Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Síða 57

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Síða 57
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM Við eitt fundarborðanna. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Guðrún Jónsdóttir, for- seti bæjarstjórnar í Borgarbyggð, og bæjarfulltrúarnir Kolfinna Jóhannesdóttir og Guðbrandur Brynjúlfsson, bæði í Borgarbyggð. Unnar Stefánsson tók mynd- irnar frá aðalfundinum. skorar á Alþingi að veita fé til verkefnisins svo það geti hafíst sem fyrst. Vesturlands- skógar veita bændum og öðmm sem vilja vinna við landbúnað tækifæri til nýrra verkefha og getur verið mikilvægur þáttur til að byggð haldist í sveitum. Stofnun Landbúnaöarháskólans á Hvanneyri Aðalfundur SSV fagnar stofnun Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri en vænting- ar em bundnar við fjölgun starfa og fjöl- breytni. Samgöngumál Aðalfundur SSV 1999 varar við hug- myndum um skerðingu vegafjár og minnir á að bættar samgöngur em besta vömin gegn byggðarröskun. Fundurinn fagnar því að verið er að end- urskoða lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og hvetur til þess að fram- kvæmd matsins verði einfolduð og sjónarmið íbúa komi betur fram. Aðalfundurinn tekur undir samþykkt sveitarstjóma í Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppi, Stykkis- hólmi, Gmndarfnði og Snæfellsbæ ffá 1. júlí sl. varð- andi vegagerð um Vatnaheiði. Þegar vegstæði er valið verður umferðaröryggi að vera í fyrirrúmi og hönnun vegarins gerð með það í huga. Fundurinn fagnar þeim áfanga sem náðst hefúr við tengingu byggðanna á norðanverðu Snæfellsnesi en hvetur til að ráðist verði strax í næsta áfanga sem er bygging brúar yfír Kolgrafarfjörð og síðan áffam teng- ing til Búðardals. Hafin verði vegagerð um Vatnaheiði. Vegur um Bröttubrekku verði endurbyggður svo hann þoli eðlilegan umferðarþunga. Haldið verði áffam upp- byggingu Fróðárheiðar og Útnesvegar. Aðalfúndur SSV hvetur til þess að : • Þjóðvegur nr. 1 ffá Haugum að Brekku í Norðurárdal verði endurbyggður. • Farið verði í undirbúningsrannsóknir á vegstæði yfír Gmnnafjörð. • Bæta þarf öryggi vegfarenda undir Hafnarfjalli vegna sviptivinda. • Hraðað verði undirbúningi að framtíðarvegtengingu á þjóðvegi 1 við Borgames. • Undirbúningur haldi áffam við ffamtíðarveg á milli Vestur- og Suðurlands um Uxahryggi. • Endurskoða þarf snjómokstursreglur Vegagerðarinn- ar og gera þær sveigjanlegri. • Unnið verði áfram að skipulagi og lagningu reiðvega á Vesturlandi. Stórauka þarf fjármagn til uppbyggingar og viðhalds tengivega á Vesturlandi. Auka þarf fjármagn til safnvega, en það hefur verið skert úr 370 millj. kr. árið 1988 í 196 millj. kr. árið 1999 á verðlagi septembermánaðar 1999. Tryggja þarf eðlilegt viðhald girðinga meðfram þjóðvegum og sé best fyrir- komið á einni hendi og þá í höndum veghaldara. Hugað verði að því að leggja bundið slitlag á Stóra- Kropps-flugvöll. Það er hagsmunamál Vestlendinga að Reykjavíkur- flugvöllur verði áffam í Vatnsmýrinni. Bæta þarf fjarskiptasamband á Vesturlandi með lagn- ingu ljósleiðara og tengingu hans jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. Stjórn SSV í stjóm SSV til eins árs vom kosnir bæjarfúlltrúamir Gunnar Sigurðsson og Sigríður Gróa Kristjánsdóttir á Akranesi, Guðrún Jónsdóttir í Borgarbyggð og Dagný Þórisdóttir í Stykkishólmi, Sigurður Valgeirsson, oddviti Leirár- og Melahrepps, Stefán Jónsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæ- fellsbæ. Einnig vom kosnir tveir skoðunarmenn, fímm fúlltrúar í atvinnumálanefnd, sjö í samgöngunefnd, fjórir fúlltrúar á ársfúnd Landsvirkjunar og þrir í landshlutanefnd vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra. Einnig vom kjömir vara- menn fyrir stjóm og allar nefndir. Loks var ársreikningur og fjárhagsáætlun samþykkt. Á fyrsta fúndi stjómar var Gunnar Sigurðsson kosinn formaður hennar. Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastjóri SSV 1 1 9

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.