Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 21
Þjóðlegur fróðleikur boðið inn á bæjum þegar hann var að húsvitja né við hann talað við kirkju. Eitt sinn var prestur að ganga út úr kirkjunni á Ulfljótsvatni eftir messu, sneri sér þá að einu sóknarbarnanna, Magnúsi Eyjólfssyni í Króki, sem sat utarlega i kirkjunni og spurði: „Hvernig eiga kennendur að prédika guðs orð?“ Magnús stendur upp, hugsar sig um og segir svo: „Ég er ekki einn þeirra.“ Og sagði svo ekki orð rneira.18’ Fór svo að séra Einar kembdi ekki hærurnar í Þingvallaprestakalli. Var hann svo heppinn að hafa brauðaskipti árið 1828 við séra Björn Pálsson á Setbergi, sem einmitt var ættaður frá Þingvöllum. Þjónaði séra Einar Setbergi í tæp 30 ár en síðan Stafholti í Stafholtstungum í 11 ár og dó þar í embætti 1866. Hann var virtur maður vestra og varð prófastur í báðum þessum héruðum. Grafningshreppur endurreistur Árin liðu. Þórður Sveinbjörnsson lét af sýslu- völdum i Árnessýslu 1834 og tók við yfirdómara- embætti í Reykjavík. Hann var síðast háyfirdómari til dauðadags, 1856. Kristján hreppstjóri í Skógar- koti féll frá 1843. Kom þá í ljós að hann hafði verið tveggja manna maki í hreppstjórnarefnum. Halldór Jónsson í Hrauntúni tók við hreppstjórn í hinum sameinaða hreppi, en von bráðar var kominn meðhreppstjóri í Grafningnum. Og hver skyldi það hafa verið annar en hinn brotlegi og afdankaði hreppstjóri, Gísli gamli Gíslason á Villingavatni! Hann dugði til ársins 1851, en þá tóku við af honum synir hans tveir, íyrst Ingi- mundur stóri í Króki og siðan Magnús á Villinga- vatni. Og nú voru timarnir orðnir breyttir. Meiri þjón- usta fyrir fólkið. Manntalsþingstöðum, sem hafði verið fækkað í Árnessýslu árið 1804, var nú aftur fjölgað með opnu bréfi Friðriks konungs sjöunda þann 22. febrúar 1855. Þar var boðað að í Ámessýslu skyldi aftur taka upp hina fornu þing- staði sem fallið höfðu niður árið 1804: Nes í Selvogi, Stokkseyri, Gaulverjabær, Stóra-Sandvík, Vælugerði í Villingaholtshreppi, Hraungerði, Húsatóftir á Skeiðum og Stórinúpur í Gnúpverja- hreppi.191 Enginn minntist þar á Grafninginn. En nú fara Grafningsbændur aftur af stað. Og þann 11. júlí 1859 eru staddir á hreppsfundi að Heiðarbæ vel- flestir Grafningsbændur og Þingvellingar og semja bænarskrá til sýslumanns Árnesinga, Þórðar Hrauntún, nú tóftir einar. Myndirnar úr Grafningi og Þingvallasveit tók Mats Wibe Lund fyrir Sveitarstjórnarmál. Guðmundssonar á Litla-Hrauni. Bænarskráin hefst svo skáldlega: „Við því er að búast í framrás tíðarinnar að kaflar komi sumir blíðir, en sumir aftur stríðir, og er þá við því að búast, þegar að hinum stríðari köflunum kemur, að menn finni heldur til erfið- leikanna. Hefir svo verið um undanfarin tvö ár, að menn þykjast heldur hafa mátt kenna á ýmsum örðugleikum um hagi sína, og er því eðlilegt þó menn láti sér koma til hugar að leita þar helst bótar og léttis, sem auðsýnilegt sýnist að vera, að öngum öðrum geti orðið til baga.“ Bréfritarar minna á að 30 ár séu nú síðan Þingvallasveit og Grafningi var steypt saman í einn hrepp, og vegna margra vandkvæða sem nú séu augljósari séu það nú „tilmæli vor hreppstjóranna og allra bænda í núverandi Þingvallahrepp ... að skilja aftur Þingvallasveit og Grafning í tvo hreppa ...“ Helstu ástæður fyrir þessari skilnaðarhugmynd telja hreppsbúar vera: 1. Þegar kreppi að í hreppnum með heybjörg og matbjörg sem hreppstjórar hafa i hendi sé erfitt fyrir þá, vegna fjarlægðar á milli bæja þeirra, að hittast og kosti það oft meira en dagsferð á veturna þegar mest liggur við. 2. Þingvallahreppi var skipt milli tveggja presta- kalla árið 1857 og lagðist þá Úlfljótsvatnssókn til Klausturhólaprestakalls. Þingvallapresti bar samt eins og áður að aðstoða hreppstjórana, en þótti sér það ekki skylt hvað Úlfljótsvatnssókn snerti. 3. Félagsskapur hefði aldrei náð fótfestu um allan hreppinn í vegaruðningi, dýraleitum og fjall- göngum. Þar hefðu báðar sóknirnar skipulagt starf sitt, hvor með sínum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.