Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 25

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 25
Menningarmál 151 Egill Ólafsson flytur dagskrána „Heimsreisa Höllu“. leikar standi þar með öllum börnum á íslandi til boða. Mjög brýnt er að skólabörn í strjálbýli njóti heimsókna tónlistarmanna en sökum búsetu eiga þau erfið- ara með að sækja menningarvið- burði en börn í þéttbýli. Gætir óþreyju hjá sveitarfélögum, sem ekki hafa enn notið góðs af starfi Tónlistar fýrir alla, að njóta þessarar þjónustu því að fram hefur komið að öflugt menningarlíf er ein meginfor- senda þess að sporna megi við fólksflótta úr dreifbýli. Skólatónleikar árið 2001 Á árinu 2001 er áætlað að 29 listamenn auk Sinfóníuhljóm- sveitar íslands flytji grunn- skólanemum 11 mismunandi dagskrár á 363 tónleikum. Á vorönn héldu hinar frábæru listakonur Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari tón- leika fyrir öll grunnskólabörn á Suðurlandi, en Sigurður Flosa- son og norska ásláttardúóið „Rubbel og Beat“ fluttu ærsla- fulla dagskrá með slagverki og trommum á Vesturlandi. Sinfóníuhljómsveit íslands lék dagskrána „Stríð og friður“ fyrir eldri árganga í Reykjavík, Kópa- vogi, Hafnarfirði og á Suður- nesjum. Kynnir var Margrét Örnólfsdóttir. Á sinfóníutónleik- unum fengu börnin að heyra tónlist tengda stríði, hvort sem henni er ætlað að lýsa hörmung- um þess eða að nýtast sem áróð- urstæki. Börnin fengu að kynn- ast kynngimögnuðum krafti og fjölbreytileika góðrar sinfónískr- ar tónlistar. Þýski brúðu-, flautu- og píanó- leikarinn Bernd Ogrodnik flutti dagskrána „Saga í tónum“ fyrir yngri börnin á Suðurnesjum, en í Reykjavík og Hafnarfirði léku málmblásturskvintettinn Hljóm- skálakvintettinn og Jasskvartett Reykjavíkur fyrir miðstig og Anna Pálína Árnadóttir og félag- ar léku dagskrána „Bullutröll" fyrir yngstu börnin. Á haustönn er áætluð önnur og ekki síður metnaðarfull dagskrá á þeim svæðum sem ofar segir, en að auki mun hin sívinsæla og margreynda dagskrá „Heims- reisa Höllu“ verða flutt skóla-

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.