Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 6

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 6
132 Forustugrein í sextíu ár Hinn 1. september 1941 ritaði Jónas Guðmundsson, forgöngumaður að stoíhun Sambands islenskra sveitarfélaga og fyrsti formaður þess, inngang í fyrsta tölublað Sveitarstjómarmála, tímarits um málefhi íslenskra sveitarfélaga. Þar segir Jónas m.a.: „Ég hef ráðizt í útgáfu þessa rits í því skyni, að það geti orðið fyrsti vísir að meira samstarfi milli þeirra manna, sem sveitarstjómarmál láta sig nokkm skipta, og til þess að auka þekkingu þeirra í þessum efnum. Von mín er sú, að innan skamms megi takast að koma á fót félagi íslenzkra sveitarstjómarmanna, sem þá að sjálfsögðu tæki við útgáfu ritsins og setti því ritstjóm, en sú er venjan um svipuð rit annars staðar, þar sem ég hef haft spumir af.“ Þessar vonir Jónasar urðu báðar að veruleika. Fyrir forgöngu Jónasar var Samband íslenskra sveitarfélaga stofnað 11. júní 1945 og tímaritið Sveitarstjómarmál hefur komið út óslitið frá árinu 1941. Dugnaður, lfam- sýni og fæmi Jónasar réð úrslitum í báðum þessum málum auk víðtækrar þekkingar hans á málefnum sveitarfélaganna og góðum tengslum hans við sveitar- stjómarmenn hvarvetna á landinu. Dagsetningin 1. september 1941 markar upphafíð að útgáfu sem varað hefur í rétta sex áratugi. Yfir- standandi árgangur tímaritsins er því afmælisárgangur og er þetta tölublað að nokkm helgað því. Lýður Bjömsson sagnfræðingur, höfundur Sögu sveitar- félaganna, sem kom út í tveimur bindum á ámnum 1972 og 1979 fellir saman í eina grein yfirlit sem hann hafði tekið saman um sameiningu sveitarfélaga ffá árinu 1703 til ársins 1972, er fyrra bindið af Sögu sveitarfélaga kom út, og yfirlit sem haldið hefur verið á skrifstofu sambandsins síðan. Hér er því komið á einn stað yfirlit um sameiningu og aðrar þær breytingar sem orðið hafa á sveitarfélög- um í landinu allt ffá 1703 og væntanlega til loka yfirstandandi árs. Er þess að vænta að fengur þyki að því að geta gengið að þessum upplýsingum á einum stað. Þá rekur Páll Lýðsson, fyrrverandi oddviti Sand- víkurhrepps, sögu sameiningar og skiptingar sveitar- félaga sem líklega oftast hafa tekið breytingum að þessu leyti, þ.e. Þingvallahrepps og Grafningshrepps. Jónas Guðmundsson var eigandi og annaðist útgáfu 1941 60 2001 Sveitarstjómarmála ffá 1941 til 1947 en þá eignaðist Samband íslenskra sveitarfélaga tímaritið. Jónas ritstýrði Sveitarstjómarmálum ffá 1941 allt til ársins 1966 að undanskildum ámnum 1949-1952 þegar Eiríkur Pálsson, fV. skattstjóri í Hafnarfirði, gegndi því starfi og árunum 1956-1957 þegar Þorvaldur Amason lögffæðingur var ritstjóri. Frá árinu 1967 eða í 34 ár hefur Unnar Stefánsson ritstjóri stýrt útgáfu Sveitar- stjómarmála. Þessu verkefni hefur Unnar sinnt með stakri prýði. Undir hans ritstjóm hefur tímaritið eflst vemlega og gegnt afar mikilvægu hlutverki í sögu og starfi íslenskra sveitarfélaga. Tímaritið Sveitarstjómarmál hefur á hveijum tíma verið vettvangur umfjöllunar um baráttu- og hags- munamál sveitarfélaganna og má segja að þar hafi endurspeglast saga íslenskra sveitarfélaga á síðari hluta 20. aldarinnar. Tímaritið hefur gegnt þýðingarmiklu hlutverki í miðlun upplýsinga um margvisleg málefni sem varða ffamkvæmdir og rekstur sveitarfélaganna. Ávallt hefur verið lögð áhersla á að kynna skoðanir sveitarstjómarmanna og annarra til ýmissa málefna sem tengjast sveitarfélögunum og fjalla um ný viðhorf og nýjungar í stjómsýslu og rekstri sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa ffá upphafi byggðar í landinu verið homsteinninn í stjómkerfi þess. Þau em sterkt þjóðfélagsafl sem taka verður fullt tillit til. Hlutverk og ábyrgð þeirra er mikil og þau hafa ríkum skyldum að gegna. Sveitarstjómarmálin emjafnffamtmikilvægur þáttur í opinberri stjómsýslu og ákvarðanir sveitar- stjóma hafa mikil áhrif á vöxt og viðgang byggðanna í landinu. Sveitarstjómir verða því ávallt að sýna ffam á það í verkum sínum og ákvörðunum að þau standi fyllilega undir þeirri ábyrgð og þeim kröfum sem til þeirra em gerðar. Tímaritið Sveitarstjómarmál hefur í skrifum sínum sýnt ffam á mikilvægi þessara gmndvallaratriða og í 60 ár verið öflugur sameiginlegur vettvangur sveitarstjómarmanna. Það hefur átt stóran þátt í að efla og sameina sveitarstjómarmenn og verið ffóðlegur og málefnalegur tengiliður sveitarstjóma og sveitar- stjómarmanna við íbúa sína. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.