Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 36
Menningarmál Saga Akureyrar I,—III. eftir Jón Hjaltason kom út á árunum 1990-2000. Páll Líndal REYKJAVIK Sögustaóur vió Sund Sagn og sérkenni höfuðbórgarinnar í máli og myndum REYKJAVÍK Sögustaöur við Sund, 1.-3. bindi, eftir Pál Líndal kom út á árunum 1986-1988. Árbók Reykjavíkurborgar (-bæjar) og kom hin fyrsta þeirra út árið 1941, önnur árið 1945 og hin þriðja 1953. Útgáfa þessi féll niður fram undir 1970 en síðan hefur Árbókin komið reglulega út. Þættir byggðasögu Friðrik Olgeirsson skiptir byggðasögu í eftirtalda þrjá þætti í ritgerð sinni: 1. Saga jarða, fyrirtækja og stofnana. 2. Saga sveitarfélaga (dreifbýlishreppar - þéttbýlisstaðir). 3. Saga héraða, oftast ritraðir og tímarit, og ábúendatöl. Ekki hefur kveðið mikið að ritun heildarsögu einstakra jarða ef undan eru skildar þær jarðir þar sem þéttbýli hefur myndast, til dæmis Eyri í Skutulsfirði og Reykjavík. Allmargar undantekning-ar gefast þó, til dæmis ritin Grund í Eyjafirði eftir Klemens Jónsson (1923-1927) og Sögu Oddastaðar eftir Vigfús Guðmundsson (1931). Auk þessa hafa ein- stakir þættir úr sögu jarða birst víða á prenti, til dæmis saga skóla og þættir úr sögu biskupssetranna Hóla og Skálholts. Oftast hafa slíkir þættir birst í tímaritum en fjarri fer að slíkt sé algild regla. Mörg rit sem geyma sögu stofnana og fyrirtækja hafa verið prentuð. Ekki verður gerð nánari grein fyrir þeim ritum að sinni enda er greinarhöfundur ekki í aðstöðu til að vinna þá rannsóknarvinnu í svipinn sem til þarf og verkið yrði eitthvað annað en nafhið tómt. Nokkrir dreifbýlishreppar hafa látið skrá sögu sveitarfélagsins eða hafa eignast hana með öðrum hætti. Algengara er að sveitarfélög með þéttbýlis- kjarna eða kauptún og kaupstaðir hafi látið semja slík verk. Friðrik Olgeirsson kveður um 40 kauptún og kaupstaði hafa látið skrá sögu sína en 22 eigi hana enn óskráða og sé þar nær einvörðungu um að ræða kauptún með færri en 500 íbúa. Greinarhöfundi er kunnugt um að sum þessara kauptúna hafa látið skrá slíka sögu þó að hún hafi ekki verið prentuð enn sem komið er, til dæmis Tálknafjörður. Skrá yfir helstu rit í þessum flokki verður birt að greinarlokum. Búnaðarsambönd hafa gefið út allmargar bækur sem geyma byggða- og jarðalýsingar, þætti um félagsmál i umdæminu og ábúendatöl, einkum frá 20. öld. Þingeyingar gáfu út Byggðir og bú, 1963, Eyfirðingar 1973, Austfirðingar 1974-1978 (Sveitir og jarðir í Múlaþingi I.—IV), Austur- Skaftfellingar 1971-1976 (Héraðssaga Austur- Skaftafellssýslu I.—III.), Snæfellingar og Hnappdælir 1977, Húnvetningar 1978 (tvö bindi), Rangvellingar 1982 (eystri hluti sýslunnar) og Ámesingar 1980-1983 (þrjú bindi). Hér ber einnig að nefna Firði og fólk 900-1900. Vestur-ísaf- jarðarsýsla (Árbók FÍ 1999) eftir Kjartan Ólafsson og Strandir II sem Lýður Björnsson gaf út 1985 og fjallar einvörðungu um félagssögu Strandasýslu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.