Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 73
Frá landshlutasamtökunum
Þingfulltrúar og gestir fylgjast með erindi Þórarins V. Sólmundarsonar um byggðaaðgerðir á íslandi í samanburði við önnur lönd.
húsnæðislögjafar á ijárhag sveitarfélaga og gerði
grein fyrir þeim markmiðum sem uppi voru þegar
löggjöf um húsnæðismálin var sett. Það sem
kallaði á breytingar var að íbúum á landsbyggðinni
fækkaði sem varð til þess að vegna kaupskyldu bar
sveitarfélögum að leysa til sín íbúðirnar, sem var
sumum þeirra ofviða og kostaði skerðingu á
þjónustu og frestun ýmissa framkvæmda.
Með nýrri löggjöf um húsnæðismál var hætt að
greiða niður vexti, en lánamöguleikum breytt og
þeir færðir í húsbréf- vextir eru hærri, en lánshlut-
fall er enn hið sama.
Guðríður taldi þetta geta gengið upp í góðæri,
en ef efnahagsástand versnaði mundi fljótt síga á
ógæfúhlið, og það kæmi niður á sveitarfélögum,
einkum með tilliti til viðbótarlána en kostnaður
vegna þeirra mun lenda að mestu hjá sveitarfélög-
unum.
Ályktanir þingsins
Ásamt því að afgreiða ársreikning ársins 1999
og fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 samþykkti þingið
eftirfarandi ályktanir samhljóða:
Aukin tengsl menntastofnana og atvinnulífs á
Norðurlandi vestra
8. ársþing SSNV samþykkir að koma á sam-
starfsnefnd menntastofnana og atvinnulífs á Norð-
urlandi vestra. Samstarfsnefndin verði skipuð
fulltrúum eftirtalinna aðila: Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra, Farskóla Norðurlands vestra,
Hólaskóla, INVEST og þriggja atvinnufyrirtækja á
Norðurlandi vestra.
Stjóm SSNV skipi nefndina skv. tilnefningu
hlutaðeigandi og framkvæmdastjóri samtakanna
kalli hana saman og stýri fúndum hennar.
Frumkvöðlasetur
Þingið samþykkir að beina því til aðalfúndar IN-
VEST að stofnað verði frumkvöðlasetur á Norður-
landi vestra. Því er ætlað að hýsa og styðja við
fyrirtæki sem byggja á sérstöðu og nýsköpun á
starfssvæði félagsins. Aðstoðað verði við stofnun
fyrirtækjanna og rekstur þeirra í allt að fimm ár,
enda uppfylli þau inntökuskilyrði fyrir
frumkvöðlasetrið. Iðnþróunarfélag Norðurlands
vestra annist rekstur frumkvöðlasetursins eftir
reglum sem stjórn þess setur.
Viðbótarkostnað INVEST vegna reksturs frum-
kvöðlaseturs skal greiða með eftirfarandi hætti:
• Með leigutekjum af húsnæði sem sveitarfélög
leggja fram án endurgjalds.
• Með þjónustugjöldum frá frumkvöðlum.
• Með styrkjum úr Nýsköpunarsjóði, frá
Byggðastofnun og einkaaðilum.
Flutningur og staðarval ríkisstofnana
Þingið fagnar flutningi Byggðastofnunar til
Sauðárkróks og metur mikils það frumkvæði sem
með því er sýnt.
Þingið leggur til að Veiðimálastofnun verði flutt