Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Blaðsíða 24
Menningarmál Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari og verkefnisstjóri: Tónlist fyrir alla Kynnum bömum óravíddir lifandi tónlistar! Tónlist fyrir alla er samstarfs- verkefni ríkis og sveitarfélaga sem hefur staðið fyrir reglu- bundnu tónleikahaldi í grunn- skólum landsins fyrir tugþús- undir barna síðastliðin níu ár. A þessum árum hefur Tónlist fyrir alla skipað sér fastan sess og orðið til þess að góð lifandi tónlist nær eyrum barna sem rnörg hver færu á mis við hana ella. Eru allir sammála um ágæti þessa uppeldisstarfs, jafnt tón- listarmennirnir, sem vilja miðla list sinni til barna, skólamenn og ekki síst börnin sjálf sem oftast Áshildur Haraldsdóttir nam flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk síöan háskóla- prófum frá The New England Conservatory of Music, Juilli- ard-skólanum í New York og Konservatoríinu í París. Hún hefur unnið til verðlauna í fjór- um alþjóðlegum tónlistarkeppn- um og hljóöritað Jjóra einleiks- geisladiska. Aukþess að koma reglulega fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands hefur hún leikið einleik með hljómsveitum í Ameríku, Evrópu ogAfriku. eru gagntekin af þessari reynslu. Tónlist á erindi við börn, því að eins og aðrar listir örvar hún, þroskar og gleður. Tilgangur Tónlistar fyrir alla er að kynna íslenskum grunnskólabörnum ólíkar tegundir tónlistar sem þau fá að njóta í lifandi flutningi frá- bærra tónlistarmanna. Reynslan sýnir að virk þátttaka í list- og verknámi eykur námsgetu í bók- legum greinum. Þó kemst stór hluti grunnskólanema aldrei í beina snertingu við listir, utan hefðbundinnar kennslu, þar sem listnám er dýrt og undir efnahag, áhuga og búsetu foreldra komið hvort börn fá notið listviðburða. Mikið framboð er hins vegar á fjöldaframleiddu afþreyingarefni sem börn neyta effirlitslítið. Tónlist fyrir alla hefur það hlut- verk að skapa mótvægi við þessa léttvægu afþreyingu og að gefa börnum tækifæri til að upp- götva óravíddir lifandi tónlistar. Þar með aukast líkurnar á að sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi eigi eftir að njóta góðra lista og halda við þeirri hefð og sérstöðu Islendinga að sækja hlutfallslega oft listviðburði. Tónlist fyrir alla er faglegt uppeldisstarf og reglubundinn þáttur í tónmennta- og tónlistar- kennslu barna og unglinga. Margir af fremstu tónlistar- mönnum íslendinga eru í sam- starfi við kennara um tónleikana og fræðslu og þátttöku nemenda tengda tónleikunum. í sókn austanlands og vestan Kostnaður sveitarfélaga vegna þátttöku í starfi Tónlistar fyrir alla er í formi hóflegs nemenda- gjalds, sem er 155 kr. fyrir hvern nemanda sem sækir skólatón- leikana. í ár er reiknað með að skóla- tónleikar Tónlistar fyrir alla nái til 22.639 barna. Það er meira en helmingsaukning frá því í fyrra, en þá hlýddu 9.578 grunnskóla- nemendur á skólatónleika (bæði að hausti og vori). A þessu ári eru 363 tónleikar á áætlun en voru í fyrra 197. Þessi mikla aukning í starfi Tónlistar fyrir alla stafar af hækkun á ríkisfjár- veitingu, en hún jókst úr 3,5 millj. kr. árið 2000 í 4,5 millj. kr. árið 2001, en einnig fékk verkefnið einnar milljónar króna styrk frá Íslandsbanka-FBA. Fjáraukningin í ár hefur gert kleift að bjóða öllum sveitar- félögum á Vestfjörðum og Austurlandi að bætast í hóp 47 sveitarfélaga á Suðurlandi, Vesturlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu sem taka þátt í samstarfinu við Tónlist fyrir alla. Sveitarfélög á Vestfjörðum og Austurlandi hafa lengi verið utanveltu og eru það því gleðifréttir að bót hefúr ver- ið ráðin á því máli. Það er einlæg von mín að hag- ur Tónlistar fyrir alla vænkist enn á næsta ári til að hægt sé að bjóða sveitarfélögum á Norður- landi þátttöku og að skólatón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.