Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Page 58
184
Afmæli
Sigurlið í reiptoginu „Hrepparígur" úr kvenfélaginu Iðunni
úr gamla Hrafnagiishreppi.
Nú þegar tíu ár eru liðin frá stofnun Eyjafjarðar-
sveitar er eðlilegt að menn velti fyrir sér hver sé
reynslan af sameiningunni.
Eins og víða hefur komið í ljós, er sameining
sveitarfélaga mjög vandasamt verkefni og hefur
jafnan í for með sér einhverjar breytingar sem
skiptar skoðanir geta verið um meðal íbúanna og
slík mál hafa komið upp í Eyjafjarðarsveit, eins
og við sameiningu annars staðar, en þau hefur þó
tekist að leysa með allgóðri sátt.
Eins og fram kom hjá þeim sem töluðu á afmæl-
ishátíðinni, er það mat manna að reynslan af sam-
einingunni sé góð, jafnvel betri en búist var við.
Tekist hefur að halda við og jafnvel að auka það
góða þjónustustig sem fyrir var hjá gömlu hrepp-
unum og þrátt fyrir að ráðist hafi verið í miklar
framkvæmdir og fjárfestingar á vegum sveitar-
félagsins, er ijárhagur þess góður.
Og mörkin milli gömlu sveitarfélaganna virðast
nú vera flestum gleymd og gamli hrepparígurinn er
helst hafður að gamanmálum sem menn skemmta
sér við á góðri stund, eins og á afmælishátíðinni
laugardaginn 7. júlí.
HITAVEITA
SUÐURNESJA
HITAVEITA SUÐURNESJA
LEIÐANDI FYRIRTÆKI
í NÝTINGU JARÐVARMA
Hitaveita Suðurnesja er fyrsta orkuveitan í heiminum sem tvinnar saman framleiðslu á heitu vatni
til húshitunar, heitu kranavatni auk framleiðslu á rafmagni.
Þekking byggð á íslensku hugviti og reynslu hefur gert okkur kleift að skipa okkur sess sem leiðandi
fyrirtæki í sölu á ódýrri orku til fyrirtækja og heimila.
Ódýr orka í formi gufu og eða rafmagns, ferskvatn og hreinn sjór úr hraunlögum sem kælimiðill til
hverskyns iðnaðar, mannauður og nægjanlegt auðunnið landrými fyrir hverskyns atvinnustarfsemi
í nálægð alþjóðaflugvallar og góðra hafnarmannvirkja setja Suðurnesin efst á blað hvað kosti varðar
við ákvörðun staðsetningar stóriðju jafnt sem smærri fyrirtækja.
Nýttu þér reynslu okkar og þekkingu og leitaðu upplýsinga.
Hitaveita Suðurnesja • Brekkustíg 36 • 260 Reykjanesbæ • Sími 422 5200 • Fax 421 4727 • www.hs.is