Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 14

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 14
Samtal Unnar Stefánsson ræðir við Eirík Pálsson níræðan. Myndirnar með samtalinu tók Gunnar G. Vigfússon. honum að mér þætti greinin of stutt og bað hann að lengja hana. Hann gerði það og úr því varð til bókin Saga Húsavíkur. Hana tel ég mér til tekna. Og fyrst ég er kominn inn á þessa braut get ég alveg eins sagt þér frá því að ég tel mig eiga talsvert í utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar á sínum tíma. Þannig var mál með vexti að ég var í stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur sem þá stóð að árlegum fullveldisfagnaði 1. desember. Nú stóð lýðveldisstofnun fyrir dyrum og því þurfti að vanda vel val á ræðumanni. Það kom í minn hlut að leita uppi góðan ræðumann á þessum örlagaríka tíma. Ég talaði við Björn Þórðarson og fyrir mínar fortölur féllst hann á að flytja ræðuna 1. desember 1942. Sveini Björnssyni, þáverandi ríkisstjóra, féll ræðan vel í geð, var víst sammála efni hennar og hefur ef til vill af þeim sökum fengið Björn til að mynda utanþingsstjórnina sem tók við völdum 16. desember 1942. Ég tel ntig eiga talsvert í henni og bera nokkra ábyrgð á henni.“ - Starfaðir þú hjá Alþingi áður en þá koutst að sveitarstjórnarmálum? „Já, ég fékk starf á skrifstofu Alþingis 1941. Meðal verkefna sem ég tók að mér í tengslum við það starf var að vera framkvæmdastjóri Sögu- sýningarinnar sem haldin var í húsi Menntaskólans í Reykjavík 1944. Fékk ég leyfi frá störfum á Alþingi um þriggja mánaða skeið, vann að undir- búningi sýningarinnar og daglegum rekstri eftir opnun hennar 18. júní. I tengslum við lýðveldis- stofnunina og vinnuna að sýningunni varð mér hugleikið það hlutverk sem við í ungmenna- félaginu í Svarfaðardal höfðum ung tileinkað okkur að vinna ættjörðinni allt. Það sumar rnálaði Gunnlaugur Blöndal myndina af Þjóðfundinum 1851, Við mótmælum allir, sem prýðir veggi Alþingishússins. Ég hóf störf á Alþingi aftur um haustið. Um áramótin 1944 og 1945 losnaði bæjar- stjórastarfið í Hafnarfirði. Ég bjó við húsnæðis- skort í Reykjavík, sótti um starfið, var kosinn bæjarstjóri og tók við því starfi 1. mars 1945.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.