Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Qupperneq 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Qupperneq 10
13ó Afmæli Sveitar stjórnar múl Frá ársbyrjun 1968 verður sú breyting á að heiti tímaritsins er komið efst á siðuna til vinstri, merki sambandsins efst til hægri og myndin nær yfir neðri hluta síðunnar. Gísli B. Björnsson hannaði kápurnar á tímaritið frá 1963 til ársloka 1983. um með einum eða öðrum hætti. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða kynningu á einstökum sveitarfélögum og viðfangsefnum þeirra eða viðtöl við sveitarstjórnarmenn. Raunar flýtur stundum efni af öðru tagi með í greinum af þessu tagi og í viðtölum og skal það síst lastað, stundum er þar fróðleik bjargað frá glötun og ekki síst viðhorfum viðmælenda til ágreiningsmála. Lög og reglugerðir voru áberandi hluti efnisins á meðan Jónas Guðmundsson hélt um stjómvöl tímaritsins. Hann hefur vafalaust ekki farið í grafgötur um að sveitarstjórnarmenn almennt keyptu ekki Stjórnar- tíðindi og því talið tímaritið bæta úr brýnni þörf með því að birta slíkt efni. Síðustu áratugi hefur verið látið nægja að birta skrá yfir það í Sveitar- stjórnarmálum. Málaflokkar á borð við fjármál sveitarfélaga, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, skóla- og menningarmál, löggæslu, málefni aldraðra og sameiningu sveitarfélaga hafa oft verið til umfjöllunar í tímaritinu, einnig gatna- og vegagerð, vatns- og hitaveitur og sorphreinsun. Nýir málaflokkar hafa komið fram á sjónarsviðið og það áður en sett voru lög um þá, til dæmis náttúruvernd, staðgreiðsla skatta, umhverfismál og virðisaukaskattur. I Sveitarstjórnarmálum er yfirleitt gefið greinargott yfirlit yfir ráðstefnur á vegum sambandsins en þær skipta orðið tugum og hafa fjallað um hið fjölbreytilegasta efni. Tímaritið Frá ársbyrjun 1984 færist heiti tímaritsins á hægri brún, merkið situr neðst til vinstri og númer tölublaðsins lengst til hægri. Myndin er komin í glugga. Kristján Svansson hannaði þá kápu og hefur hún verið óbreytt til þessa. kynnir sveitarstjórnarmenn og birtir frásagnir af ársfundum og landsþingum sambandsins og aðal- fundum landshlutasamtaka ásamt samþykktum þessara samkoma. Þar er ýmsan fróðleik að finna. Höfundur þessarar greinar var og þakklátur fyrir hann þegar ritun Sögu sveitarstjórnar á íslandi stóð yfir. Hann telur einsýnt að hið sama verði uppi á teningnum ef framhald þeirrar sögu verður einhvern tíma ritað. Ekki er unnt að fjalla svo um Sveitarstjórnarmál að geta fylgirits tímaritsins að engu, Handbókar sveitarstjórna. Kominn er út á þriðja tug hefta af Handbókinni. Efni Handbókarinnar er sérhæft, sveitarstjórnarlög, kosningalög, skipulagslög og skýrslur nefnda á vegum sambandsins, til dæmis skýrslur Sameiningarnefndar sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmannatal er gefið út í ritröð þessari að loknum sveitarstjórnarkosningum hverju sinni. Fyrsta talið var gefið út árið 1958. Fyrsta Hand- bókin var annars gefin út árið 1963 og geymir hún upplýsingar um lög, skipulagsmál og ráðstefnu- niðurstöður og fleira efni af því tagi. Sveitarstjórnarmannatalið hefur komið mörgum að notum og við ýmis tækifæri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.