Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Qupperneq 16
Þjóðlegur fróðleikur
Páll Lýðsson, Jv. oddviti Sandvíkurhrepps:
Sameining og slit Grafhings
og Þingvallasveitar á 19. öld
Grafningshreppur í Árnessýslu er líklegast það
sveitarfélag á Islandi sem oftast hefur sameinast
öðrum sveitarfélögum - eða slitið sig frá þeim.
I manntalinu 1703 eru Grafningsmenn taldir með
íbúum Ölfushrepps. Svo er einnig þegar skrifuð er
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns í
Ölfussveit í Árnessýslu í ágúst og
septembermánuðum 1706. Skrásetning
Ölfússveitar hefst með Grafningi, sem er þó í sér
kafla: „Ellefu lög-býli hin fýrstu"1’ en að lokinni
lýsingu þeirra segir: „Hér endast Grafningur, en
byrjar sjálft Ölves.“2)
Þingstaður í Ölfusi var þá að Bakkárholti.
Þangað áttu Grafningsmenn að sækja manntalsþing
sitt (sýslumannaþing). I öllum finnanlegum mann-
talsbókum á 18. öld eru Grafningsbændur á Bakk-
árholtsþingi. Má vera að skynsamlegur sé fyrirvari
Lýðs Björnsssonar sagnfræðings í Sögu sveitar-
stjórnar á Islandi um Þingvallasveit og Grafnings-
hrepp: „Byggðalög þessi kunna og að hafa verið
sérstök framfærsluumdæmi innan hinna fornu
Ölfus- og Grímsneshreppa."31
Árið 1787 er Grafningshreppur örugglega orðinn
„hreppur meðal hreppa“. Það sannar skrá Steindórs
Finnssonar sýslumanns frá 20. febrúar 1787 um
búljárfelli í Árnessýslu af völdum Skaftáreldanna.41
Páll Lýðsson sagnfrœðingur
var oddviti Sandvikurhrepps
á árunum 1970-1998,
sat í sýslunefnd Árnessýslu
1974-1988 og í héraðsnefhd
í tíu ár. Hann var hrepp-
stjóri Sandvíkurhrepps
1982-1996. Páll varfrórði
oddvitinn I óslitinn karllegg
ogfrórði hreppstjórinn frá
1867 til l.febrúar 1998, er embættið var lagt niður.
Hann hefur verið bóndi i Litlu-Sandvík i 42 ár.
Páll hefur skrifað sjö bœkur.
Svo byrjar sama ár gerð landbúnaðarskýrslu úr
hverri sveit landsins (Tabel on den oeconomiske
Tilstand) og strax fyrsta árið er komin skýrsla úr
Grafningshreppi.5) I fýrra dæminu er talað um
„Grafnings Sveit“, en landbúnaðarskýrslan á
haustnóttum 1787 notar hið dönskuskotna nafn
„Grafnings Repp“.
Grafningshreppur lifir nú sjálfstæðu lífi um
nokkurra áratuga skeið. Þótt sveitin væri fámenn
og jarðirnar fylltu varla meira en tuginn, þreifst þar
góður búskapur. Einkum voru fjárjarðir þar mikils
metnar, enda afréttarland víðfeðmt og gott. Fáar
sögur fara af hreppstjórnarmönnum fyrr en árið
1809 þegar „hreppstjórainstruxið“ kom. Það laga-
boð fólst í því að hreppsnefndir, þ.e. hreppstjórnar-
menn, hurfu en við tóku hreppstjórar, einn eða
tveir í hverri sveit. Þeir voru opinberir embættis-
menn og urðu að sverja konungi eið við upphaf
embættistöku sinnar. Fyrsti eiðsvarni hreppstjóri
Grafningshrepps var Gísli Gíslason, bóndi á
Villingavatni. Verður nú um hann fjallað um stund.
Höfðingi sinnar sveitar
Gísli Gíslason var ættaður frá Þúfu í Ölfusi,
sonur Gísla Sigurðssonar frá Ásgarði í Grímsnesi,
bróður séra Jóns á Rafnseyri sem var afi Jóns
Sigurðssonar forseta. Kvæntur var Gísli Gíslason
Þjóðbjörgu Guðnadóttur frá Reykjakoti í Ölfusi,
og bjuggu þau fyrst á Tannastöðum þar í sveit en
fluttust að Villingavatni 1804, þar sem þau bjuggu
síðan í 46 ár.
Gísli var talinn höfðingi sinnar sveitar.
Hreppstjóri var hann í tæp 30 ár, sáttasemjari og
meðhjálpari í 44 ár og bólusetjari i 40 ár.
í embættisverkum hlífði hann hvorki sér né öðrum,
lét suma bændur lóga fénaði á haustin ef honum
þótti glannalega sett á. En að sama skapi hjálpaði
hann mönnum á vorin ef heyþrot eða matarskortur
vofðu yfir. Hann var slíkur reglumaður á vín og
tóbak að sveitungar hans þorðu ekki drukknir á
mannamót ef þeir vissu af honum þar. Gísla er svo