mið af því að Akranes er fyrsti vísir að sjávarþorpi á íslandi. Lista- menn vinna að verkum samkvæmt þemanu: Sjávarlist - veiðar, vinnsla og samfélag. Verkum og viðburðum verður valinn staður meðfram ströndum bæjarins, í tengslum við útgerð og útræði á Akranesi í fortíð og nú- tíð. Utilistaverk verða fyrst og fremst unnin úr náttúmleg- um efnum, s.s. torfi, rekaviði, gijóti, brotajámi o.fl. Við hvert listaverk verður komið fyrir skilti sem segir frá því hvemig listamaðurinn túlkar þemað. Gerðir verða göngustígar á milli verkanna og leiðin

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.