Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Qupperneq 25

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Qupperneq 25
STJÓRNSÝSLA í sveitarfélaginu í sem ríkustum mæli. Hér að framan var rakið að oft vegast á túlkun sveitar- stjómarlaga og ákvæði ýmissa sérlaga sem kveða á um tiltekna málsmeðferð innan sveitarfélagsins. Samkvæmt almennum lögskýringarreglum ganga ákvæði sérlaga framar almennum lögum. Hér verður hins vegar enn að hafa í huga þá almennu reglu að sjálfstjómarréttur sveit- arfélaganna er sú meginregla sem sveitarstjómarlögin byggja á. Niðurstaðan mín er því sú, hvað varðar túlkun 2. mgr. 44. gr., að heimilt sé að fela nefnd eða ráði fúllnaðar- afgreiðslu máls nema lög mæli sérstaklega gegn slíku framsali eða að í lögum sé kveðið á um sérstaka eða vandaðri málsmeðferð, s.s. tvær umræður í sveitarstjóm. Ekki er þess getið sérstaklega í 2. mgr. að sveitarstjóm þurfi að taka slíkar ákvarðanir upp í samþykkt sveitar- félagsins. Tekið skal fram að skýr málskotsréttur skal vera fyrir hendi til æðra stjómvalds, sveitarstjómar (byggðarráðs) eða nefndar varðandi afgreiðslur nefnda eða embættis- manna skv. 2. og 3. mgr. 44. gr. V. Embættisafgreiöslur Sveitarstjóm er heimilt að fela embættismönnum af- greiðslu mála skv. 3. mgr. 44. gr., enda sé skýr mál- skotsréttur til sveitarstjórnarinnar eða nefndarinnar í slíkum tilfellum. Á gmndvelli laga um reynslusveitarfé- lög nr. 82/1994 hafa verið gerðar tilraunir með slíkt, t.d. hefúr byggingarfulltrúum nokkurra sveitarfélaga verið falin afgreiðsla tiltekinna mála sem heyra undir bygg- ingamefnd skv. skipulags- og byggingarlögum. Ég tel að það sé samdóma álit sveitarstjómarmanna að hér hafi vel tekist til enda em þau verkefni sem framseld hafa verið i eðli sínu embættisfærsla. Spyija má hvers vegna pólitískt kjömir fúlltrúar eigi að sitja yfír byggingateikn- ingum og úrskurða um hvort þær séu í samræmi við deiliskipulag og byggingarreglugerð. I mínum huga er þetta tæpast verkefni stjómmálamanna heldur hrein embættisfærsla, en ég legg áherslu á að reglur um mál- skotsrétt til kjörinna fúlltrúa séu skýrar. Vakin er athygli á að ákvarðanir sveitarstjómar um að fela embættismönnum fullnaðarafgreiðslu mála skal taka inn í samþykktir um stjóm sveitarfélagsins sem þýðir að hafa skal tvær umræður í sveitarstjóm ásamt staðfestingu félagsmálaráðuneytis. Reyndar má spyrja hvers vegna krafíst er svo vandaðrar málsmeðferðar þegar um embættisafgreiðslur er að ræða en aftur á móti ekki þegar sveitarstjóm afsalar ákvörðunarvaldi sínu til nefndar. VI. Reynslusveitarfélög Með lögum um reynslusveitarfélög nr. 82/1994 var stigið merkilegt skref í sögu íslenskra sveitarstjómar- málefna. Annars vegar var um að ræða tilflutning ákveðinna verkefha, í tilraunaskyni, frá ríki til sveitarfé- laga og hins vegar stjómsýslutilraunir alls konar innan sveitarfélaganna sjálfra. Félagsmálaráðuneytið á miklar þakkir skildar fyrir frumkvæði að þeirri lagasetningu. Athygli vekur að fjölmargar breytingar á lögum hafa verið gerðar í ffamhaldi af þeirri reynslu sem fengist hef- ur hjá reynslusveitarfélögunum. Þannig hefúr húsnæðis- löggjöfinni verið breytt, skipulags- og byggingarlögum, lögum um vinnumiðlun og þannig mætti áffarn telja. Áður er getið flutnings verkefna frá byggingameffid til afgreiðslu byggingarfúlltrúa. Ymsar aðrar tilraunir vom gerðar á gmndvelli laga um reynslusveitarfélög eða í anda þeirra varðandi verkefnaflutning. Hér er fýrst og ffemst átt við ákvarðanir sem áður vom teknar í sveitar- stjóm eða nefnd en hafa nú verið fluttar í hendur emb- ættismanna með málskotsrétti til nefndar eða sveitar- stjómar. Ég sé fyrir aukna þróun á því sviði. 1 Reykjavík var t.d. heilbrigðiseftirlitinu falin afgreiðsla veigamikilla málaflokka sem áður heyrðu undir heilbrigðisnefnd, nú heilbrigðis- og umhverfisnefnd, eða borgarráð, sbr. sam- þykkt nr. 111/1997, og skrifstofustjóra borgarstjómar vom falin til afgreiðslu ýmis mál sem áður komu til borgarráðs án þess þó að gengið væri á rétt borgarráðs til hinnar pólitísku ákvörðunartöku. Hugmyndafræðin hér að baki er sú að pólitískt kjömir fulltrúar verji starfs- kröffum sínum fremur í stefnumörkun og eftirlit með að markaðri stefnu sé fylgt eftir fremur en að viðfangsefhi séu í eðli sínu afgreiðslumál. Málskotsrétturinn er hér mikilvægur til hinna kjömu fúlltrúa. VII. Hvert er sjálfstæði sveitarfélaga í reynd? Víkjum aftur að upphafmu. í 76. gr. stjómarskrárinnar er sveitarfélögum tryggð tiltekin sjálfstjóm. Sú sjálf- stjóm er í því fólgin að sveitarstjóm, sem er kjörin af íbúum sveitarfélagsins, fer með stjóm þeirra málefna sem sveitarfélaginu em falin. Á meðan stjómarskrár- ákvæðið stendur óbreytt verða sveitarfélögin a.m.k. ekki með öllu lögð niður.7' Málefni sveitarfélaganna heyra undir félagsmálaráðu- neyti sem jafnframt er falið úrskurðarvald um ýmis vafa- atriði sem upp kunna að koma við framkvæmd sveitar- stjómarmálefna skv. 103 gr. sveitarstjómarlaga. Hér er ráðuneytinu falið vandmeðfarið vald, og hafa verður að leiðarljósi sjálfstjóm sveitarfélaganna við meðferð þess. Úrskurðarvald ráðuneytisins nær fyrst og fremst til þess hvort farið hafi verið formlega að réttum reglum en ekki til mats efhisinnihalds, þ.e. atriða sem byggjast á fijálsu mati sveitarstjómar eða embættismanna á viðkomandi málefni. Mikilvægt er að ráðuneytið virði sjálfstjóm sveitarfé- laganna þegar kemur að hinu fijálsa mati, sbr. úrskurð ráðuneytisins frá 21. febrúar sl., þar sem kærð var ákvörðun um brottvikningu starfsmanns úr starfi. Þar er 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.