Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 9
Afmæli
koma á fót félagi íslenzkra sveitarstjórnarmanna,
sem þá að sjálfsögðu tæki við útgáfu ritsins og setti
því ritstjórn, en sú er venjan um svipuð rit annars
staðar, þar sem ég hef spurnir af.“
Jónas Guðmundsson gaf Sveitarstjórnarmál út
fyrir eigin reikning fram i júlímánuð árið 1947.
Þá náðust samningar um að Samband íslenskra
sveitarfélaga tæki að sér útgáfuna að öllu leyti,
en jafnframt hét félagsmálaráðherra ríflegum
útgáfustyrk næstu fimm ár. Stefán Jóh. Stefánsson
var félagsmálaráðherra sumarið 1947. Sambandið
hefur gefið tímaritið út síðan en var á árunum
1956-1965 í samstarfi við Tryggingastofnun
ríkisins um útgáfuna. Samstarf þetta var með þeim
hætti að Tryggingastofnun keypti um 300 eintök af
Sveitarstjórnarmálum fyrir ákveðið verð og lagði
til efni að hálfu á móti sambandinu. Nokkru eftir
þetta eða á árinu 1968 var siðan gert samkomulag
við Brunabótafélag íslands um að Brunabóta-
félagið keypti um 100 eintök af Sveitarstjórnar-
málum gegn því að fá þar birtar greinar ef á þyrfti
að halda. Samningur þessi var við lýði til ársins
1997.
Fyrstu árin var nokkuð á reiki hve mörg hefti
komu út ár hvert. Þau voru til dæmis aðeins tvö
árið 1947 og þrjú næsta ár. Fjögur hefti voru gefin
út 1949-1955 ár hvert og síðan sex hefti á ári
1956-1962. Fjögur hefti af Sveitarstjómarmálum
komu út árið 1963 en síðan voru heftin sex á ári
Framhlið fyrsta tölublaðs Sveitarstjórnarmála.
fram um 1995 en þá var þeim fækkað í íjögur til
fimm og hefur þetta haldist. Alloft bar við á
árunum 1942-1960 að einstök hefti væru talin
tvöfold og það þó að þau væru ekki þykkari en
almennt gerðist. Slíkt hefur ekki átt sér stað eftir
1960. Lesmálssíðuljöldi jókst meira en fjölgun
hefta á ári gefur til kynna. Lesmálssíður voru til
dæmis 68 árið 1947 en 284 árið 1972. Síðan hefur
hver árgangur verið á þriðja hundrað lesmálssíður
og jafnvel yfir þrjú hundruð.
Jónas Guðmundsson var ritstjóri og ábyrgðar-
maður Sveitarstjórnarmála 1941-1946 og ábyrgð-
armaður 1947, 1953-1955, 1957-1966. Eiríkur
Pálsson var ritstjóri og ábyrgðarmaður 1949-1952
og Þorvaldur Árnason 1956-1957. Upp frá því
hefur formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
jafnframt verið ábyrgðarmaður Sveitarstjórnar-
mála, fyrst Jónas Guðmundsson og síðan þeir Páll
Líndal 1967-1978, Jón G. Tómasson 1978-1982,
Björn Friðfinnsson 1982-1987, Sigurgeir Sigurðs-
son 1987-1990 (starfandi formaður) og Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson frá og með 1990. Unnar Stefáns-
son varráðinn ritstjóri Sveitarstjórnarmála 1968 og
hefur gegnt því starfi síðan. Hann hóf raunar störf
við timaritið árið 1961 og var ritstjórnarfulltrúi
þess á árunum 1965-1967. Unnar á því fjörutíu ára
starfsafmæli við Sveitarstjórnarmál á þessu ári.
Heiti tímaritsins er réttnefni, allt efni þess
undanfarna sex áratugi tengist sveitarstjórnarmál-
Sveitar
stjórnax*
xxiál
Frá og með 1. tölublaði 1963 verður breyting á útliti og umbroti
tímaritsins. Þá er á efri helmingi framhliðarinnar birt mynd þvert
yfir síðuna. Heiti tímaritsins situr á neðri helmingi, ágrip af efni
tölublaðsins þar fyrir neðan og númer tölublaðs lengst til hægri.