Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 71

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 71
Frá landshlutasamtökunum var haustið 1999 að ekki væri þörf fyrir byggingu nýs sambýlis á svæðinu en ákveðin þörf væri fyrir sjálfstæða búsetu. Leikfangasöfn eru á Blönduósi, Siglufirði og á Sauðárkróki og gerði Gréta sérstaka grein fyrir starfsemi þeirra og hlutverki. Þá ræddi Gréta um atvinnumál fatlaðra og þörf þeirra fyrir að komast út á vinnumarkaðinn, aðstæður fatlaðra í heimahúsum, skammtímavistun og stuðning við foreldra fatlaðra barna. Gréta gerði grein fyrir breytingum á starfsmannafjölda sem sinna málefnum fatlaðra í heildina og á einstökum svæðum. Aukið fjármagn hefúr komið inn í málaflokkinn og sú ánægjulega þróun á sér stað að menntað fólk er að skila sér aftur heim til starfa að málefnum fatlaðra. Ávörp gesta Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávarpaði þingið. Hann minnti á mikilvægi þess að stjórn sambandsins ætti gott samstarf við landshlutasamtökin og þakkaði ánægjulegt samstarf við sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra. Hann benti á breytt verksvið og auknar kröfur sem gerðar eru til sveitar- stjórnanna og benti á að mikil fækkun hefði orðið á sveitarfélögum, eða úr 204 í 124, og þannig færðust mun fleiri verkefni í hendur færri sveitar- stjórnarmanna. Hann ræddi neikvæða umræðu um sveitarstjórnir og skýrði frá því að sambandið hefði ráðist í nákvæma úttekt á fjárhagslegri stöðu sveitarfélaga, þar sem fram hefði komið að tekjustofnar sveitar- félaga hafa veikst verulega; væri m.a. um að kenna mikilli fólksfækkun á stórum svæðum, en þeir erfiðleikar, sem af þessu sköpuðust, yrðu meðal annars tilefni til neikvæðrar umfjöllunar um sveit- arstjórnarstigið. Páll Pétursson félagsmálaráherra flutti ávarp og rakti helstu stefnumál ríkisstjórnarinnar, m.a. þá dreifbýlisáætlun sem unnið hefur verið eftir og þau störf og þær stofnanir sem fluttar hafa verið út á land. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráð- herra kvað flesta landsmenn vilja að bærilegt jafnvægi ríkti í byggðum landsins, þótt alltaf kæmu upp einstök ágreiningsmál. Sagði ráðherra að lögð væri áhersla á fjölgun opinberra starfa á lands- byggðinni. Kvaðst ráðherrann ætla að fýlgja fast eftir stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í byggðamál- um og sagði það sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga og stofnana þeirra að sjá til þess að allt land væri í byggð. Ekki ætti að takmarka bú- ferlaflutninga heldur að skapa eins byggðavænlegt umhverfi sem mögulegt væri um allt land. Ungt fólk mundi í framtíðinni sækjast eftir annars konar störfum en þeim sem nú væru uppistaða atvinnulífs á landsbyggðinni og við því þyrfti að bregðast. Byggðaaðgerðir á íslandi í samanburði við önnur lönd Þórarinn V Sólmundarson, ráðgjafi hjá Byggða- stofnun á Sauðárkróki, rakti í stórum dráttum sveiflur i fólksfjölda milli þéttbýlis og dreifbýlis og ýmsa þætti sem tengdust þeim, svo sem öflun gjaldeyristekna sem tengdust svæðunum, meðal- tekjur á íbúa o.fl. Hann bar saman hvernig staðið væri að málum í nágrannalöndum og rakti m.a. hvernig Norðmenn móta sína byggðastefnu og efnahagsuppbyggingu utan þéttbýlisstaða. Kom m.a. fram að þar er byggðamálum skipt í „stóru og litlu“ byggðastefnu og gerði hann grein fyrir mismun þessara stefna sem meðal annars er í skattasvæðum, stuðningssvæðum og fjárfestingar- styrkjasvæðum, launaauka o.fl. sem verða því virkari sem norðar dregur í landinu. Þá gerði hann grein fyrir mjög vel heppnaðri byggðastefnu á írlandi, en þar hefur fólksflótta úr landi verið snúið við og þangað sækja nú menn heim aftur og fyrirtæki vilja setja sig þar niður. Þá skýrði Þórarinn stefnu Evrópusambandsins varðandi stuðning við þau svæði sem þurfa á aðstoð að halda vegna strjálbýlis og fólksflótta. Þórarinn benti á að hér væri varið hlutfallslega mun minni fjármunum til byggðamála en annars staðar og einnig væri sótt minna héðan til Evrópu- sambandsins. Hér væru byggðaáætlanir mest í formi viljayfirlýsinga meðan miklu markvissar væri unnið að málum annars staðar. Hér væri stoðkerfið að mestu á höfuðborgarsvæðinu og þyrfti að efla tengsl þess við landsbyggðina, hér á landi væri frekar um björgunaraðgerðir en byggðaaðgerðir að ræða. Engar svæðaskiptingar væru hér við lýði, en í samanburðarlöndunum miðuðust markvissar aðgerðir við fyrirfram ákveð- in svæði. Frumkvöölasetur Bjarni Þór Einarsson gerði grein fyrir niðurstöð- um starfshóps um frumkvöðlasetur. Dagana 4. til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.