Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 18
MENNINGARMÁL
mun koma fram í menningarveislunni.
Viltu vita meira: www.isaJjordur.is
HÓLMAYÍKURHREPPUR
Galdrasýning á Ströndum 23. júní-1. ágúst
Frá upphafí Islandsbyggðar hefur það orð farið af
Strandamönnum að þeir væru göldróttari en aðrir lands-
menn. A Ströndum komu upp mörg galdramál og sú
staðreynd að um fimmtungur þeirra sem brenndir voru
hér á landi var úr þessari litlu og fámennu sýslu bendir
til sérstöðu héraðsins. Ætlunin er að sýna íslensk galdra-
mál eins skilmerkilega og mögulegt er og gefa um leið
nokkra hugmynd um sérkenni Islands þegar tekið er mið
af galdrafárinu á meginlandi Evrópu.
Margvísleg tækni verður notuð til að miðla sögunni -
má þar nefna myndræna uppsetningu á einstökum at-
burðurn, kvöldvökur og leikþætti sem unnir eru úr ífum-
heimildum auk þess sem gestum verður veittur aðgangur
að gagnagmnni þar sem fletta má upp einstökum málurn
og sögupersónum galdraaldar. Sýningin verður sett upp á
fjórum stöðum í sýslunni. Fyrsti áfanginn verður opnað-
ur á Hólmavík á Jónsmessunótt árið 2000, söguleg yfir-
litssýning urn galdra og galdramenn 17. aldar.
Viltu vita meira: www.kademia.is/galdrasyniug
BLÖNDUÓS/NORÐURLAND VESTRA
GUIDE 2000 - nýsköpun í menningarferðaþjónustu
september
GUIDE 2000 er samvinnuverkefni fjögurra Evrópu-
landa: Islands, Danmerkur, írlands og Italíu, undir för-
ystu Islendinga. Það er til tveggja ára og styrkt af Leo-
nardo da Vinci-áætlun Evrópusanrbandsins. Megin-
markmið Guide 2000 er að skrá og flokka menningar-
auðlindir sem nýst geta við nýsköpun í ferðaþjónustu og
að útbúa fræðsluefni um möguleika menningarferða-
þjónustu á svæðinu. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra
stýrir verkefninu á Islandi. A Islandi er sjónum beint að
menningarauðlindum á Norðurlandi vestra, sem eru við
hvert fótmál. Niðurstöður verkefnisins verða kynntar á
málþingi Guide 2000 á Blönduósi í september. Jafn-
framt munu ýmsir sérfræðingar á sviði menningar og
ferðaþjónustu fjalla um þróunarmöguleika menningar-
tengdrar ferðaþjónustu á Islandi á komandi öld.
Viltu vita meira: rognv@mmedia.is
SKAGAFJÖRÐUR
Búðirnar í Hópi 29. júní-2. júlí
Fyrir þúsund ámm sigldu þau Þorfínnur karlsefni og
Guðríður Þorbjamardóttir vestur um haf frá Grænlandi
og hugðust nema land á Vínlandi.
Þúsund ámm síðar taka Skagfírðingar sig nú til og
reisa tjaldbúðir, líkar þeim sem ætla ntá að þau hjón hafí
reist sér og fylgdarliði. I þessum búðum verða sýndir
lifnaðarhættir þeirra og boðið upp á mat, líkan þeim sem
ætla má að hafi verið á þeirra borðum. Þá verður hugað
að dægradvöl þeirra o.fl.
I Vinlandi fæddist þeim hjónum sonur, Snorri, og að
lokinni vesturför settust þau að í Glaumbæ. Fjölbreytt
dagskrá verður i Glaumbæ þessa sömu helgi, þjóðmenn-
ingardagar þar sem m.a. verður dagskrá tengd þessari
ijölskyldu, Þorfmni karlsefhi, Guðríði og Snorra.
Viltu vita meira: www.skagaJjordur.is
HOFSÓS
Vesturferðir Islendinga - sýning opnuð 5. júlí
Sýningar í Vesturfarasetrinu á Hofsósi varpa ljósi á
fólksflutninga íslendinga til Vesturheims á seinni hluta
19. aldar og í upphafí þeirrar 20. Sýningin „Annað land,
annað líf ‘ gefur glögga rnynd af ástæðum fólksflutning-
anna, kjömm Islendinganna sem fluttust vestur um haf
og af raunvemleikanum sem beið fólksins í nýrri heims-
álfu. Þá stendur til að opna aðra sýningu um sumarið þar
sem borgin Utah og íslensku mormónarnir verða í
brennidepli. Starfrækt verður ættfræðiþjónusta í tengsl-
um við síðamefhda sýningu og íbúð fyrir fræðimann.
Viltu vita meira: www.krokur.is/vestur
SIGLUFJÖRÐUR
Þjóðlagahátíð 18.-23. júlí
Langi þig til að kynnast tónlistararfí okkar Islendinga
eða taka þátt í námskeiðum og hlýða á þjóðlög leikin og
sungin, þá er upplagt að leggja leið sína á Þjóðlagahátíð-
ina á Siglufirði sem haldin verður 18.-23. júlí. Þar gefst
kostur á að kynnast fjölbreytilegum þjóðlagaarfi þjóðar-
innar á tónleikum, fyrirlestrum og námskeiðum frá
morgni til kvölds. Þjóðlagahátíðin verður sett í Siglu-
Qarðarkirkju þriðjudaginn 18. júlí kl. 20.30 en siðan
hefst fimm daga dagskrá. Hver dagur er helgaður sér-
stöku viðfangsefni með fyrirlestmm, námskeiðum, þjóð-
lagamessu og tónleikum innan dyra og utan.
Viltu vita rneira: www.gol@ismennt.is
AKUREYRI
Sýningin Heimskautalöndin unaðslegu -
opnun 3. nóvember
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar i samvinnu við Lista-
safnið á Akureyri stendur fyrir farandsýningu um Vil-
hjálm Stefánsson heimskautafara. Um leið og innsýn er