Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Síða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2000, Síða 62
ERLEND SAMSKIPTI Evrópuráðstefna í Oulu í Finnlandi 14.-17. júní Ráð evrópskra sveitarfélaga og héraða heldur 21. þing sitt í tónlist- arhöllinni í borginni Oulu í Finn- landi dagana 14.-17. júní nk. Þingið er opið sveitarstjórnarmönnum, jafnt kjömum fulltrúum sem emb- ættismönnum, og er helgað efninu „Evrópa íbúanna á vit nýrrar aldar - frá ögmn vorra tíma til nýrrar nálg- unar velferðar“. Ráð evrópskra sveitarfélaga er samstarfsvettvangur um það bil 100 þúsund sveitarfélaga og héraða og 38 landssambanda i 27 Evrópuríkj- um sem aðild eiga að Alþjóðasam- bandi sveitarfélaga, þar á meðal Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þingið starfar m.a. í hópum þar sem umræðueíhin nefnast: Hlutverk sveitarfélaga á nýrri öld, Upplýs- ingatæknin sem grundvöllur vel- ferðar, Hvemig má tryggja að þjóð- leg menning viðhaldi sérkennum sínum?, Breytt viðhorf í samskipt- um íbúa, kjörinna fúlltrúa og emb- ættismanna, Hlutverk sveitarfélaga í atvinnumálum, Hvað ógnar velferð- inni mest, glæpir og kynþáttahatur? og Breytt landamæri Evrópu. Allt em þetta efni sem sveitar- stjómarmönnum eru hugleikin við dagsbrún nýrrar aldar sem mótast af alþjóðahyggju á öllum sviðum. A lokafundi verður borin upp til samþykktar tillaga að ályktun ráð- stefnunnar. Ráðsteínan fer ffam á ensku. Þátttökugjald er 5.200 finnsk mörk eða 62.400 ísl. krónur. Fyrir maka 2.200 finnsk mörk eða 26.400 ísl. kr. Innifalið í þátttökugjaldi er m.a. hádegisverður í tvo daga, há- tíðarkvöldverður og skoðunarferð um Oulu. Fargjald fram og til baka til Oulu kostar 56.400 ísl. krónur með flugi. í tengslum við ráðstefhuna verða kynnisferðir til áhugaverðra staða í nágrenni Oulu. Þingið er haldið í samstarfí við Finnska sveitarfélagasambandið og er forráðamönnum þess mjög í mun að sveitarstjórnarmenn frá öðrum ríkjum Norðurlandanna sæki þingið og kynnist i leiðinni þeirri miklu tæknibyltingu sem hefúr átt sér stað í bæjunum við Helsingjabotn en þar hafa efnahagslegar framfarir orðið meiri heldur en annars staðar í Evr- ópu á allra siðustu árum. I Oulu er miðstöð hátækniiðnaðar Finna. Þar BCRGARPLAST Borgarplast er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO 14001, eitt fyrirtækja í eigu Islendinga. Fyrirtækið framleiðir fjölmargar úrvalsvörur til verndunar náttúrunni. Borgarplast framleiðir rotþrær, olíuskiljur, sandföng, brunna, vatnsgeyma og einangrunarplast. Öll framleiðsla fyrirtækisins er úr alþjóðlega viðurkenndum hráefnum og fer fram undir ströngu gæðaeftirliti. Rotþrær, olíu- og fituskiljur Borgarplasts eru viðurkenndar af Hollustuvernd ríkisins. m BCRGARPLAST Sefgarðarl-3 • 170 Seltjarnarnes Sólbakka 6 • 310Borgarnes Simi: 5612211 • Fax: S61 4185 Simi: 437 1370 • Fax: 437 1018 Netfang: borgarplast@borgarplast.is 1 24

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.