Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 13
Samtal 139 legg, að sinna erindum fyrir sveitarstjórnarmenn við ríkisvaldið í Reykjavík eða aðrar stofnanir þar og að gefa út tímaritið. Ennfremur að koma á tengslum við systursamböndin á Norðurlöndum. Um haustið 1948 meðan ég var bæjarstjóri í Hafnarfirði fór ég á þing sveitarfélagasambandsins í Noregi. Það varð til þess að ég gerði mér grein fyrir nytsemi slíkra heildarsamtaka sveitarfélaga. Ég reyndi að efla sambandið m.a. með því að heimsækja sveitarstjórnarmenn. Einhverju sinni fór Sigurður Óli Ólafsson, oddviti Selfosshrepps, með mér um Suðurland. Þá opnuðust augu mín fyrir víðáttu Suðurlandsundirlendisins en ég var aðeins vanur sveitarfélagi í tiltölulega lokuðum dal eins og Svarfaðardal eða hreppum sem voru afmarkaðir af ám eða fjörðum. í starfinu kynntist ég fjölmörgum oddvitum með brennandi áhuga á að efla sitt sveitarfélag. Það var eins og hreppurinn væri þeirra eigin barn og vildu veg hans sem allra mestan. En Qárhagur hreppanna var á þessum árum afar dapurlegur svo það var lítið hægt að liðsinna þeim. Margar ferðirnar fóru menn á fund ráðherra að leita fyrirgreiðslu með hin ýmsu erindi. Stundum fengu menn úrlausn sinna erinda en oft fóru menn bónleiðir til búðar. í þetta fór allmikill tími. Einhverju sinni var hjá mér maður sem átti brýnt erindi við ráðherra og vildi fara á fund hans strax. Ég sagði honum að fara ekki þá til ráðherr- ans enda var hann undir áhrifúm. Hann fór að „Vildi heldur vinna að sveitarstjórnarmálum heldur en hjá misvitrum þingmönnum." ráðum mínum og nokkru síðar kom hann til mín og þakkaði mér ráðgjöfina. Ég kynntist mörgum heiðursmönnum í hópi sveitarstjórnarmanna sem komu oft á skrifstofuna. Af eftirminnilegum oddvitum man ég eftir Birni Finnbogasyni í Gerðahreppi, Klemensi Jónssyni í Bessastaðahreppi, sem var traustur og hollráður, Gísla Jónssyni á Stóru-Reykjum í Hraungerðis- hreppi og Hermanni Eyjólfssyni í Gerðakoti, odd- vita Ölfushrepps. Allir voru þeir úrvalsmenn og sumir sérstæðir persónuleikar. Og svo voru það menn eins og Karl Kristjánsson á Húsavík sem iðulega ritaði fundargerðir á landsþingum og á fulltrúaráðsfundum. Oft var í mörgu að snúast er landsþing sambandsins voru haldin og þau á mismunandi stöðum og nokkrar ferðir voru þá farnar með fulltrúa og erlenda gesti.“ - / tímaritinu sést að auk ritstjóra er ritnefnd skrifuó fyrir tímaritinu. Hafðirþú stuðning af nefndinni? „Nei, blessaður vertu. Hún var aðeins að nafninu til, kom aldrei saman að ég hygg og hafði engin áhrif. Gagnvart mér var sú hlið málsins algerlega í höndum formanns sambandsins, Jónasar Guðmundssonar, er stjórnaði því af kostgæfni og dugnaði. Karl Kristjánsson skrifaði grein um Húsavík að minni beiðni. Hann skilaði greininni fljótt og vel og birtist hún í tímaritinu. En ég sagði „Flest mál eru leyst án ágreinings - nema helst hér í Hafnarfirði.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.