Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 20

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 20
Þjóðlegur fróðleikur og sauði nokkra dró ég undan til að bæta hitt upp, og líka lagði ég ekki það framtalda allt i tiund í sama augnamiði.“ Mjög hreinskilinn er framburður Gisla hrepp- stjóra en ekki varð þetta honum þó til framdráttar hjá sýslumanni. Tillaga um að leggja Grafningshrepp niður Grafningsbændur og Þingvallaprestur urðu að nátta sig í Bakkárholti, því næsta morgun var réttur aftur settur. Sjö bændanna tóku dómsátt og hækkaði framtal hvers þeirra um 3 til 4 jarðar- hundruð. „En þeir 3 eftirverandi, hreppstjóri Gisli Gislason á Villingavatni, Þórður Gíslason á Ulfljótsvatni og Þórður Magnússon á Ölvesvatni, vildu ekki sættast við klagandann.“ Sóru þeir eið að framburði sínum frá deginum áður. Orðahnipp- ingar urðu milli prestsins og Gísla hreppstjóra, sem reyndist vel að sér í lögum og vitnaði í Jónsbók, kaupabálk, 6. kapítula. Þar tilnefnir lögbókin í hvaða ásigkomulagi búpeningur skal vera þegar metinn er að vori. Dómur féll að lokum þannig að Gísli Gíslason skyldi svara sektum sem næmu 5 ríkisdölum og 6 skildingum, Þórður á Ulfljótsvatni fékk í sekt 1 ríkisdal og 84 skildinga en Þórður á Ölvesvatni fékk 3 ríkisdala og 87 skildinga sekt. Á landaura- vísu, þar sem jarðarhundrað var jafnt kúgildi eða kýrverði, má reikna út sektir þessar á nútímavísu. Um þetta leyti var kýrin metin í verðlagsskrám á 20 ríkisdali. Sekt Gísla hreppstjóra virðist því vera um fjórði partur af kýrverði. Samkvæmt skattmati ársins 2000 var kýrin metin á 70 þúsund krónur. Prestinum var áskilinn tíundi partur sektargreiðsl- unnar. Hitt rann til „Grafnings sveitar fátækra íjárhirðslu“.15) En þar með var málið ekki búið. Séra Einar S. Einarsen á Þingvöllum hafði ritað Hoppe stiftamt- manni bréf þann 25. apríl 1827. Þar kemur fram að Þórður sýslumaður hafði lagt til við stiftamtmann- inn að þessar breytingar ætti að gera á stöðu Grafningshrepps innan Árnessýslu: 1. Að Grafningshreppur yrði sameinaður Þingvallahreppi undir nafni hins síðarnefnda hrepps. Kristján Magnússon í Skógarkoti yrði þá hreppstjóri hins nýja hrepps en Gísli Gíslason á Villingavatni léti af hreppstjóravöldum. 2. Að hreppstjórnarþing beggja hreppanna yrði á Heiðarbæ. 3. Að manntalsþing sýslumanns yrði á Stóruborg í Grímsnesi eins og verið hafði hjá Þingvellingum. 4. Að fátækrakassar beggja sveitanna yrðu sameinaðir. Þingvallaprestur var nú spurður álits á þessum tillögum sem hann tók vel undir. Sameining væri eins nauðsynleg og hún væri nytsamleg. „Bændur í Grafningshreppi, ekki síst hreppstjórinn, eru ákærðir um tíundarsvik fyrir yfirvöldunum, og þar sem allt annar hugsunarháttur er í Þingvallahreppi, þá er niðurstaða mín sú, að þessi ríkjandi farsótt (tíundarsvikin) í Grafningi myndi hjaðna strax og sameining við Þingvallasveitina kæmist á.“'6) Bændur mótmæla nýjum þingstöðum Hvernig tóku svo bændur í Grafningi þessum tillögum? Þegar þeir fréttu hvað til stæði rituðu þeir stiftamtmanni bréf þann 6. júní 1827. Undir það rita 10 Grafningsbændur, jafnt þeir sem sluppu við ákæru og hinir sem lentu í súpunni. Þeir vara við þessari breytingu. Benda þeir á að Heiðarbær sé ekki vel fallinn til hreppskilaþinghalds, „því frá mestum parti hennar (sveitarinnar) að Heiðarbæ í Þingvallahrepp er so langur vegur að um haust- tímann ... verður vart komist nema annars vegar á dag fyrir vegalengd, og sá vegur þar með mikið slæmur yfirferðar vegna brattra klifja sem á hönum eru víða og tíðum gjörist ófær þegar snjór er á jörðu.“ Sömu sögu hafa bréritarar að segja um flutning manntalsþingsins frá Bakkárholti að Stóruborg. Lengri væri vegurinn að Stóruborg „og þar fyrir utan ferjuvatnsfall (Sogið), sem öll þessi sveit verður að sækja yfir að Stóruborg". Vildu bréfritarar hafa hreppskilaþingið á Úlfljótsvatni en sækja manntalsþingið sem fyrr að Bakkárholti.171 Þingvallaprestur flæmist úr kalli sínu Ekki varð sýslumanni né stiftamtmanni hnikað og þann 6. desember 1828 var Grafningur endan- lega kominn yfir til Þingvallasveitar og Kristján í Skógarkoti hafði öll hreppstjóravöld. Virðist þeim merka manni hafa tekist þar vel upp og engar kvartanir eru séðar um embættisrekstur hans. En hvað er þá að segja af sóknarprestinum á Þingvöllum, Einari Sæmundssyni Einarsen. Naut hann árangurs verka sinna? Kannski eitthvað í peningum talið, en hitt kom brátt í ljós að ekki varð minni eldurinn né óvildin til prestsins hjá sóknarbörnum hans í Grafningi. Ekki var honum

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.