Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 72

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Síða 72
Frá landshlutasamtökunum Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpar þingið. 9. apríl á liðnu vori fór 28 manna hópur af Norðurlandi vestra í kynnisferð til Irlands. Ferðin var farin að frumkvæði Vilhjálms Egilssonar alþingismanns og var tilgangur fararinnar að kynna sér aðferðir íra í atvinnuþróunar- og byggðamálum. Þátttakendur í ferðinni voru flestir sveitarstjórnar- menn. Kynnisferðin var afar fróðleg og vel skipulögð. Vakti það mesta athygli hve tengsl atvinnulífs og skóla eru sterk og hvað eftirfylgni og stuðningur við nýsköpun er markviss á írlandi. Hópurinn ákvað að vinna áfram eftir heim- komuna að því að yfirfæra reynslu Ira á okkar aðstæður. Voru settir á stofn tveir starfshópar, starfshópur um menntun og atvinnu og starfshópur um frumkvöðlasetur. Menntun og atvinna Hörður Rikharðsson, atvinnuráðgjafi hjá Iðnþró- unarfélagi Norðurlandskjördæmis vestra (INVEST), kvað kveikjuna að starfshópi um menntun og atvinnu hafa komið í írlandsferðinni. Hópurinn heimsótti allmörg fyrirtæki til þess að kanna á hvern hátt staðið væri að fræðslu- og sí- menntunarmálum innan fyrirtækjanna, en í ljós kom að fæst þeirra höfðu þar fastmótaða stefnu. Fyrirtæki á landsbyggðinni eiga í nokkrum erfið- leikum með að ná góðum leiðbeinendum til endur- menntunar þar sem flesta þeirra þarf að sækja á suðvesturhornið með ærnum kostnaði. Benti Hörð- ur á að öll almenn menntun er greidd af ríkinu, en starfsmenntun og sí- og endurmenntun er kostuð af aðilum sjálfum. Hér væri um allverulega mismun- un að ræða og varpa mætti fram þeirri spurningu hvar mörk lægju milli þessara fræðslustiga. Markmið og hlutverk Nýsköpunarsjóðs Björgvin Njáll Ingólfsson, sérfræðingur hjá þróunarsviði Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, kvað sjóðnum ætlað að vera drifkraft nýsköpunarstarfs á íslandi og að skapa sér sterka ímynd sem bakhjarl alls nýsköpunarstarfs í landinu. Starfsmenn sjóðsins væru níu og ætlast væri til að stofnsjóður hans sé ávaxtaður og sá arður verði nýttur til að styrkja nýsköpun. Hann gerði grein fyrir framtakssjóðum, þ.e. þeim 1000 milljónum sem lagðar hafa verið fram til verkefna utan þéttbýlis, en þessir fjármunir eru í vörslu annarra en Nýsköpunarsjóðsins, og eru þeir aðilar fjórir, sinn í hverjum landsQórðungi. Hann sagði einnig frá ýmsum samvinnuverkefn- um sem sjóðurinn hefur staðið að, svo sem: Auði í krafti kvenna, Nýsköpun 2000, Skrefi framar, verkefninu Vöruþróun o.fl. Gerði hann ítarlega grein fyrir hverju verkefni um sig og skýrði þau. Greining kostnaðar við rekstur grunnskóla Olafur Darri Andrason hagfræðingur gerði grein fyrir því verkefni sem hann hafði unnið fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga um greiningu kostnaðar við rekstur grunnskóla og kostnaðar vegna nýrrar aðalnámsskrár. Tæpa tíu milljarða hlutu sveitarfélögin vegna yfirtöku grunnskólans á árinu 1999, þar af 2,7 milljarða um jöfnunarsjóð en hitt í hækkuðum útsvörum. Fram kom hjá Ólafi Darra að meðan nemendum fækkar á landsbyggð- inni eykst kostnaður á hvern nemanda meðan hagræðing stærðarinnar nýtist á höfuðborgarsvæð- inu. Hann kvað sveitarfélögin eiga ýmsa mögu- leika á að spara í skólastarfi og nefndi í því sam- bandi ofhlæði í yfirstjórn og ýmsa fleiri þætti sem mætti færa til betri vegar. Ólafur Darri bar saman útgjaldaauka sveitar- félaganna vegna yfirtöku grunnskólans frá ríkinu og tekjur á móti þeim auknu útgjöldum. Niðurstöð- ur þess samanburðar kynnti hann í grein í 3. tbl. Sveitarstjórnarmála sl. ár. Félagslega íbúðakerfið Guðríður Friðriksdóttir, forstöðumaður húsnæð- isdeildar Akureyrarbæjar, fjallaði um áhrif nýrrar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.