Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 39
Almenningsbókasöfn
Sigrún Hauksdóttir, kerfisbókavörður á Landsbókasafni:
Landskerfi bókasafha
- Nýtt bókasafhskerfi
í mars 1998 kom menntamálaráðherra á fót
nefnd sem ætlað var að gera tillögur um val á
bókasafnskerfi sem hentað gæti fyrir öll bókasöfn
í landinu, þ.m.t. Landsbókasafn íslands - Háskóla-
bókasafn, almenningsbókasöfn, skólabókasöfn og
rannsóknarbókasöfn. Hlutverk nefndarinnar var að
velja bókasafnskerfi sem þjónað gæti öllum
landsmönnum eða, eins og segir í erindisbréfi,
þá er nefndinni ætlað að hafa að leiðarljósi að öll
bókasöfn í landinu geti orðið samtengd og að
gagnagrunnar þeirra líti út sem ein heild frá
sjónarhóli notenda. Þessu nýja bókasafnskerfi
verður hleypt af stokkunum í byrjun næsta árs.
Ymsar leiðir eru færar til að samtengja gagna-
grunna bókasafnanna. T.d. er hægt að vera með
sýndarbókasafn þar sem leitað er í ólíkum kerfum
með hjálp samskiptastaðalsins Z39.50. Með
notkun þessa staðals er hægt að leita í mörgum
bókasöfnum og mismunandi kerfum svo að gagna-
grunnar þeirra líti út sem ein heild. Ljóst var að
Gegnir, bókasafnskerfi Landsbókasafns íslands,
Kennaraháskólans og átta annarra safna, og
Fengur, bókasafnskerfi Borgarbókasafns Reykja-
víkur og allt að 70 annarra safna, voru orðin úrelt
og löngu tímabært að endurnýja þau. Spurningin
var á hinn bóginn hvort betra væri að vera með eitt
eða mörg kerfi sömu tegundar. Niðurstaðan varð
sú að æskilegast væri að vera með eitt miðlægt
bókasafnskerfi fyrir allt landið. Helstu rökin voru
þau að eitt kerfi er ódýrari lausn því hvert nýtt
kerfi kostar i grunninn það sama og fyrsta kerfið.
Samnýting þekkingar varðandi kunnáttu, þjálfun,
kerfisstjórnun og þjónustu kerfisbókavarða þótti
mikill ávinningur því ómældur tími og orka fer í að
læra á kerfi og viðhalda lágmarkstækniþekkingu.
Að lokum þótti augljóst að þjónusta bókasafna við
alla landsmenn muni batna til muna.
Nútíma bókasafnskerfi eru öflugar upplýsinga-
veitur sem geta miðlað gögnum úr ólíkum gagna-
grunnum. Með því að tengja saman gögn frá
bókasöfnum við aðra gagnagrunna opnast áður
ónýttir möguleikar við samnýtingu gagna og
aðgengi almennings að upplýsingum stóreykst.
Stafræn bókasöfn veita nú almenningi aðgang að
efni í gegnum Netið og tímarit eru nú í æ ríkari
mæli aðgengileg á rafrænu formi.
Síðastliðin þrjú ár hefur verið unnið að því að
velja bókasafnskerfi. Það hefur gengið á ýmsu og
var t.d. tvisvar farið í útboð á Evrópska efnahags-
svæðinu. Hvert skref í þessu ferli hefur tekið miklu
lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fýrir. Það er fyrst
og fremst reynsluleysi um að kenna því starfs-
bræður og -systur okkar erlendis staðhæfa að
raunhæft sé að margfalda öll tímaplön með
þremur. Ef valið átti upphaflega að taka eitt ár er
raunveruleikinn þrjú ár. Búið er að velja bóka-
safnskerfið. Kerfið heitir ALEPH500, frá Ex
Libris, ísraelsku hugbúnaðarfyrirtæki. Aleph-
kerfið er í notkun í yfir 500 bókasöfnum í 40
löndum. ALEPH500 er nýjasta kerfið frá Ex Libris
sem hefur 20 ára reynslu í þróun og rekstri bóka-
safhskerfa. Hér eru nokkur gagnleg veffong fyrir
þá sem hafa áhuga á að sjá hvernig kerfið lítur
út í raun:
Athugið að ALEPH virkar best í Microsoft
Explorer vafra.
Ex Libris
http://www.exlibris.com
Sigrún Hauksdóttir er kerfis-
bókavörður á Landsbókasafni
Islands - Háskólabókasafni.
Hún hefur verið fulltrúi
safnsins í nefnd menntamála-
ráðuneytis um val á bóka-
safnskerfi sem hentað geti
öllum söfnum landsins. Starf
nefndarinnar leiddi nýlega til
kaupa á Aleph-bókasafns-
kerfinu. Nœstu tvö árin mun kerfið verða innleitt
í flest bókasöfn landsins.