Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 65
Byggðamál
191
Tillögur byggðanefndar sambandsins
• Byggðamál, sveitarstjórnarmál, skipulags- og byggingarmál verði
sameinuð í eitt ráðuneyti, ráðuneyti byggða- og sveitarstjórnarmála,
og markvisst verði unnið að því:
• Að byggja upp tvö tilþrjú öflug kjarnasvæði sem valkost við höfuð-
borgarsvœðið og
• Að fækka sveitarfélógunum í 40 til 50 með frjálsri sameiningu
- ella verði sveitarfélög sameinuó með lögum í samráði við ríkisvaldið.
Þessar eru megintillögur byggðanefndar santbandsins.
Byggðanefnd sambandsins hef-
ur skilað áliti ásamt greinargerð
og fer hvort tveggja hér á eftir:
í allri umræðu um byggðarþró-
un er mikilvægt að greina eðli
hennar með nákvæmari hætti en
verið hefur og aðgerðir í byggða-
málum taki mið af þeirri grein-
ingu. Þannig er ljóst að áhrifa
höfuðborgarsvæðisins gætir víðar
en áður og þróun byggðar á hin-
um ýmsu svæðum landsins er
breytileg. Nefndin er sammála
um að þróun byggðar í landinu
mótist iyrst og fremst af efna-
hags- og atvinnumálum. Byggða-
nefndin leggur m.a. til að ríki og
sveitarfélög vinni saman að
byggðamálum á grundvelli eftir-
farandi:
1. Byggðamál, sveitarstjórnar-
mál, skipulags- og bygging-
armál verði sameinuð í eitt
ráðuneyti, ráðuneyti byggða-
og sveitarstjórnarmála.
Með sameiningu þessara mála-
flokka undir eitt ráðuneyti ætti að
fást betri yfirsýn yfir þróun
byggða- og sveitarstjórnarmála
og aðgerðir í þessum málaflokk-
um ættu að verða markvissari.
2. Hagsmunir landsins alls eru
fólgnir í samstarfi höfuð-
borgar og landsbyggðar.
Samkeppnisgeta höfuðborg-
arsvæðisins gagnvart útlönd-
um verði tryggð þannig að
þar geti þróast öflugt alþjóð-
iegt atvinnu- og efnahags-
umhverfi.
Öflugt höfuðborgarsvæði með
fjölbreyttum atvinnutækifærum
verður að vera valkostur fyrir
ungt vel menntað fólk sem að
öðrum kosti er hætta á að ílengist
við störf erlendis.
3. Ahersla er lögð á að byggð
dreifist um landið. Markvisst
verði unnið að því að byggja
upp tvö til þrjú öflug kjarna-
svæði sem valkost við höfuð-
borgarsvæðið. Þessi kjarna-
svæði verða að hafa burði til
að treysta búsetu í viðkom-
andi Iandshlutum og vera
þannig kjölfesta fyrir byggð
í landinu öllu. Nauðsynlegt
er að kjarnasvæði og höfuð-
borgarsvæði hafi með sér
náið samstarf og verka-
skiptingu, sem byggist á
sameiginlegri framtíðarsýn.
Þessi kjarnasvæði gætu verið á
Eyjafjarðarsvæði (35^f0 þús. íb.),
Vestfjörðum (10 þús. íb.) og
Mið-Austurlandi (10 þús. íb.)
Þau þyrftu að bjóða upp á mikla
þjónustu og fjölbreytt atvinnulíf.
Ríkisvaldið beiti sér fyrir því að
nýjum opinberum stofnunum
verði valinn staður á þessum
svæðum. Sérstaða annarra svæða
getur kallað á staðsetningu tiltek-
innar opinberrar starfsemi utan
kjarnasvæða.
4. Sveitarfélögin verði stækkuð
og efld til að þau ráði betur
við núverandi sem og ný
verkefni. Markvisst verði
unnið að því á næstu átta
árum að fækka sveitarfélög-
unum í 40 til 50 með frjálsri
sameiningu. Náist það mark-
mið ekki er lagt til að Sam-
band íslenskra sveitarfélaga,
í samráði við ríkisvaldið,
beiti sér fyrir því að sveitar-
félög verði sameinuð með
lögum.
Verulegur árangur hefur náðst í
stækkun sveitarfélaga á undan-
förnum árum samkvæmt ákvarð-
anatöku íbúa hvers einstaks
sveitarfélags. Til að ná enn
frekari árangri í stækkun sveitar-
félaga þarf hugsanlega að endur-
skoða þær aðferðir sem beitt